Læknaneminn - 01.04.1998, Side 6
í þessari grein verður fjallað um eina þá algengustu og
mikilvægustu rannsókn sem gerð er á sjúklingum og
er markmiðið aðallega það að kynna hana fyrir
nemum á fyrri árum læknisfræðinnar. Þessi rannsókn
er útskrifuðum læknum og eldri læknanemum venju-
lega svo töm að oft vill gleymast að útskýra hana fyrir
yngri nemum.
Ég hef ekki enn séð stutta samantekt á hinum almenna
blóðhag og verður hér reynt að bæta úr því. Hér að
neðan verður sjaldan sagt frá viðmiðunar-gildum en
þau eru breytileg eftir rannsóknarstofum og oft háð
aldri og kyni sjúklings en þessi gildi má finna á svar-
blaði rannsóknarstofanna sem og í handbókum þeirra.
I blóðhag eru blóðkorn talin og flokkuð og er þetta
nú framkvæmt í nær sjálfvirkum vélum sem telja hvít
blóðkorn (HBK) og flokka þau í neutrófíla, lymfócýta,
mónócýta, eósínófíla og basófíla, telja rauð blóðkorn
(RBK) og blóðflögur (BF) ásamt því að mæla
hemóglóbín (hgb), MCV og MPV (sjá neðar). Einnig
reiknar tækið út hematókrít (hct), MCH, MCHC,
RDW, pct og PDV en þessar skammstafanir verða
skýrðar út hér að neðan ein af annarri og í því efni mun
ég fjalla um hverja frumulínu fyrir sig. Þessar vélar eru
bæði mjög afkastamiklar og geta rannsakað fjölda sýna
á skömmum tíma sem og metur tækið mikinn fjölda
fruma í hverju sýni, mun fleiri en hægt væri að meta
með hinni gamaldags smásjárskoðun.
Höfundur er deildarlœknir
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
1. RAUÐ BLÓÐKORN
Hemóglóhín (hgb). Fyrir utan að telja RBK þá mæla
ofangreind tæki hgb en það er mikilvægasta mælingin
til mats á blóðleysi. Lækkað hgb sést í öllum tegundum
blóðleysis og verður þá að túlka niðurstöðurnar í sam-
ræmi við aðrar rannsóknir og ldínísk einkenni sjúkl-
ings. Lækkað hgb getur einnig sést við blæðingar en
varast ber þó að treysta um of á þá mælingu því sjúk-
lingur getur verið nær útblæddur án þess að miklar
breytingar sjáist á hgb en það gefur einungis til kynna
þéttni hgb en segir ekkert um eiginlegt blóðrúmmál.
Það er fyrst nokkrum klukkustundum eftir að blóðtap
hefur átt sér stað að lækkunar á hgb fer að gæta en þá
reynir líkaminn að varðveita blóðrúmmál t.d. með því
að auka endurupptöku vatns í nýrum fyrir tilstilli vasó-
pressíns (ADH). Hgb lækkar gjarnan á meðgöngu
vegna aukins plasmarúmmáls og einnig sést lækkun hjá
sjúklingum sem hafa fengið vökva í æð því vökvinn
þynnir út blóðið og því fellur þéttni hgb. Sérstaklega
skal varað við því að taka blóð úr þeim handlegg þar
sem verið er að gefa vökva því þar verður sérstaklega
mikil þynning og er árangurinn þá venjulega lapþunnt
glundur sem ekkert er að marka. Ovenjulegra er að sjá
hækkað hgb en það gerist helst í ofþornun þar sem
vökvi hefur tapast úr æðakerfmu og þéttni RBK þ.a.l.
óvenjulega mikil. Einnig hækkar hgb við óeðlilega fjölgun
RBK s.s. polycythemia vera og viðbrögð við lang-
varandi súrefnisskorti í blóði eins og gjarnan finnst í
langvinnum lungnasjúkdómum.
Hematókrít (hct) sýnir hversu mikill hluti afheildar-
rúmmáli blóðsýnis samanstendur af RBK en þetta gildi
er því bæði háð fjölda RBK sem og stærð þeirra og er
reiknað út samkvæmt jöfnunni hct = MCV x RBK.
Hct gefur í raun mjög svipaðar upplýsingar og hgb hér
að ofan.
4
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.