Læknaneminn - 01.04.1998, Side 38

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 38
Jón ívar Einarsson lýsingunum er síðan miðlað til þeirra prógrama sem merkt var við í gegnum internetið. Umsækjandi fær svo senda staðfestingu í gegnum netið í hvert sinn sem prógram hleður inn upplýsingum af hans diski. Sam- skipti við prógrömin fara síðan að mestu fram í gegn- um internetið. Höfundur hefur nýtt sér þetta kerfi og í heildina má segja að það komi vel út, þetta einfaldar hlutina íyrir báða aðila og minnkar allt “pappírsvesen”. Tilgangur allrar þessarar fyrirhafnar sem áður er lýst er að komast að í viðtal. Ef umsækjandi ætlar að eiga einhverja von til þess að komast inn í prógram verður hann að hafa farið í viðtal á þeim stað. Ekki er öllum umsækjendum boðið í viðtal. Það fer eftir styrk um- sóknarinnar hvort umsækjandi teljist líklegur til að standast þær kröfur sem gerðar eru til hans. Viðtöl eru venjulega haldin á tímabilinu nóvember til janúar ár hvert. Þeir sem sækja um stöður í prógrömum þar sem ríkir mikil samkeppni um stöður er ráðlegast að fara í nánast öll þau viðtöl sem þeim er boðið í (ef þau eru þá einhver !). Ef tiltölulega auðvelt er að komast í við- komandi sérgrein er sennilega nóg að fara í 3-5 viðtöl svo tryggt sé að viðkomandi fái inngöngu. Viðtölin taka yfirleytt heilan dag og samanstendur viðtalsdagur af kynnisferðum um spítalasvæðið, spjalli við lækna í sérnámi og formlegu viðtali við sérfræðinga prógrams- ins. Þessi viðtalsdagur er ekki aðeins mikilvægur til að kynna sjálfan sig heldur er hlutverk hans ekki síður að gera umsækjanda kleyft að átta sig á prógraminu og því samfélagi sem ætlunin er að búa í næstu árin. Mikið er lagt upp úr að undirbúningur umsækjanda sé góður íyrir viðtölin, því þó ekki sé spurt faglegra spurninga eru oft lagðar erfiðar spurningar íyrir umsækjendur um þá sjálfa, s.s. Hverjir eru þínir helstu gallar ?, Hvað get- ur þú lagt af mörkum í okkar prógrami ? Hvaða tilfelli hefur haft mest áhrif á þig sem lækni ? o.s.frv. Gott er að fara yfir lista af helstu spurningum sem lagðar eru fyrir umsækjendur áður en haldið er í viðtölin svo svör- in verði skipulögð og ákveðin. Lesið “First aid for the Match” til að leita frekari upplýsinga. Hvort sem sótt er um stöðu í gegnum hefðbundn- ar leiðir eða ERAS er nauðsynlegt að skrá sig í “Matching” kerfið (National Resident Matching Program, NRMP). Hægt er að hringja eða skrifa til NRMP og biðja um að fá senda “Handbook for inde- pendent applicants”. I þessari handbók er að finna um- sóknareyðublað sem er fyllt út og síðan sent til NRMP. Umsóknarfrestur rennur út í lok október. “Matching” Hetjuímynd íslenskra læknanema? kerfið er í stuttu máli þannig að eftir að viðtölum er lokið raða prógröm umsækjendum niður á lista eftir því hverja þeir sækjast mest eftir að fá til sín. Umsækj- endur raða líka niður á lista þeim prógrömmum sem þeir vilja helst komast í. Þessir listar eru síðan tölvu- keyrðir þannig að sem flestir verði ánægðir. Mikilvægt er að umsækjendur raði prógrömurn niður eftir því hvert þá langar helst til að fara en ekki eftir því hvar þeir telja líklegast að þeir komist inn. “Matching” kerf- ið virkar nefnilega þannig að ef fleiri en eitt prógram vilja umsækjanda kemst hann inn í það prógram sem hann setti ofar á sinn lista. Þannig er reynt að tryggja að menn komist á þá staði sem eru eftirsóknarverðast- ir. Um miðjan mars rennur svo upp “Match-day” en þá er birt í dagblaðinu USA Today og á internetinu hverjir voru teknir inn. Daginn eftir fást svo upplýs- ingar hvar viðkomandi mun eyða næstu árum ævi sinn- ar, en gott er að hafa í huga að niðurstöður úr “Matching” eru bindandi og því eins gott að setja að- eins á listann sinn prógröm sem áhugi er fyrir að kom- ast í. Ef umsækjandi kemst hvergi að er hægt að reyna að komast inn í prógröm sem fylltu ekki, þ.e. fengu ekki nægilega marga góða umsækjendur. Það er hins vegar vont að treysta á þá von, sérstaklega í fögum þar sem mikil samkeppni ríkir um stöður, en þessi prógröm fyllast nær öll í “Matching”. Nokkrar sérgreinar hafa sín eigin “Matching” kerfi sem nauðsynlegt er að skrá sig í sérstaklega. Má þar nefna Húð og kyn, Neurolog- ia, Neurokirurgia, Augnlækningar, HNE og Urologia. 36 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.