Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 92
Maríanna Garðarsdóttir
ár. I heimsókn í Hjartavernd var kannað vægi áhættu-
þátta (áhættuþættir í þessari rannsókn voru heildar-
kólesteról og þríglýseríð í bióði, slagþrýstingur,
sykurþol og reykingar) og framkvæmd líkamsskoðun.
Aður höfðu þátttakendur fengið sendan spurningalista
þar sem spurt var um heilsu og félagslega þætti, þar á
meðal menntun. Þátttakendum var svo skipt í hópa
eftir menntun sem þeir höfðu lokið, en fjórir hópar
höfðu verið skilgreindir:
Hópur 1: Háskólapróf eða sambærileg menntun.
Undir þennan flokk féll kennarapróf ef um stúdents-
próf var einnig að ræða, ásamt prófi í forspjallsvísind-
um.
Hópur 2: Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Með stúdentsprófi flokkaðist próf úr samvinnuskóla,
verslunarskóla og kennaraskóla.
Hópur 3: Gagnfræðapróf eða sambærileg menntun.
Undir það féll unglingapróf, miðskólaróf, landspróf,
ásamt prófi úr sjómanna- og stýrimannaskóla auk prófs
úr tækniskóla án stúdentsprófs.
Hópur 4: Barnaskólapróf eða minni menntun.
Þátttakendum var fylgt eftir frá þremur upp í 27 ár,
allt eftir því hvenær þeir komu inn í rannsóknina (13,
14). Samband menntunar og dánartíðni var metið
með hlutfallsiegu áhættulíkani Cox (Cox proportional
hazards model, Cox regressional analysis). Það er
afbrigði af aðhvarfsgreiningu, en hún metur töluleg
tengsl milli magnbundinna breytna og þá hvaða gildi
háða breytan (dauðsfall) tekur miðað við spábreyturnar
( menntun og áhættuþættir). Aðferð Cox tengir einnig
lifun við tíma, því einhverjir þátttakenda í rannsókn
geta verið á lífi þegar gögnin eru skoðuð, eða hafa látist
af öðrum orsökum en þeim sem eru til athugunar hverju
sinni. Reiknað er áhættuhlutfall sem gefur hlutfalls-
legar líkur á endapunkti á hverjum gefnum tíma.
Endapunktur í þessari rannsókn var dauðsfall. Áhættu-
tíminn var mislangur og sumir voru enn á lífi við lok
athuganatímabilsins og því var ævitími þeirra ekki
þekktur þar sem endapunktur hafði ekki orðið.
Skoðaður ævitími þeirra gat verið styttri en þeirra sem
komu íyrr inn í rannsóknina og höfðu iátist fyrir lok
rannsóknarinnar. Með þessum aðferðum er jafnað út
vægi þeirra atvika sem gerast snemma eða seint og gert
ráð fyrir að allt sem hafi áhrif á endapunkta geri það
með sama vægi á hverjum tíma (15). Menntun er því
notuð til að meta dánaráhættu þeirra sem enn lifa út frá
tíðni þeirra dauðsfalia sem þegar hafa orðið.
Samband menntunar og dánartíðni var svo metið
með aðhvarfsgreiningu Cox og var hópur 4 lagður til
grundvallar (barnaskólapróf eða minni menntun).
Miðað var við að áhættuhlutfall hóps 4 væri 1,0. Ef
áhættuhiutfallið er marktækt hærra en 1,0 er
dánaráhættan meiri en hjá hópi 4 en minni ef talan er
marktækt lægri en 1,0. Allir útreikningar töldust
marktækir ef p < 0,05 í tvíhiiða prófi, Leiðrétt var fyrir
aldri og skoðunarári eða aidri, skoðunarári og áhættu-
þáttum að auki. Áhættuhlutfallið segir þá til um iíkur
á dauðsfalli af völdum kransæðasjúkdóma í mennta-
hópum 1-3 miðað við hóp 4. Marktekt sambands
menntunar og dánartíðni var metið með kí-kvaðrat
prófi. Ef marktekt var fyrir hendi eru líkur á að munur
milli hópanna sé til staðar fyrir tilviljum minni en 5%.
HVAÐA ÁHRIF HEFUR MENNTUN Á
DÁNARTÍÐNI AF VÖLDUM KRANS-
ÆÐASSJÚKDÓMA?
Dánaráhætta menntahópa 1-3 var greinilega minni
en hóps 4 (barnaskólapróf eða minni menntun), bæði
hjá körlum og konum (sjá myndir 1 og 2). Dánarlíkur
hóps 1 hjá körlum voru tveir þriðju af hópi 4 og
LJanarahætta karla
Mynd 1. Samband menntunar og dánartíðni af
völdum kransæðasjúkdóma hjá körlum. Fremri
súlurnar tákna dánaráhættu áður en leiðrétt var
fyrir áhættuþáttum (heildarkólesteról og
þríglýseríð í sermi, slagþrýstingur, sykurþol og
reykingar), aftari súlurnar dánaráhættu eftir
leiðréttingu. P-gildi sýna marktekt sambands
menntunar og dánartíðni.
90
1ÆKNANEMIIMN • 1. tbl. 1998, 51. árg.