Læknaneminn - 01.04.1998, Side 42
Hægðatregða
meðal aldraðra
Björn Einarsson
INNGANGUR
Hægðatregða er eitt af algengustu vandamálum eil-
innar og eykst fjöldi þeirra sem lýsa hægðatregðu með
hækkandi aldri. Notkun hægðalyfja er mikil í þjóðfél-
aginu og eykst hún einnig með hækkandi aldri. Um 30
% þeirra, sem eru 60 ára og eldri, nota hægðalyf reglu-
lega (1) og enn fleiri búi þeir á stofnunum. Læknar og
leikmenn skilgreina hægðatregðu á mismunandi hátt.
Margir leikmenn líta svo á að þeir hafi hægðatregðu
fyigi hægðalosuninni áreynsla, jafnvel þó þeir losi
hægðir daglega. Læknar líta hinsvegar til tíðni hægða
og hvort þær séu harðar. Þær fáu samanburðarrann-
sóknir sem til eru á kvörtunum leikmannanna annars
vegar og mælingum á ristilhreyfmgum hins vegar, hafa
ekki sýnt mun milli aldurshópa. Því hafa margir dreg-
ið þá ályktun að ekki sé samband milli hægðatregðu og
aldurs. Hins vegar segja 35 % karla og 21 % kvenna að
hægðir þeirra hafi orðið tregari með aldrinum (11).
Eðlilegar hægðavenjur geta talist hægðalosun allt frá
þrisvar á dag tii þrisvar í viku. Meirihlutinn (70 %) los-
ar þó hægðir daglega. Eleki er þó hægt að horfa einung-
is til tíðni hægða og rannsaka alla, sem segjast losa
hægðir sjaldnar en þrisvar í viku. Hægðalosun jafnvel
aðeins einu sinni í viku er viðunandi ef engin óþægindi
eru því samfara. Skilgreining hægðatregðu byggist því á
tíðni hægðalosunar, hægðatregðunni og óþægindum
samfara hægðalosun (12).
RISTILL MEÐAL FRÍSKRA OG SJÚKRA
I heilbrigðum ristli losar botnristillinn (cecum) sig
við hluta af innihaldi sínu þrisvar til fjórum sinnum á
dag. Með kröftugum þarmahreyfmgum færist inni-
haldið yfir í endaþarm (rectum). Þensia í endaþarmi
veldur þá taugaboði til mænu, sem kemur af stað
hægðalosun með taugaviðbragði, sem er samhæfð bæði
viljastýrðum og sjáifráðum vöðvahópum. I heilaberki
(cortex cerebri) er viljastýrð stjórnstöð sem getur haml-
að hægðalosuninni þar til ristillinn er fullur. Enda-
þarmurinn er þó oftast tómur milli hægðalosunar við
eðlilegar aðstæður (3). Þessi stjórnun er fyllilega sam-
bærileg við stjórnun þvagblöðrunnar (2). Einnig er til
staðar hormonelt stýrð örvun á ristilhreyfmgum (peri-
staitic), þannig að neysla fæðu örvar þær. Ristilhreyf-
ingar verða eicki hægari með hækkandi aldri meðai
frískra. Hins vegar er fæða lengur á leiðinni gegnum
þarmanna meðal þeirra sem eru sjúkir eða dveljast á
stofnunum og hafa hægðatregðu (9,10).
I smásjárskoðun á ristlinum sjást ýmsar breytingar
meðal heilbrigðra aldraðra (rýrnun á slímhúð og kirti-
um, frumuíferð, aukningu í vöðvalagi og bandvef) og
sjúklegar breytingar á ristlinum eru algengari meðal
aldraðra, svo sem æðakölkun og ristilpokar (diver-
iculosis).
Hægðatregða er því elcki eðiilegt aldurstengt ástand
heldur verða að teljast sjúklegt, tengt neysiuvenjum og
sjúkdómum.
Höfundur er öldrunarlœknir
á Landakoti - SHR
40
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.