Læknaneminn - 01.04.1998, Side 39
Lista yfir þessi kerfi er m.a. að finna á bls.2 í “First aid
for the Match”.
Þegar búið er að tryggja sér stöðu í prógrami er skrif-
að undir ráðningarsamning og byrjað að skipuleggja
það mikla fyrirtæki sem búferlaflutningar milli heims-
álfa eru. Utiendingar í sérnámi í Bandaríkjunum fara
venjulega inn á J-1 visa sem er tímabundið atvinnuleyfi
í Bandaríkjunum. Þegar sérnámi er lokið rennur at-
vinnuleyfið út og viðkomandi þarf að fara af landi
brott, en má sækja um fast dvalar- og atvinnuleyfi að 2
árum liðnum. Margir komast þó í kringum þetta og þá
helst ef sjúkrahúsið sem þeir starfa á meta starfskrafta
viðkomandi sérfræðings ómetanlega fyrir sjúkrahúsið,
en einnig er hægt að semja um að vinna á afskekktum
(og óvinsælum) stað í 2-4 ár til þess að fá varanlegt at-
vinnuleyfi. Líldegt er að erfiðara reynist fyrir útlend-
inga að komast bakdyramegin inn í kerfið á þennan
hátt á næstu árum þar sem mikil umræða er í Banda-
ríkjunum um offjölgun lækna þar í landi og þann þátt
sem útlendingar eiga í þeirri fjölgun. Laun í sérnámi í
Bandaríkjunum fara ekki eftir hversu mikið er unnið,
borguð eru föst árslaun (kallað “stipend” eða styrkur á
íslensku). Arslaun á fyrsta ári eru u.þ.b. $ 30000, sem
gerir um 120-130 þúsund ltrónur útborgað á mánuði.
Þessi upphæð hækkar nokkuð þegar líða tekur á námið
og á fjórða ári eru árslaunin um $38-40000. Sums
staðar er “moonlighting” leyft, þ.e. að vinna annars
staðar með náminu og eru þá oft ágætis laun í boði.
Einnig er boðið upp á styrk til bókakaupa og náms-
ferða. Þar sem húsaleiga er dýr eins og í New York City
(lítil hola á 100.000 kr á mánuði - kakkalakkar inni-
faldir) er hægt að fá niðurgreitt húsnæði á vegum
sjúkrahússins. Þessi laun bjóða ekki upp á neitt lúxuslíf
en þegar haft er í huga að mun ódýrara er að lifa víðast
hvar í Bandaríkjunum en á Islandi eru þessi kjör alveg
viðunandi.
Eins og kemur fram í þessari grein er talverð fyr-
irhöfn í því fólgin að sækja um sérnám í Bandaríkjun-
um. Það er hins vegar reynsla höfundar að kerfið vinn-
ur vel og er skilvirkt. Mjög mikilvægt er að gefa sér
góðan tíma og hefja undirbúning snemma. I viðauka
1 eru settar upp mikilvægar tímasetningar ef ætlunin er
að hefja sérnám í Bandaríkjunum 1999. I viðauka 2
eru helstu heimilisföng og netföng sem nauðsynleg eru
í undirbúningsferlinu. Þó að ýmsar blikur séu á lofti
varðandi sérnám útlendinga í Bandaríkjunum eru þau
Um sérnám í Bandaríkjunum
enn opin og því er sjálfsagt að láta á það reyna hvort
hægt sé að komast að ef áhugi er fyrir hendi. Það er
mjög mikilvægt fyrir íslenska lækna og íslenska heil-
brigðiskerfið að menntun í Bandaríkjunum standi
þeim opin því með því er tryggð sú fjölbreytni í mennt-
un lækna sem einkennir heilbrigðiskerfið á Islandi og er
þess helsti kostur.
Að gefnu tilefni vill höfundur taka eftirfarandi fram.
Þegar búið er að tryggja sér stöðu í Bandaríkjunum er
mjög mikilvægt að öll pappírsvinna gangi fljótt og vel
fyrir sig. Þeir sem teknir eru inn fá send til sín ýmis
eyðublöð, s.s. „house staff application“ umsókn um
leyfi til að starfa í viðkomandi fylki, umsókn um trygg-
ingar o.s.frv. Þetta þarf allt að fylla samviskusamlega út
og senda strax út aftur. Einnig þarf að senda ýmis skjöl
út svo sem Curriculum Vitae, afrit af einkunnum úr
USMLE, afrit af ECFMG skírteininu, frumrit einkunna
frá H.í. og yfirlýsingu frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu um að þörf sé fyrir lækna í viðkom-
andi sérgrein á Islandi og að læknirinn ætli að snúa
heim að námi loknu. Oll skjöl þurfa að vera stimpluð
að sýslumanni (notarius puplicum). Þegar prógramið
hefur fengið öll þessi gögn getur það gefið út „official
contract letter“ og tekur 2 til 3 vikur að útbúa það.
Þetta bréf er sent til umsækjanda til undirritunar. Síðan
verður að senda það aftur út til prógramsins sem sendir
afrit til ECFMG sent gefur út skjal sem heitir IAP-66.
ECFMG gefur sér 4 til 6 vikur að útbúa þetta eyðublað
! Það er síðan sent til prógramsins sem sendir það loks
til umsækjenda. Hann þarf að fara með IAP-66
eyðublaðið í Bandaríska sendiráðið sem sér um að gefa
út J-1 vegabréfsáritun. Það getur tekið eina viku. Að
framansögðu er ljóst að ef þessi samskipti ættu að eiga
sér stað með venjulegum póstflutningum þá gengi
dærnið einfaldlega ekki upp því póstsendingar milli
Islands og Bandaríkjanna taka 2 til 3 vikur að komast á
áfangastað. Það er því nauðsynlegt að senda öll skjöl
með hraðpósti og biðja prógramið um að gera slíkt hið
sama. Einnig er gott að hringja út og staðfesta að öll
gögnin hafi komið og að þau séu rétt stimpluð o.s.frv.
Skrifræðið í Bandaríkjunum er mjög stíft og ósveigjan-
legt og ekki er ráðlegt að reyna að stytta sér leið á neinn
hátt. Ef að gætt er að því að fylla öll eyðublöð
samviskulega út og senda allt frá sér án tafar ætti dæmið
þó að ganga upp.
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
37