Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 9

Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 9
Blóðhagur dæmigert járnskortsblóðleysi. Mislitum blóðkornum er lýst með anisochromasiu en ef slíkt sést ásamt aniso- cytosis þá getur það þýtt nýlega blóðgjöf eða járn- meðferð við blóðleysi. Netfrumur (reticulocytar) eru ung blóðkorn nýsloppin út í blóðrásina og getur þeim fjölgað mjög við blæðingu og blóðrof en að sama skapi fækkað við járn- og vítamínskort. Þau litast dauft blá- grá við hefðbundna litun vegna RNA í umfrymi og er stundum lýst sem polychromasiu. Hægt er að lita þau sérstaklega og er því oft beitt í uppvinnslu blóðleysis en þannig má fá hugmynd um hvort blóðleysið stafar af minnkaðri framleiðslu RBK (fækkun netfruma) eða auknu tapi (niðurbroti) á RBK (aukning netfruma). Spherocytar eru hnöttótt RBK með lítinn eða engan miðfölva og sjást m.a. í arfgengri spherocytosis og blóðrofi. Schistocytar eru brotin og tætt RBK sem sjást í ákveðinni tegund blóðrofs þ.e. microangiopathic hemolytic anemia t.d. hemolytic uremic syndrome (HUS), thrombotic thrombocytopenic purpura (TTP) en einnig í minna mæli í disseminated intravascular coagulation (DIC) og meðgöngueitrun (eclampsia). Dacrocytar (táradropafrumur) eru dropalaga RBK sem sjást í ýmsum sjúkdómum t.d. þar sem þrengt er að blóðmyndandi beinmerg t.d. við beinameinvörp eða aðra ífarandi sjúkdóma í merg sem og við myelofibrosis. Elliptocytar (ovalocytar) eru aflöng blóðkorn sem finnast m.a. í B12/fólatskorti og arfgengri elliptocytosis. Fleiri afbrigði eru til s.s. skotskífufrumur, stomatocytar og acanthocytar en um þau verður ekki rætt frekar. Annað sem ber að minnast á eru innlyksur (inclusions) í umfrymi RBK s.s. Howell-Jolly korn ( íyrst og fremst eftir miltisbrottnám en einnig í megaloblastisku blóð- leysi og thalassemiu), Heinz korn (ensímgallar og sumar tegundir blóðrofsblóðleysis) og Pappenheimer korn (truflun á tengingu járns við hemóglóbín) ásamt basophil stippling (blýeitrun, thalassemia) en þessi fyrirbæri geta hjálpað við greiningu ýmissa sjúkdóma. Sigðfrumublóðleysi og mýrarköldu (malaríu) má einnig greina með blóðstroki í mörgum tilfellum. Rouleaux fyrirbæri er það þegar RBK raðast upp í lengjur líkt og stafli spilapeninga en það getur gerst við milda hækkun próteina í blóði t.d. einstofna prótein (mótefni) í mergæxli (myeloma multiplex) sem er illkynja fjölgun plasmafrumna. Mynd 3 sýnir dæmigert rouleaux fyrirbæri. 2. HVÍT BLÓÐKORN I hefðbundnum blóðhag eru HBK talin og flokkuð í undirflokka (deilitalning, diff) án þess að mannsaugað korni þar nærri. Þessi rannsókn er oft nægileg en oft verður að grípa tii blóðstroks og smásjárskoðunar hliðstætt því sem gildir um RBK og rætt var um hér að ofan og fá þannig nákvæma skoðun á hvítu kornunum og gera deilitalningu (smásjárdiff) og eru niðurstöður hennar oft settar fram sem prósentuhlutfall. Hentugast er að fjalla um hvern undirflokk HBK um sig og nefna þá helstu sjúkdóma sem þar koma við sögu. Þegar rannsóknarniðurstöðurnar eru skoðaðar er meiri áhersla lögð á eiginlegan fjölda HBK frekar en innbyrðis prósentuhlutfall undirflokkanna. Hækkun á HBK kallast leukocytosis og er talað um það ástand ef HBK > 10xl09/L en í slíkum tilfellum er æskilegt að gera deilitalningu til að sjá hvaða undirflokkar eru hækkaðir. Einnig er ráðlegt að smásjárskoða blóðstrok ef um er að ræða fækkun HBK. Mælitækin geta í viss- um tilfellum greint afbrigðilegar frumur t.d. suma blasta og gefa þá frá sér einskonar aðvörunarmerki en í þeim tilfellum þarf einnig að smásjárskoða blóðstrokið. NEUTRÓFÍLAR Neutrófílum má skipta í tvo flokka þ.e. þroskaðar frumur með margskiptum kjarna (segment) og yngri, óþroskaðri frumur með aflöngum, óskiptum kjarna (stafir). Viðmiðunargildi HBK eru mismunandi effir aldri, en hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum eru segment gjarnan um 25-75% af heildarfjölda HBK en stafir 0-15% og heildarfjöldi neutrófíla um 2-7xl09/L. Við sýkingar og ýmsa aðra sjúkdóma fjölgar neutrófílum í blóði (sjá að neðan) og hækkar þá oft prósenta stafa á kostnað annarra frumna og er þá talað um vinstri hneigð en útbreiddur misskilningur er að það tákni fjölgun neu- trófíla almennt, þ.e. vinstri hneigð verður ekki greind nema með smásjárskoðun. Stundum sjást enn óþroskaðri forstig neutrófíla í blóði samfara fjölguninni t.d. prómýelócýtar, mýelócýtar og metamýelócýtar en það nefnist „leukemoid reaction“ og getur sést við svæsn- ar sýkingar, miklar blæðingar og útbreidd krabbamein svo eitthvað sé nefnt og er stundum erfitt að greina á milli þessa ástands og ákveðinna tegunda hvítblæðis. Mynd 4 sýnir hæggengt mergfrumuhvítblæði (chronic myelogenous leukemia, CML) með mikilli fjölgun LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.