Læknaneminn - 01.04.1998, Side 76
Ráðningakerfi F.L.
brosti ferlega furðulega og skrítið þannig að hún varð
hrædd aftur stúlkugreyið sérstaklega af því að hún
tók eftir því að hann var á leið með hana aftur að
kistunni sem fyrsti karlinn hafði smíðað og þegar þau
komu þangað lagði hann hana í grasið og tók fram
stóran seðil og sagði að þennan hefði hann átt að eiga
en nú ert það þú sem átt að hafa hann í staðinn og
þá hugsaði hún að nú skil ég hvað það er sem hann
vill og svo beygði hann sig yfir hana og lagði seðilinn
milli brjóstanna á stúlkunni og svo...
- Ekltjan verður að segja frá smáatriðunum, greip
læknirinn fram í. Smáatriði! Smáatriði!
- Ja maður sá jú þarna hvernig barmurinn þrýstist
til þegar seðlinum var stungið þarna á milli, og vesa-
lings stúlkan starði óttaslegin á karlinn og þá kom
hann með sína ógurlegu krumlu og strauk henni yfir
ferskjulita kinnina og...
- Ferskjulita er gott! Meira svona! Meira um húð-
ina og það! Reyndu að rifja upp ekkja.
- Ja og þá þegar hún fann þessa stóru krumlu koma
við andlitið þá stirnaði hún af hræðslu og hreyfði sig
ekki. Hjarta hennar hafði stöðvast, læknir! Kerlingin
fjandinn hafi það með stórfenglegt sálarlíf hugsaði
læknirinn æstur.
- Haltu áfram, fyrir alla muni, stundi hann.
- Ja síðan tók svo þessi karl kistuna upp á bakið og
bar hana heim ril sín, því hann hafði keypt hana af
þessum fyrsta lcarli af því að konan hans hafði dáið
skömmu áður og hann var í raun og veru góður og
hann hafði viljað vesalings stúlkunni vel sem hafði
dáið úr hræðslu af því að hann hafði viljað gefa henni
borgunina fyrir kistuna frekar en vonda kistusmiðn-
um. En síðan þá kemur sem sagt fram á móti mér
feitur ógeðslegur karl og færir sig nær og nær með sitt
ógeðslega svínsandlit og svo glottir hann smeðjulega
við mér og segir ,good
evening".
- Ah, sagði læknirinn. Ah. Og síðan
vaknaði þá ekkjan?
- Vaknaði? Heldur læknirinn að ég sofni
áður en Hitchcock er búinn? Nehei, síðan
sofnaði ég, og það var þá sem ég fékk þessa
hræðilegu martröð.
- Hvaða martröð? furðaði læknirinn, allt
í einu þreyttur.
- Mig dreymdi að þeir heíðu tekið af mér
sjónvarpið, læknir! Þessir fjandar höfðu
tekið af mér sjónvarpið! Hjálpaðu mér,
læknir! Ekkjan Sybil Jonsson féll aftur í
ruggustólinn. Enginn gúmmíhamar myndi
nokkurn tíma fá fótleggi hennar til þess að
kippast til aftur.