Læknaneminn - 01.04.1998, Page 51
Lífeðlisfræði rannsóknir á meltingarvegi.
oPEn
PEnFusion
ponrs
IIYIHKiHAPH
ntconnEn
Mynd 2. Þrýstingsmælitæki. Stöðugt vatnsflæði
er í gegnum slönguna. Þrýstingsnemar í kerfinu
skynja breytingar á bakþrýstingi sem leiðir til
útslags á mælitæki.
ins byggist upp á tveimur eiginleikum. Það er stöðugt
flæði á vökva í gegnum meltingarveginn. Vökvinn
berst inn í meltingarveginn sem vökvi sem við drekk-
um, munnvatn sem við framleiðum og vökvi sem seytl-
ar úr slímhúðinni í mismiklu magni eftir því hvaða
hluti meltingar er í gangi. Einnig er stöðugt framleitt
slím úr slímhúðarkirtlum. Vökvinn flæðir niður melt-
ingarveginn undan þyngdarafli en það sem drífur inni-
hald þarmsins áfram eru taktfastar vöðvahreyfingar í
meltingarveginum (peristalsis) sem ýta innihaldinu
áfram.
Vöðvahreyfingar meltingarvegarins (peristalsis) byrja
þegar fæða í þarminum veldur þenslu sem þá leiðir til
vöðvasamdráttar ofan við þarmainnihaldið og vöðva-
slökunar neðan við (mynd 1 ). Þessum vöðvahreyfing-
um er stjórnað af taugakerfi meltingarvegarins, plexus
myentericum, sem Iiggur milli hringvöðva og lang-
vöðvalagsins í þarmaveggnum.
Meltingarveginum er síðan skipt upp í fjögur megin-
hólf, vélinda, maga, smáþarma og ristil en auk þess til-
heyra honum þrjú önnur líffæri sem eru nátengd melt-
ingunni þ.e. gallblaðra, lifur og bris. Það sem aðgreinir
þessi líffæri eru svokallaðir hringvöðvar (sphincters) en
Mynd 3. Myndin sýnir þrýstingsbreytingar í vél-
indabol við þrýstingsmælingu sem er gerð sam-
tímis vídeómyndatöku af baríum kyngingu.
Vöðvasamdráttur kemur fram sem þrýstings-
útslag ofan við baríum súluna þegar hún fer
framhjá hverjum stað.
þessir hringvöðvar eru með stöðugum þanþrýstingi svo
að þessir vöðvar eru stöðugt samandregnir nema þegar
slökun verður í hringvöðvanum en þá flæðir innihald
milli hólfa.
Lífeðlisfræðirannsóknir á meltingarvegi eru hvað ná-
kvæmastar í að mæla hreyfingar meltingarvegar (vöðva-
samdrátt/vöðvaslökun) í holu líffæri og til að mæla
hringvöðva þanþrýsting t.d. í efri og neðri hringvöðva
í vélinda og ytri og innri hringvöðva í endaþarmi. Til
að mæla þessar vöðvahreyfingar eru gerðar þrýstings-
mælingar eða manometría og er sú tækni mjög vel þró-
uð. Flæðismælingar í meltingarvegi eru hinsvegar mun
erfiðari en helst eru notaðar ísótóparannsóknir til þess
að mæla tæmingarhraða vélinda og maga og flæðis-
hraða í smáþörmum og ristli. Hefðbundnar skugga-
efniskannanir eru nauðsynlegar til að útiloka þrengsli
eða lokun í t.d. smáþarmi en þær eru mjög ónákvæm-
ar sem flæðismælingar.
A seinni árum hafa komið til svokölluð öndunarpróf
(breath test) þar sem ýmist er notað H2 eða 04 merkt
efni til þess að mæla t.d. magatæmingu og flæðið í
gegnum smáþarma.
Lífeðlisfræðirannsóknir á meltingarvegi hafa náð
verulegri útbreiðslu bæði í vísindarannsóknum og í
klínískri vinnu en þessar rannsóknir eru á margan hátt
ófullkomnar t.d. bera þær yfirleitt ekki saman flæði og
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
49