Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 15

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 15
Faraldsfræði kransæðasjúkdóms áhætta (relative risk) sem fyrirbyggjandi hjartasjúk- dómafræði hefur ríkulega nýtt sér og er hreint faralds- fræðiiegt hugtak. Tölfræðileg fylgni áhættuþátta og sjúkdómatíðni sannar að sjálfsögðu aldrei orsakasam- band en getur lagt til efnivið í vinnutilgátur um orsaka- samband sem síðan er unnt að prófa með tilraunum eða klíniskum athugunum. Þó hafa ákveðin skilmerki verið sett fram til að meta líkur á orsakasambandi milli áhættuþáttar og sjúkdóms (2). Þá er lagt mat á 1) töl- fræðilegan styrk sambandsins og samkvæmni milli mis- munandi faraldsfræðilegra rannsókna. 2) Samband skammts eða styrks áhættuþáttar og sjúkdóms og hvort tímaröð er rökrétt. 3) Hvort sértækt og sjálfstætt sam- band er milli áhættuþáttar og sjúkdóms og 4) hvort rökrétt samræmi finnst milli faraldsfræðilegra athugana og tilraunavinnu sem lýtur að meinþróun sjúkdómsins. UM HEIMSINS BREIÐU BYGGÐIR Þótt kransæðasjúkdómur hafi verið á undanhaldi á Islandi og víða í Evrópu og N-Ameríku hin síðustu ár er allt annað uppi á teningnum þegar skyggnst er um veröld víða (3,4). Eins og spáð var á áttunda áratugn- um hafa smitsjúkdómar vikið sem helsta dánarorsök nær alls staðar í heiminum nema á Indlandi og hluta Afríku. Við þessum vafasama heiðri hafa tekið ýmsir krónískir sjúkdómar sem lengi hafa skipað þennan sess í velmegunarlöndunum, einkum hjarta- og æðasjúk- dómar. Nú er svo komið að annað hvert dauðsfall í þró- unarlöndunum svokölluðu er af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Margar ástæður liggja til grundvallar: 1. Hæklcandi meðalaldur ásamt lækkandi ung- barnadauða hafa skapað skilyrði fyrir hjarta- og æðasjúkdóma að hasla sér völl og eru talin vega þyngst í þessari þróun. 2. Léleg næring á fyrstu árum ævinnar og jafnvel fyrir fæðingu virðast tengjast auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á ævinni. Bresk- ar og bandarískar rannsóknir benda til að Iág fæðingarþyngd sé áhættuþáttur kransæðasjúk- dóms sextíu árum síðar. 3. Auknum þjóðartekjum í þróunarlöndunum virðist að talsverðu leyti varið í fituríkari mat en heíðbundið mataræði þjóðanna hefur boðið upp á, og í bíla, og sígarettur. Mataræðisbreytingin og minnkuð hreyfing keyrir upp tíðni kransæða- sjúkdóms með ógnarhraða. Að mati WHO munu dauðsföll af völdum reykinga árið 2010 vera um 10 milljónir, þar af um 90% í þróunar- löndunum (hjarta- og æðasjúkdómar, hin ýmsu krabbamein og krónískir lungnasjúkdómar). 4. Innbyrðis margföldunaráhrif hinna ýmsu áhættuþátta munu koma harkalega niður á þró- unarlöndunum, einkum þegar verndandi áhrifa mjög lágs LDL-kólesteróls gætir ekki lengur. Þetta gildir einnig í iðnvæddum Asíulöndum eins og Japan þar sem á síðustu áratugum hefur orðið gríðarleg hæklcun á kólesterólgildum þjóð- arinnar vegna breytinga á mataræði í átt til þess sem tíðkast á Vesturlöndum (5). í kjölfarið hef- ur orðið mikil aukning í nýgengi kransæðasjúk- dóms. 5. Erfðafræðilegar forsendur. Hungur og hörgull fyrri alda kann að hafa valið út einstaklinga með erfðafræðilega hæfni til að safna orkubirgðum (“thrifty génes”). Með iðnvæðingu þriðja heims- ins eru því sérstök erfðafræðileg skilyrði fyrir offitu, sykursýki og háum blóðþrýstingi. 6. Meðal Indverja sem flutt hafa til Vesturlanda er kransæðasjúkdómur tvöfalt til áttfalt algengari en hingað til hefur verið reyndin meðal Indverja í heimahögum. I mörgum þessara landa hefur framtíðin þegar barið að dyrum. I Suður-Kóreu var kransæðasjúkdómur nán- ast óþekktur fyrir 1960. Fræg er samanburðarrannsókn á kransæðum fallinna Bandaríkjamanna og Kóreu- manna úr Kóreustríðinu en hún sýndi verulega æða- kölkun í æðum hinna ungu bandarísku hermanna en kóreanskar æðar voru sléttar eins og í ungbörnum (7). Síðustu áratugina hefur meðalkólesteról hækkað úr 150 mg/dl í um 190 mg/dl meðal Suður-Kóreumanna og tíðni kransæðasjúkdóms vaxið gríðarlega. Er nú svo komið að kransæðasjúkdómur er aðalviðfangsefni hjartalækna þar í landi. Sérstaklega hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun mála í Evrópu síðustu áratugi (3,8). Samtímis því að nýgengi og algengi hinna ýmsu forma kransæðasjúk- dóms hafa farið lækkandi í Vestur-Evrópu hafa þau risið með ógnvekjandi hraða í Austur-Evrópu. Mynd 1 sýnir aldursstaðlaða dánartíðni (allar dánar- orsakir) fyrir karla í hinum ýmsu Evrópulöndum og teygir sig reyndar austur í Asíu. Mynd 2 sýnir það sama LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.