Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 84
Ingvar Hákon Ólafsson og Einar Kr. Hjaltested
BRJÓSTHOLSÁVERKI
Lungnamynd er tekin efntir að búið er að setja tubu í barka. Það er slæða yfir hægri brjóstholshelm-
ingi sem bendir til vökva, en auk þess má sjá greinilegt loftbrjóst hægra megin og subcutan loft yfir
hægri brjóstholshelmingi. Einnig má sjá brot á mörgum rifjum hægra megin. Hjartaskugginn og
miðmætið er hliðrað yfir til vinstri. A meðfylgjandi tölvusneiðmynda-rannsókn sem tekin er í
nánast beinu framhaldi af lungnamyndinni má greinilega sjá subcutan loftið, einnig loftbrjóstið og
samfallið hægra lunga og vökva í hægra brjóstholi og hliðrun á miðmæti og hjartaskugganum yfir til
vinstri.
að því að útiloka áverka á mikilvæga líkamshluta
(brjósthol og kviðarhol) og að leita að orsök fyrir lost-
ástandi sjúklingsins, ef um slíkt er að ræða.
Við hvassa áverka er uppvinnslan staðbundnari og
takmarkast frekar við þau svæði sem verða fyrir
áverkanum. Þó verður að hafa í huga að hvassir áverkar
ná oft til fleiri en eins líkamshluta og þá verður að hafa
í huga lengd verkfæris (t.d. hnífs) eða hvar útgönguop
hlutarins er (t.d. byssukúla).
Á Islandi eru sljóir áverkar mun algengari en hvassir
og eru bílslys algengustu orsakir þeirra.
HELSTU BRJÓSTHOLSÁVERKAR
Einfalt loftbrjóst (simple pneumothorax) kallast það
þegar lunga eða hluti þess fellur saman. Ástæða þess er
oftast rof í iðrafleiðru (visceral pleura) og undirliggjandi
lungnavef þannig að Ioftleki verður milli fleiðruhols
(pleural cavity) og loftvega. Þannig helst neikvæður
þrýstingur ekld í fleiðruholinu en það er forsenda fyrir
þenslu lungnanna. Þetta gerist oftast við sljóa
háorkuáverka og rifbrot en þó getur rof í brjóstveggn-
um verið orsökin. Einkenni eru andnauð, þurr hósti,
takverkur, ósamsíða brjósthol (m.t.t öndunarhljóða og
bankhljóða) og súrefnisþurrð (hypoxia). Greining fæst
með einfaldri lungnamynd (sjá mynd) og er meðferð
fólgin í að leggja brjóstholskera (thorax dren) og
viðhalda neikvæðum þrýstingi í fleiðruholinu með loft-
sogi meðan áverkinn grær og lokast. Þetta getur tekið
nokkra daga og getur jafnvel þurft að leggja fleiri en
einn kera til þess að hafa undan loftlekanum.
Þrýstingsloftbrjóst (tension pneumothorax)
Orsökin er sú sama og í einföldu loftbrjósti. Munurinn
er sá að rofið í fleiðruholinu virkar eins og einstefnu-
loki sem hleypir lofti aðeins inn í fleiðruholið en ekki
út úr því. Við hverja innöndun þenst því fleiðruholið
út eins og blaðra og þrýstir öðrum brjóstholslíffærum
(hjarta, ósæð, loftvegum og gagnstæðu lunga) yfir í
gagnstæðan helming brjóstholsins og truflar starfsemi
þeirra. Ef þetta stafar af rofi í brjóstveggnum kallast
ástandið sogbrjóst (sucking chest) Þetta einkennist af
vaxandi andnauð, aukinni hjartsláttartíðni, fallandi
blóðþrýstingi, súrefnisþurrð (hypoxia), bláma, þöndum
82
LÆKNAIMEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.