Læknaneminn - 01.04.1998, Page 82
Ingvar Hákon Ólafison og Einar Kr. Hjaltested
• Þrýstingsloftbrjóst (tension pneumothorax)
• Opið loftbrjóst
• Flekabrjóst (flail chest) með lungnamari (pulmonary
contusion)
• Blóðbrjóst (hemothorax)
Það fer svo eftir greiningunni hvort inngrips sé þörf
og þá hvers konar.
Blóðrás (Circulation)
Blóðþrýsting þarf að mæla en hægt er að nteta útflæði
hjartans (cardiac output) í skyndi með því að átta sig á:
• Púlsinum-styrkleika, hraða og takti. Ef radialis púls
er til staðar er slagþrýstingur > 80 mg, sé femoralis
púls þreifanlegur er slagþrýstingur > 70 mmHg og ef
carotis púls finnst er þrýstingurinn > 60 mmHg
• Húðlit
• Blóðfyllingu húðar (eðlilegt er minna en 2 sek.)
Blæðingar sem geta ógnað sjúklingnum þarf að stöðva
strax. A það skal minnt að yngri einstaklingar halda
blóðþrýstingi lengi uppi við blóðtap en falla svo hratt
þegar visst blóðtap hefur orðið. Leiðrétta þarf vökva-
tap úr æðakerfi sem fyrst og þarf að leggja æðaleggi
strax í stærri bláæðar (bláæðar í olnbogabót oftast
notaðar en oft þarf stærri æðar til eins og v. subclavia eða v.
femoralis) (tafla 2). Hjá áverkasjúklingum er oftast um
blæðingalost að ræða en sé um lost og hægatakt (brady-
cardia) að ræða verður að hafa mænuáverka í huga og
hjartamar (cardiac contusio). Stundum getur lost hjá
áverkasjúklingum verið vegna vanstarfsemi í dæluvirkni
hjartans (tamponade, þrýstingsloftbrjóst). Auðvelt er
að greina milli þess og blæðingarlosts með því að skoða
bláæðar í hálsinum. Sé um að ræða hækkaðan
miðbláæðarþrýsting (jugular venous pressure), en þá
eru bláæðar á hálsinum þandar, er ekki um blæðingar-
lost að ræða. Það sést hins vegar ef um þrýstingsloft-
brjóst eða blóðfyllt gollurshús (tamponade) er að ræða.
Blóðsýni til meinefnafræðilegra rannsókna eru tekin
samtímis æðaleggjauppsetningu.
Markmið vökvagjafar er ekki að ná upp eðlilegum
blóðþrýstingi heldur að halda miðslagæðaþrýstingi
(mean arterial pressure) fyrir ofan 70 mmHg! Of mikil
vökvagjöf fyrir aðgerð eykur dánarlíkur. Ekld skal nota
meira en 2 1 af vökva án þess að gefa blóð.
Stig I Stigll Stig III StiglV
Blóðtap (ml) allt að 750 750-1500 1500-2000 2000 eða meira
Blóðtap (%) allt að 15% 15%-30% 30%-40% 40% eða meira
Púlshraði <100 >100 >120 >140
Blóðþrýstingur eðlil. eðlil. lækkaður lækkaður
Púlsþrýstingur eðl.-Iækk. lækkaður lækkaður lælckaður
Háræðafýlling eðlil. seinkuð seinlcuð seinkuð
Öndunartíðni 14-20 20-30 30-40 >35
Þvagútsk. (ml/klst) >30 20-30 5-15 nær enginn
MTK-hegðun lítillega nokkuð æstur og ruglaður/
æstur æstur ruglaður slappur
Völcvagjöf (3:1) crystalloid crystalloid crystalloid + crystalloid +
blóð blóð
(3:1 vökvagjafareglan vísar til þess að fýrir hvern hluta af blóði sem hefur tapast þurfi að bæta við þremur hlutum af crystalloid vökva)
Tafla 2 Áætluð vökva og blóðþörf.
80
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.