Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Side 75

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 75
Martröð ekkjunnar Sybil Jonsson Tage Danielson þýðing Hjalti Már Björnsson Stundarfjórðungi eftir miðnætti á laugardags- kvöldi hringdi síminn hjá lækni ekkjunnar Sybil Jonsson. I símanum var ekkjan Sybil Jonsson. - Eg græt hysterískt! grét hún hysterískt. Læknir- inn verður að koma! Eg fékk svo hræðilega martröð læknir! - Mætti ég biðja ekkjuna að reyna að róa sig niður. Draumar eru ekki raunverulegir, og reyndar er ég með nokkra kollega mína hér heima þannig að ég get ekki... - Læknirinn verður að koma! Ég er dauðskelkuð, læknir! Ég er viti mínu fjær! Allur líkaminn titrar! Tennurnar glamra, þrátt fyrir að ég hafi lagt þær í glasið! - Jæja þá, andvarpaði læknirinn. Ef ekkjan sér um að portið sé opið þá verð ég víst að koma. Og á með- an ekkjan bíður mætti hún banka aðeins létt á hnén með gúmmíhamri þannig að við þurfum ekki að eyða tíma í það. Læknir ekkjunnar Sybii Jonsson gelck fram í stofuna þar sem dauft, grænt ljós lýsti á kollega hans. - Því miður strákar, ég þarf að skreppa aðeins. - Neei, þvílík synd, sagði Clarence Crafoord lækn- ir. Einmitt þegar við vorum næstum því búnir að ná sambandi við Emanuel Swedeborg. Þvílík synd. - Andaglasið geklc í það minnsta vel, sagði Erik Ask-Upmark læknir. Óvenjulega líflegt andaglas. Vertu snöggur aftur þannig að við náum að kasta kveðju á Goethe og Göring áður en við förum heim. Gaurarnir í G em vakandi í lcvöld. I feel it in my bones. Læknir eklcjunnar Sybil Jonsson andvarpaði. Ekkjan Sybil Jonsson hafði skilið eftir rifu á port- dyrunum með aðstoð kassa af Rauða Lakkinu sem Jonsson hafði skilið eftir sig. - Læknirinn verður að flýta sér! Ég er næstum komin að því að brotna saman! - Saman brotnar maður eklci svo létt, elckja, kallaði læknirinn tilbaka um leið og hann steig inn í lyftuna. Ef það er eitthvað sem er sérstaklega hættulegt að brotni hjá gömlum konum þá er það saman muldr- aði hann reiður. Eitthvað ætla ég að rukka hana aukalega fyrir að draga mig út seint á laugardags- kvöldi. PIús ferðakostnað, fjandinn hafi það. Nú skal ekkjan setjast hérna rólega niður í þennan litla ruggustól og segja lækninum gamla frá þessum ljóta, vonda draumi, sagði hann þegar hann var kominn inn í austurbæjaríbúðina sem angaði af súkkulaði. Segðu mér nú alla söguna, og byrjaðu á byrjuninni. - Sem sagt, já fyrst kom vondur karl með starandi augnaráð og öxi í hendi og hann gekk að fallegri ungri stúlku í bikínibaðfötum sem sat með bakið upp við birkitré og svo sveiflaði hann öxinni og ég hugsaði, nú heggur hann hausinn af henni, en þá hjó hann í tréð í staðinn, og felldi það, og svo byrjaði hann að saga og hefla og negla og þá sá ég að það sem hann var að smíða það var líkkista og vesalings stúlk- an sá það líka og varð dauðhrædd og reyndi að hlau- pa í burtu en þá tók vondi maðurinn í handlegginn á henni og kyssti hana með valdi og síðan reyndi hann að... - Jájá, haltu áfram, sagði læknirinn. Kerlingin er með áhugavert sálarlíf, hugsaði hann. Þessi draumur var farinn að æsa hann aðeins. - Ja hann reyndi að leggja hana niður þarna á gras- ið við hliðina á kistunni og kistan sem var næstum því tilbúin og allt en þá reif hún sig lausa og þaut í burtu og æpti eins og hún væri haldin illum öndum og hann á eftir að sjálfsögðu og smám saman hneig hún jú niður þarna alveg örvinda og þá kom hann og lagði sínar ógeðslegur hendur kringum hálsinn á henni en þá heyrðist skot og hann féll bamm og ann- ar herra kom út úr runnunum og hann bar stúlkuna nreð sér og þá varð hún glöð smá stund og svo brosti hún við honum og hann brosti til baka en hann LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.