Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 19
Faraldsfræði kransæðasjúkdóms háan aldur. Konur eru því oft ekki með þegar aflað er faraldsfræðilegra upplýsinga um kransæðasjúkdóm eða gerðar eru meðferðarprófanir á þeim sjúkdómi. Það er einn af styrkleikum Hjartaverndarrannsóknarinnar að þátttaka kvenna var mjög góð. Hins vegar tekur lengri tíma að fá marktækar niðurstöður um samband áhættuþátta og afdrifa í kvennahópnum en í karla- hópnum og því liggja ekki fyrir eins tæmandi niður- stöður. I stuttu máli virðast þó sömu áhættuþættirnir vera að verki og hlutfallsleg áhættuaukning sem áhættuþáttunum tengist er svipuð og hjá körlum (10). Hins vegar eru konurnar tiltölulega verndaðar fram yfir tíðahvörf og “absólútt” áhrif hvers áhættuþáttar eru því miklu minni meðal kvenna en karla þótt eðli sjúkdóms og meinþróunar virðist ekki frábrugðið. Þróun sjúkdómsins á Islandi hefur verið svipuð og víða annars staðar á Vesturlöndum, þótt breytingar hafi komið hér heldur síðar og fylgt í humáttina. Þannig reis nýgengi kransæðastíflu hæst um 1970 en hefur síð- an farið lækkandi (9). Þessi lækkun hefur haldist í hendur við hagstæða þróun allra helstu áhættuþátt- anna; lækkaðs meðalkólesteróls, betri greiningar og betri meðferðar háþrýstings og minni reykinga. Mikil- vægt er að árétta að hér er um nýgengistölur að ræða. Sí- fellt fleiri Islendingar ná háum aldri. Sífellt fleiri lifa af kransæðastíflu, eða fá nokkra bót á kransæðasjúkdómi sínum með skurðaðgerð, kransæðavíkkun eða lyfja- meðferð. Þrátt fyrir hagstæða þróun í nýgengi sjúk- dómsins fer því enn um sinn stækkandi sá hópur kransæðasjúklinga sem lifir með sjúkdóminn árum og jafnvel áratugum saman (18). Einnig er mikilvægt að árétta að enn búa alltof margir Islendingar við háa kransæðasjúkdómsáhættu. Eins og fyrr getur byggist þetta fyrst og fremst á tvennu: fituríku mataræði með háu hlutfalli mettaðrar fitu og transfitu og sorglega hárri reykingatíðni. FORVARNARSTARF í FYRSTU EÐA ANNARRI VÍGLÍNU (PRIMARY VERSUS SECONDARY PREVENTION) Ekki þarf að fjölyrða um þá augljósu staðreynd að betra er heilt en vel gróið og árangursríkasta forvarnar- starfið er það sem kemur í veg fyrir sjúkdóminn á hin- um fyrstu stigum. Að sjálfsögðu er þar með ekkert dreg- ið úr mikilvægi þess að beita öllum tiltækum ráðum nú- tíma læknisfræði til að greina og meðhöndla hvern þann sem hefur einhver einkenni kransæðasjúkdóms. Á því sviði hafa orðið gífurlegar framfarir sem hafa gerbreytt horfum kransæðasjúklinga (19). Hins vegar er skyndi- dauði enn fyrsta (og eina) vísbending um kransæðasjúk- dóm í 20% þeirra sem fá kransæðastíflu og dánarlíkur þeirra sem lifa af kransæðaáfall eru margfalt hærri en þeirra sem aldrei hafa orðið fýrir slíku áfalli (20). Árang- ursríkt forvarnarstarf hefur því gífurleg og víðtæk Mynd 5. Samband blóðþrýstings í hlébili og áhættu af heilablóðföllum eða kransæðaáföllum (ref. 13). LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.