Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Side 69

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 69
Mynd 21. Ómskoðun af endaþarmi sem sýnir rof á innri hringvöðva í sjúklingi eftir útvíkkun á endaþarmi vegna endaþarmsfleyðurs. Svipaðar breytingar er hægt að sýna fram á í sjúklingum með skaða á ytri hringvöðva. inniheldur 50-150 ml. af lofti. Ef viðkomandi hefur kvartað yfir hægðaleka er gert svokallað “lekapróf” þar sem kannað er hversu miklu rúmmáli af vatni hann getur haldið án þess að leka. Þetta er tímafrek rannsókn en eins og áður segir sak- laus og gefur mjög miklvægar upplýsingar um lífeðlis- fræði endaþarmsins. Upplýsingarnar eru ekki bara nýt- anlegar til þess að greina sjúkdóma heldur má einnig nota þær í þjálfun þessara einstaklinga bæði við hægða- tregðu vegna anismus eða pelvic floor dyssynergíu og eins hjá sjúklingum með hægðaleka (mynd 20). TAUGALEIÐNIPRÓF Taugaleiðnipróf mælir starfsemi n. pudendalis sem stýrir starfsemi hringvöðvanna og puborectalis vöðv- ans. Hér er mældur tíminn frá því að taugin er ert inni í endaþarmi og þar til ytri hringvöðvi dregst saman. Þessi biðtími (latency) lengist ef taugin er skemmd. Taugaleiðnipróf er notað í tengslum við mat á hægða- leka m.t.t. aðgerðar þar sem árangur af aðgerð á hring- vöðva er lélegur ef biðtíminn er mjög lengdur. slangan er þar sem grunnþrýstingurinn er hæstur er lítil blaðra á enda slöngunnar sem liggur innar í endaþarm- inum blásin út og er þannig líkt eftir því þegar hægð- ir ganga niður. Við það myndast taugaviðbragð sem á að leiða til slökunar í innri hringvöðva og er þetta nefnt anorectal inhibitory reflex (mynd 18). Ef þetta við- bragð fæst ekki fram bendir það til truflunar í tauga- kerfi þarmsins og þarf að útiloka Hirschsprung’s sjúk- dóm í börnum eða megarectum í mjög fullorðnu fólki (mynd 19). Þegar búið er að mæla hringvöðvaþrýsting- inn er tilfinningin mæld í endaþarminum með því að blása upp blöðru. Síðan er viðkomandi beðinn um að reyna að losa sig við blöðruna og sést þá hvort að þrýst- ingur í hringvöðva lækkar eins og eðlilegt er eða hækk- ar eins og sést við anismus eða „pelvic floor dyssynerg- íu“. Við anismus kemur fram samdráttur í hringvöðva- kerfinu og puborectalis vöðvanum í stað slökunar þeg- ar viðkomandi reynir að losna við hægðir og leiðir þannig til ófullkominnar hægðalosunar eða útrásar- hindrunar. Þegar búið er að mæla þessi atriði er venju- lega skilin eftir blaðra í endaþarmi og viðkomandi sest á setklósett og er síðan látinn losa sig við blöðru sem ÓMSKOÐUN Á ENDAÞARMI Omskoðun á endaþarmi er mjög góð líffærafræðileg (anatómísk) skoðun á bæði innri og ytri hringvöðva (mynd 21). Rannsóknin er mjög hjálpleg fyrir hugsan- lega aðgerð vegna hægðaleka til að ákveða nákvæmlega hvar vöðvinn er skemmdur. RÖNTGENMYNDATAKA AF HÆGÐALOSUN (DEFECOGRAFÍA) Röntgenmyndataka af hægðalosun er mjög mikilvæg rannsókn sem er notuð með niðurstöðum úr þrýstings- mælingum. Það sem hægt er að greina með röntgen- myndatöku er innri endaþarmsskrið (intussusceptio), endaþarmssig, bæði fremra og aftara rectocele, entero- cele og svo anismus. Röntgenmyndatakan er þannig bæði líffærafræðileg greining þar sem að hægt er að greina líffærasig og skrið á slímhúð en einnig er þetta lífeðlisfræðileg mæling þar sem að tæmingarhraði, ágæti tæmingarinnar og óeðli- LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.