Læknaneminn - 01.04.1991, Page 76

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 76
STEFAN THORARENSEN BRAUTRYÐJANDI LYFJASÖLU Á í S L A N D I I sjö áratugi hafa fyrirtæki Stefáns Thorarensen veriö einn traustasti bak- hjarl íslenskrar heilbrigöisþjónustu. Saga þess hófst, þegar Stefán Thorarensen varö apótekari í Laugavegs- apóteki áriö 1919. Þetta var árið eftir spönsku veikina og ísland nýorðið frjálst og fullvalda ríki. Bjartsýni var ríkjandi, íslendingar eignuðust fyrstu flugvélina, Halldór Laxness gaf út fyrstu bók sína, Saga Borgarættarinnar var kvikmynduö og erlent knattspyrnuliö keppti í fyrsta sinn á íslandi. Stefán Thörarensen hóf þegar innflutning á lyfjum og efnum til Iyfjagerðar, en jafnframt stóö hann fyrir framleiöslu á ýmsum lyfjum og lyfjaformum. Frá upphafi seldi Stefán ýmsar vörur, sem tíðkaðist að selja í apótekum, en lyfjaframleiðslan óx hröðum skrefum og var í stöðugri framþróun. Stefán keypti þá fyrstu vélknúnu töflusláttuvélina hingaö til lands og einnig fyrstu fjölstimplavéina. Svo vel dafnaði starfsemin, að umsvif þess urðu fljótlega meiri en hægt var að sinna í Laugavegsapóteki. Stefán fékk sérstakt leyfi til lyfjaheildsölu, hið fyrsta sem veitt var á íslandi. Næsti áfangi var stofnun heildsölunnar Stefán Thorarensen hf. árið 1943 og yfirtók hún alla heildsölu á lyfjum og hjúkrunargögnum, sem Laugavegs- apótek hafði annast. Frá upphafi hefur heildsalan miðað rekstur sinn nær eingöngu viö þarfir apóteka, héraðslækna, sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva. í dag er Stefán Thorarensen hf. nútímaleg heildverslun, sem byggir á faglegri þekkingu og langri reynslu. Ný þjónustudeild selur háþróuð rannsóknatæki og rekstrar- og fylgivörur með þeim. ~ Stefán Thorarensen hf. sameinar gamla og nýja tíma, verslar með smávöru •o S og flókinn tæknibúnað — og fyrirtækið stendur í blóma. Siefán Thorarensen 19 4 0 —Stefán Thorarensen Síðumúla 32.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.