Læknaneminn - 01.04.1998, Page 66

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 66
Kjartan Örvar Normal subject • Anal sphincter zone shown by region of resting pressure generated by internal anal sphincter muscle 20 cm H20[ Region of resting pressure l \vy^ VoIl pres 111 nta sur l ry squeeze es Rectum Internal anal sphincter External anal sphincter Patient with neurogenic anorectal incontinence • Less well-marked zone of resting Pressure 20 cm H2o[ —Poor squeeze pressure Mynd 17. Endaþarmsþrýstingsmæling. Á efri hluta myndarinnar má sjá eðlilega endaþarmsþrýstingsmælingu. Grunnþrýstingur er innri hringvöðvaþrýstingur en kreistiþrýstingur mælir ytri hring- vöðvaþrýsting. Á neðri hluta myndarinnar má sjá samsvarandi mælingu í sjúklingi með hægðaleka af völdum taugaskaða. að mæla lífeðlisfræði ristils eru þrýstinsmælingar, ísótóparannsóknir og flæðismæling með röntgenþétt- um hringjum (transit). 1. Þrýstingsmœlingar: Þrýstingsmælingar eru framkvæmdar á þann hátt að slöngu er komið fyrir inni í ristli venjulega með aðstoð ristilspeglunartækis. Ef rannsaka á hreyfingar í öllum ristlinum þarf að gefa hreinsun áður, venjulega með Golitely. Oftar er þó reynt að gera einungis mælingu í sigmahluta ristils og þá er venjulega látið nægja að gefa Microlax hreinsun áður. Viðkomandi er venjulega rannsakaður fastandi til að byrja með og síðan er hann látinn borða staðlaða máltíð og er þá reynt að sjá hvort að vöðvahreyfingar í ristli aukast eins og búast má við. Almennt hafa þessar þrýstingsmælingar lítið klínískt notagildi eins og áður er sagt og verður þeim ekki lýst frekar. 2. Isótóparannsóknir í ristli: ísótóparannsóknir mæla ágætlega flæðishraðann gegnum ristil alveg eins og í smáþarmi. Ókosturinn við þessar rannsóknir er sá að þær eru bæði dýrar og tíma- frekar og ekki er hægt að framkvæma þær í ófrískum konum eða börnum og ekki hægt að endurtaka þær oft á sama ein- staklingi. 3. Flœðismœling (Transit rann- sókn): Þetta er afskaplega einföld rann- sóknaraðferð þar sem hefðbundn- ar röntgenrannsóknir eru notaðar. Þarna er byrjað á því að gefa við- komandi hylki sem innihalda 20- 22 hringi og er gefið 1 hylki þrjá daga í röð, á degi 1, 2 og 3. Á 5. degi er síðan tekin yfirlitsmynd eins og sést á mynd ( 15 ) og aftur á degi 7. Á yfirlitsmyndinni er svæði ristils skipt í þrjú svæði, hægri hluti risdls, vinstri hluti ristils og rectosigmoid svæðið. Hringirnir eru taldir á hverju svæði og samanlagður fjöldi er síð- an margfaldaður með ákeðnum stuðli og fæst þá út heildarflæðistími. Þessi rannsókn- araferð hefur verið stöðluð í stórum rannsóknum og er afskaplega einföld í notkun og er tiltölulega ódýr. Aðalnotagildi þessarar rannsóknar er að staðfesta hægt flæði gegnum ristil við lamaðan ristil eða colon inertia sem veldur langvarandi svæsinni hægðatregðu sem oft endar með því að gert er brottnám á ristli þar sem 95% af ristli er tekið í burtu. Áður en farið er út í slíka aðgerð er nauðsynlegt að útiloka króniska pseudoobstruction eins og áður hefur verið sagt frá. LÍFEÐLISFRÆÐIRANNSÓKIMIR Á ENDAÞARMI Endaþarmur eða anorectum er það svæði sem nær frá linea dentatum og um það bil 15 cm inn í ristilinn. Undir eðlilegum kringumstæðum á endaþarmur að vera tómur nema rétt fyrir hægðalosun. Rannsóknir á lífeðlisfræði endaþarms hafa verið fram- lcvæmdar í marga áratugi en nú á síðustu 10-20 árum hafa þessar rannsóknir leitt til aðferða sem hafa mikið kliniskt notagildi við meðferð sjúklinga með annað hvort hægðatregðu eða hægðaleka og eins til þess að hjálpa sjúk- lingum sem hafa verki eða önnur óþægindi í endaþarmi. 64 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.