Læknaneminn - 01.04.1998, Side 92

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 92
Maríanna Garðarsdóttir ár. I heimsókn í Hjartavernd var kannað vægi áhættu- þátta (áhættuþættir í þessari rannsókn voru heildar- kólesteról og þríglýseríð í bióði, slagþrýstingur, sykurþol og reykingar) og framkvæmd líkamsskoðun. Aður höfðu þátttakendur fengið sendan spurningalista þar sem spurt var um heilsu og félagslega þætti, þar á meðal menntun. Þátttakendum var svo skipt í hópa eftir menntun sem þeir höfðu lokið, en fjórir hópar höfðu verið skilgreindir: Hópur 1: Háskólapróf eða sambærileg menntun. Undir þennan flokk féll kennarapróf ef um stúdents- próf var einnig að ræða, ásamt prófi í forspjallsvísind- um. Hópur 2: Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Með stúdentsprófi flokkaðist próf úr samvinnuskóla, verslunarskóla og kennaraskóla. Hópur 3: Gagnfræðapróf eða sambærileg menntun. Undir það féll unglingapróf, miðskólaróf, landspróf, ásamt prófi úr sjómanna- og stýrimannaskóla auk prófs úr tækniskóla án stúdentsprófs. Hópur 4: Barnaskólapróf eða minni menntun. Þátttakendum var fylgt eftir frá þremur upp í 27 ár, allt eftir því hvenær þeir komu inn í rannsóknina (13, 14). Samband menntunar og dánartíðni var metið með hlutfallsiegu áhættulíkani Cox (Cox proportional hazards model, Cox regressional analysis). Það er afbrigði af aðhvarfsgreiningu, en hún metur töluleg tengsl milli magnbundinna breytna og þá hvaða gildi háða breytan (dauðsfall) tekur miðað við spábreyturnar ( menntun og áhættuþættir). Aðferð Cox tengir einnig lifun við tíma, því einhverjir þátttakenda í rannsókn geta verið á lífi þegar gögnin eru skoðuð, eða hafa látist af öðrum orsökum en þeim sem eru til athugunar hverju sinni. Reiknað er áhættuhlutfall sem gefur hlutfalls- legar líkur á endapunkti á hverjum gefnum tíma. Endapunktur í þessari rannsókn var dauðsfall. Áhættu- tíminn var mislangur og sumir voru enn á lífi við lok athuganatímabilsins og því var ævitími þeirra ekki þekktur þar sem endapunktur hafði ekki orðið. Skoðaður ævitími þeirra gat verið styttri en þeirra sem komu íyrr inn í rannsóknina og höfðu iátist fyrir lok rannsóknarinnar. Með þessum aðferðum er jafnað út vægi þeirra atvika sem gerast snemma eða seint og gert ráð fyrir að allt sem hafi áhrif á endapunkta geri það með sama vægi á hverjum tíma (15). Menntun er því notuð til að meta dánaráhættu þeirra sem enn lifa út frá tíðni þeirra dauðsfalia sem þegar hafa orðið. Samband menntunar og dánartíðni var svo metið með aðhvarfsgreiningu Cox og var hópur 4 lagður til grundvallar (barnaskólapróf eða minni menntun). Miðað var við að áhættuhlutfall hóps 4 væri 1,0. Ef áhættuhiutfallið er marktækt hærra en 1,0 er dánaráhættan meiri en hjá hópi 4 en minni ef talan er marktækt lægri en 1,0. Allir útreikningar töldust marktækir ef p < 0,05 í tvíhiiða prófi, Leiðrétt var fyrir aldri og skoðunarári eða aidri, skoðunarári og áhættu- þáttum að auki. Áhættuhlutfallið segir þá til um iíkur á dauðsfalli af völdum kransæðasjúkdóma í mennta- hópum 1-3 miðað við hóp 4. Marktekt sambands menntunar og dánartíðni var metið með kí-kvaðrat prófi. Ef marktekt var fyrir hendi eru líkur á að munur milli hópanna sé til staðar fyrir tilviljum minni en 5%. HVAÐA ÁHRIF HEFUR MENNTUN Á DÁNARTÍÐNI AF VÖLDUM KRANS- ÆÐASSJÚKDÓMA? Dánaráhætta menntahópa 1-3 var greinilega minni en hóps 4 (barnaskólapróf eða minni menntun), bæði hjá körlum og konum (sjá myndir 1 og 2). Dánarlíkur hóps 1 hjá körlum voru tveir þriðju af hópi 4 og LJanarahætta karla Mynd 1. Samband menntunar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hjá körlum. Fremri súlurnar tákna dánaráhættu áður en leiðrétt var fyrir áhættuþáttum (heildarkólesteról og þríglýseríð í sermi, slagþrýstingur, sykurþol og reykingar), aftari súlurnar dánaráhættu eftir leiðréttingu. P-gildi sýna marktekt sambands menntunar og dánartíðni. 90 1ÆKNANEMIIMN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.