Læknaneminn - 01.04.1998, Side 80

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 80
Móttaka mikið slasaðra INNGANGUR Mikilvægur hluti af starfi margra lækna er móttaka og aðhlynning mikið slasaðra (multiple trauma). Hér á landi fer það starf aðallega fram á Slysadeild SHR en einnig í töluverðum mæli á hinum fjölmörgu heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahúsum landsbyggðarinnar. Unglæknar og læknanemar lenda margir í þeirri aðstöðu að verða fyrstir læknismenntaðra til að sinna þessum sjúklingum. Það getur skipt sköpum að rétt sé staðið að fyrstu meðhöndlun fjöláverkasjúklinga, bæði hvað lífslíkur og örorku varðar og er í þeim efnum stundum talað um „the golden hour“. Því er mikilvægt að læknar þekki grundvallaratriðin í uppvinnslu sjúklinga með fjöláverka og geti greint, forgangsraðað og brugðist rétt við ástandi þess slasaða. Þessari samantekt er ætlað að leggja þeirri baráttu lið og mun hér verða fjallað um grundvallarhugtök, kerfisbundna uppvinnslu mikið slasaðra (Advanced Trauma Life Support) og áverka á brjóstholi og kviðarholi. I síðari greinum er ætlunin að taka fyrir höfúð- og hryggáverka. ADVANCED TRAUMA LIFE SUPPORT (ATLS) Þetta uppvinnslukerfi var hannað fyrir 20 árum í Bandaríkjunum og er náskylt hinu eldra Advanced Cardiac Life Support (ACLS). Forsaga þess er sú að árið 1976 fórst einkaflugvél skurðlæknisins J. Styners. Hann Höfundar eru deildarlœknar á SHR og Landspítalanum Ingvar Hákon Ólafsson Einar Kr. Hjaltested flaug henni sjálfur og um borð með honum var eiginkona hans og fjögur börn þeirra. Eiginkona hans fórst í slysinu en hann og börnin slösuðust alvarlega. 1 tíu klukkustundir hlúði hann að fjölskyldu sinni á slysstaðnum áður en hjálp barst. Sú handvömm sem hann varð vitni að þegar þau komust á sjúkrahús, varð til þess að hann ásamt nokkrum læknum sem unnið höfðu eftir ACLS ákváðu að setja upp svipað kerfi sem myndi taka til fjöláverka. ATLS hefur náð almennri útbreiðslu í Bandaríkjunum og hefur einnig verið tekið upp í fjölmörgum löndum Evrópu. ATLS kennsla fer fram í námskeiðsformi þar sem í upphafi er undirbún- ingstími þar sem læknirinn les sér til unt viðfangsefnið. Því næst er námskeiðið sjálft sem tekur 3 daga. Það er mjög krefjandi og samanstendur af fyrirlestrum, æfinga- stöðvum og prófum. Sýnt hefur verið fram á að dauði í kjölfar slysa gerist á þremur tímaskeiðum. Fyrsta skeiðið tekur til fyrstu sekúndna til mínúna eftir slysið og er dánarorsök þá oftast vegna sundurtætingar á heila eða heilastofni, efri hluta mænu, hjarta, ósæðar eða annarra stórra æða. Annað skeiðið nær yfir mínútur til nokkurra klulckustunda eftir slysið og er dauði á þessu tímabili oftast vegna utan- eða innanbastsblæðinga (epidural, subdural), loft- eða blóðbrjósts (pneumothorax, hemothorax), blæðinga frá lifur eða milta, mjaðmagrinda-brota eða annarra fjöláverka þar sem blóðtap er verulegt. A þriðja tímaskeiði sem nær yfir daga til vikur deyja sjúklingar vegna blóðsýkinga (sepsis) eða fjölkerfabilunar. ATLS miðast við annað stigið af augljósum ástæðum. ATLS uppvinnslan hefst stundum á vettvangi en oftast fer hún fram á slysa- og bráðamóttöku. Dæmigert teymi sem framkvæmir slíka uppvinnslu getur litið svona út: • Stjórnanda sem metur áverka, samstillir hópinn og ábyrgist að rétt sé að málum staðið 78 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.