Læknaneminn - 01.04.1991, Side 61

Læknaneminn - 01.04.1991, Side 61
upp og segist boðinn og búinn að aka okkur til Ismailia fyrir 100 pund. Af einhverjum undarlegum orsökunr vorum við ekki alveg fullvissir um heilindi mannsinn og spurðum því hótelstjórann um hið “rétta” fargjald til Ismailia og gaf sá upp 85 pund. Enn var svar vinar okkar “no problem” þegar þessar upplýsingar bættust við. Fengunt við nú fyrstu kennslustund í því er við kusum að kalla “egypska hraðann”. Fyrst stoppaði bílstjórinn til að karl gæti rætt við einhvern vin sinn í hálftíma og biðum við í bílnum á meðan. Næst var stoppað til að fá sér í svanginn og áttum við í miklum erfiðleikum með að bægja frá okkur kebabpítum einhverjum sem karlinn otaði að okkur. Ekki vantaði þó gestrisnina og vinalegheitin og mega Egyptar eiga það að sama hvað gengur á eru þeir reiðubúnir að aðstoða mann í vandræðum. I þriðja skiptið var stansað til að taka bensín og gosdrykki til fararinnar. Er því var lokið var loksins haldið á eyðimerkur- veginn sem liggur frá Cairo til Ismailia og haldið út í nóttina. Ekki var pláss fyrir báðar ferðatöskurnar okkar í farangursgeymslu bílsins og hafði því bílstjórinn brugðið á það ráð að setja aðra á þakið og “festa” hana við toppgrindina með dúkræntu. Til að veraalveg viss teygði hann sig síðan afog til uppá þak til að athuga hvar taskan væri. Er hér var komið við sögu gátum við lítið annað gert en að hlæja ljúfsárum hlátri í aftursætinu undir háværunt ómi egypskrar alþýðutónlistar senr barst úr viðtæki bílsins. Að lokum komumst við til Ismailia og á óskiljanlegan hátt fundum við ákvörðunarstað okkar. Borguðum við nú karli uppsett verð en hann heimtaði meira og vildi helst fá líka rommflösku sem við höfðum meðferðis og hann heyrði glamra í. Við réttum honum 10 pund til og kvöddum fegnirfrelsinu. Þarna buðu húsráðendur okkur inn og reyndist “inn” vera á 5. hæð og roguðumst við þangað upp þrönga stiga með okkar stóru. þungu ferðatöskur. Þar fréttum við að náunginn sem átti að taka á móti okkur hafði gerst skiptinemi í Þýskalandi og ekki væntalegur fyrr en í september. I íbúðinni bjuggu tveir bræður hans á þrítugsaldri og aldraður faðir sem við höfðum áður rætt við í síma á Hótel Beirút. Þeir voru mjög vingjarnlegir og fengum við fyrst að kynnast sannri egypskri gestrisni sem er á mjög háu stigi. Var okkur boðið upp á svalandi heimatilbúna ávaxtadrykki, egypskt te (venjulegt te með 4-7 skeiðum af sykri, nrjög gott og svalandi) og kebabbrauð með einhverju gumsi, nokkurs konar kotasælu og gúrkum. Þarna brutum við sem sagt allar átreglur fyrstu klukkutímana í Egyptalandi, grænmeti með hýði, mjólkurafurðir og heimatilbúna drykki o.sv.frv. Sátum við drjúga stund og röbbuðum við karlana sem hlógu mikið að leigubílsævintýri okkar en þeir fræddu okkur á því að raunverulegt verð á slíkri ferð væri um 20 pund. Svona á að hefja ferðir til fjarlægra Ianda! Að lokum var ákveðið að þar sem ekki væri búið að finna handa okkur gististað ættum við að gista þarna yfir nóttina. Og þegar hanarnir byrjuðu að gala um þrjúleytið um nóttina var sjónvarpinu ýtt inn af Skurðstofa kvennadeildar Ismailia General Hospital. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 59

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.