Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 36
Jón ívar Einarsson eru haldin og nokkurn tíma þarf til að ganga frá um- sókninni. Það kostar um 70.000 kr. ($ 990) að raka step 1, step 2 og enskuprófið. Step 1 og 2 eru haldið tvisvar á ári, step 1 yfirleytt í júní og október og step 2 í mars og ágúsr. Enskuprófið er tekið með step 2. Al- mennt má segja að step 1 sé úr fyrstu 3 árunum í læknadeild og step 2 úr seinni 3 árunum. Step 1 hefur þó fengið á sig meiri klínískan blæ á undanförnum árum og hefur það því reynst flestum vel að taka step 1 eftir að nokkurri klínískri reynslu hefur verið aflað, t.d eftir fjórða eða fimmta ár. Gort er að gera ráð fyrir 3ja til 4ja vikna lestri fyrir step 1 og greinarhöfundur mæl- ir með því að kaupa sem fyrst bókina “First aid for the USMLE step 1” sem fáanleg er í Bóksölu Stúdenta. Þessi bók er skrifuð af læknanemum og eru í henni góðar samantektir úr helstu próffögunum og einnig einkunnagjöf fyrir þann fjölda bóka sem gefnar eru út til undirbúnings fyrir prófið. Ekki er nauðsynlegt að viðhafa svo mikinn undirbúning fyrir step 2 en gott er að rifja upp hluti úr fögum sem hvað mest hefur snjó- að yfir í gegnum árin. Enskuprófið er frekar létt og þarfnast eltki undirbúnings. Step 1 og step 2 renna út eftir 7 ár en enskuprófið rennur út eftir 2 ár, þannig að ef lengri tími líður frá því að prófið er tekið þar til far- ið er utan þarf að þreyta prófið á nýjan leik. Hið nýja próf (Clinical Skill Assessment) samanstendur af 10 stöðluðum sjúklingum (Standard patients; SP) sem eru sérstaklega þjálfaðir til þessa verkefnis. Próftaki hefur 15 mínútur til þess að fá fram sögu og skoða sjúlding og síðan 7 mínútur til að gera stutta skýrslu um sögu, skoðun og helstu niðurstöður. Tilfellin eru úr lyflækn- isfræði, skurðlækningum, fæðinga og kvensjúkdóma- fræði, barnalæknisfræði, geðlæknisfræði og heimilis- lækningum. Prófið tekur u.þ.b. 5 klst. Til að geta tek- ið prófið þarf viðkomandi að hafa náð step 1, step 2 og enskuprófinu. Prófið verður hægt að taka allt árið um kring og er einkunn gefin sem staðið/fallið. Gert er ráð fyrir að það muni kosta $1200 að taka CSA (fyrir utan þann kostnað sem hlýst af förinni vestur). Stöður í sérnámi í Bandaríkjunum hefjast venjulega um mánaðamótin júní/júlí. Til að geta sótt um stöðu er nauðsynlegt að hafa náð step 1 og að vera búinn að taka step 2 og enskuprófið. Síðasta tækifæri til að taka step 1 er því í júni ári áður en haldið er í sérnám og step 2 er í síðasta lagi hægt að taka í lok ágúst. Það er því nauðsynlegt að hafa tímann fyrir sér. Gott er að skrifa til þeirra staða sem áhugi er fyrir í júli ári áður en áætl- að er að halda utan og biðja um upplýsingabækling og umsóknareyðublöð. Þessar upplýsingar er í auknum mæli hægt að nálgast á netinu og eru sum prógröm hætt að gefa út bæklinga og benda eingöngu á netið til upplýsingaöflunnar. Listi yfir þau prógröm sem í boði eru á að vera til á Bókasafni Landspítalans (Graduate Medical Education Directory) en einnig er hægt að nálgast þessar upplýsingar á netinu (FREIDA-online, sjá aftar). Einnig eru gefnir út ítarlegri listar innan hverrar sérgreinar fyrir sig. Umsóknarfrestur rennur yfirleytt út í lok október en það er þó misjafnt eftir sér- greinum. Með umsókninni þarf að fylgja Curriculum Vitae, 3 meðmælabréf, Dean's letter (undirritað af for- seta læknadeildar) og personal statement. Curriculum Vitae á að vera gagnorð lýsing á því helsta sem umsækj- andi hefur afrekað og er best að týna sem flest til (ekki vera hógvær, jafnvel þó hógværð sé dyggð !). Þar koma fram hlutir eins og prófgráður, einkunnir (ef góðar eru !), rannsóknarvinna, greinaskrif, félagsstörf, starfs- reynsla, áunnir styrkir o.fl. 1 personal statement kem- ur m.a. fram ástæður fyrir vali á sérgrein, hvað umsækj- andi hafi helst unnið sér til ágætis, fjölskylduhagir, áhugamál og framtíðarplön. Góð regla er að hafa per- sonal statement ekki lengri en eina blaðsíðu. Með- mælabréfin mega vel vera fleiri en þrjú en gott er að hafa í huga að slæmt bréf segir prógramstjórum mun meira en gott bréf. Það er því mikilvægt að velja vel þá sem skrifa meðmælabréfin og helst spyrja þá fyrirfram hvort þeir geti með góðri samvisku skrifað gott bréf. Dean’s letter biður maður um á Skrifstofu Læknadeild- ar (s. 525-4881). Þar koma fram upplýsingar um námsferil, einkunnir og stöðu í bekk í samanburði við samstúdenta. Á læknanemaárunum heyrði maður því stundum fleygt að einkunnir úr Háskóla Islands og USMLE prófunum skiptu ekki máli þegar kæmi að umsókn um sérnám. Það er reynsla undirritaðs að þetta er alrangt. Sum prógröm setja sínar eigin lág- markskröfur varðandi einkunn úr USMLE sem þeir telja viðunandi og ef umsækjandi hefur staðið sig vel í námi hérlendis er tekið eftir því (sérstaklega ef umsækj- andi er meðal þeirra efstu í sínum bekk). Það má þó segja að mikilvægasti þáttur umsóknarinnar séu með- mælabréfin. Best er ef þau eru skrifuð af innfæddum en næst best ef þau eru skrifuð af einhverjum sem inn- fæddir þekkja. Ef læknanemar hafa mikinn áhuga á að fara til Bandaríkjanna í sérnám er mjög sterkur leikur að reyna að komast að í einn mánuð í s.k. “student el- 34 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.