Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 35

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 35
Um sémám í Bandaríkjunum viðkomandi prógram hafi verið sett á “probation” eða skilorð. Þetta er gert af ýmsum orsökum, t.d. ef “residentar” eru óánægðir með kennsluna eða utanað- komandi aðilum finnst “residentar” ekki fá þá reynslu sem nauðsynleg er, t.d. ef upp á vantar að þeir fái að gera tilteknar aðgerðir. Ymsar fleiri gagnlegar upplýs- ingar er að fmna í þessum listum. Þar kemur m.a. fram hversu margir sóttu um tiltekið prógram á síðasta ári, hversu margir fengu viðtal, meðaleinkunn “residenta” í USMLE “step” 1 og 2, meðalfjöldi vinnutíma á viku, fjöldi útlendinga í prógraminu (FMG; foreign medical graduate) og fjöldi aðgerða (í kirurgískum greinum) sem “resident” getur búist við að gera meðan á náminu stendur. Gott er að kynna sér þessar upplýsingar til hlítar og með góðum fyrirvara, því þegar kemur að því að sækja um stöður eru þessar upplýsingar ómetanleg- ar. Það er t.d. góð regla að sækja um mis sterk prógröm til að reyna að tryggja að maður komist að. Þetta á helst við um fög sem eru vinsæl meðal innfæddra og því mjög erfitt fyrir útlendinga að komast í (skurðlækning- ar, fæðinga- og kvensjúkdómalælcningar, augnlækning- ar ofl). Prógröm sem eru á skilorði, fengu fáar um- sóknir á síðasta ári og hafa marga útlendinga í sérnámi eru almennt talin veik prógröm og gott er að sækja um á nokkrum þannig stöðum. Það er alltaf möguleiki síð- ar að skipta um stað, t.d. á öðru eða þriðja ári í sérnámi og einnig er gott að gera sér grein fyrir því að stórt og frægt nafn prógrams tryggir ekki að þar fáist betri menntun en annars staðar. Á undanförnum 5 til 6 árum hafa orðið umtalsverð- ar breytingar á fjölda umsækjenda um stöður í sérnámi í Bandaríkjunum. Árið 1991 sóttu 23.156 um þær 22.756 stöður sem í boði voru en 1997 sóttu 35.377 um 22.396 stöður. Þessi fjölgun umsókna er fyrst og fremst vegna aukinnar ásóknar útlendinga í stöður. 1991 sóttu 4.075 útlendingar um stöðu í sérnámi en 1997 voru þeir orðnir 13.811. Þannig hefur fjöldi um- sókna frá útlendingum meira en þrefaldast á 6 árum. Mikil umræða hefur verið í Bandaríkjunum um að tak- marka fjölda útlendinga í sérnámi þar í landi. I grein sem birtist í New England Journal of Medicine í júní 1996 er fjallað ítarlega um þessi mál. Þar kemur m.a. fram að af starfandi læknum í Bandaríkjunum eru 23% útlendingar. Frá 1988 til 1994 hefur fjöldi útlendinga sem komast inn í sérnám í Bandarílcjunum meira en tvöfaldast, frá 2201 til 5891 á ári. Bandarískir læknar hafa mildar áhyggjur af yfirvofandi offramboði á lækn- um og því hefur verið reynt að koma í gegnum þingið ályktun sem myndi takmarka aðgang útlendinga veru- lega. Sú ályktun geklc út frá því að stöður í sérnámi yrðu ekki fleiri en 110% af þeim fjölda lækna sem út- skrifast frá bandarískum læknaskólum ár hvert. Einnig voru uppi áætlanir að hætta að borga fyrir sérnám út- lendinga í Bandaríkjunum. Medicare, sem er almanna- tryggingakerfi fyrir aldraða og fatlaða, borgar nú kennslusjúkrahúsum ákveðna upphæð á ári fyrir hvern lækni í sérnámi. Af þessari upphæð heldur sjúkrahúsið u.þ.b. helmingnum en hinn helmingurinn rennur til læknisins. Engar hömlur eru á því hversu marga lækna hvert sjúkrahús má hafa í sérnámi og því hefur verið nokkuð um það að sjúkrahús hafa verið að fjölga náms- stöðum til þess að fá meiri peninga í kassann. Þessu vilja margir breyta og hefur tillaga þess efnis þegar komið fyrir Bandaríska þingið. Sem betur fer hafa þessar tillögur ekki enn verið samþylcktar og er það ekki síst að þakka Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, sem hefur barist gegn þessum breytingum. Þrýstingur á breytingar eykst þó stöðugt og ekki er ólíklegt að þessar tillögur muni koma til framkvæmda á komandi árum. Nú þegar hefur skilyrðum fyrir inntöku í sér- nám í Bandaríkjunum verið breytt með tilkomu nýs prófs (Clinical Skills Assessment,CSA) sem fjallað verð- ur um hér á eftir. Til að geta sótt um framhaldsnám í Bandaríkjunum þarf að hafa lokið “ameríska prófinu” (USMLE, United States Medical Licensing Examination). Fram til þessa hefur þetta próf samanstaðið af þremur hlutum og eru tveir þeir fyrstu teknir hér á landi en þriðji hlutinn er tekinn eftir að sérnám er hafið, venjulega eftir fyrsta árið í sérnámi. Nauðsynlegt er að ná öllum þessum prófum til að fá lækningaleyfi í Bandaríkjunum. Einnig þarf að ljúka enskuprófi. Sú breyting hefur nú orðið að frá og með fyrsta júlí 1998 þarf einnig að taka klínískt próf (Clinical Skills Assessment,CSA) sem ein- ungis er hægt að taka í Bandaríkjunum. Til að fá upp- lýsingar um USMLE prófið er best að hringja í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna (s. 562 1021) og biðja um að fá sendan bækling heim. Einnig er hægt að skoða heimasíðu ECFMG (Educational Commission for For- eign Medical Graduates) á internetinu (sjá aftar). Hafa verður á þessu góðan fyrirvara því umsóknarfrestur fyr- ir prófin rennur út u.þ.b. 3 mánuðum áður en prófin LÆKNANEMINN • l.tbl. 1998, 51. árg. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.