Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 98
Hildur Helgadóttir og JónJóhannes Jónsson
Tumor is resected and
placed in tissue culture
The growing tumor cells
are genetically altered with
immunostimulatory genes
Cells are reinjected
subcutaneously
after irradiation
/
Document vector
gene expression
Mynd 2 Genaflutningskerfi með víxlveiru.
lentiveira eru HIV (human
immumodeficiency virus) og
MW (mæði visnu veira).
Víxlveirur hafa aðallega verið
notaðar til in vitro genaflutn-
inga. „Moloney murine
leukemia virus” hefur verið
mest notaða veiran í smíði
víxlveirugenaferja (1,2,5).
Þessi veira er onkóveira og
sýkir því aðeins frumur sem
eru í skiptingu. Margar
rannsóknir hafa einn-ig verið
gerðar með HIV sem
genaferju. MVV - visna er
fyrsta lentiveiran sem upp-
götvuð var. Henni var fyrst
lýst hér á Islandi árið 1957 af
Birni Sigurðssyni og sam-
starfsfélögum (8). Veiran
sýkir sauðfé og veldur í því
mæði og visnuveiki.
A rannsóknarstofu í líf-
efna- og sameindalíffræði við Háskóla Islands vinnum
við og samstarfsmenn að því að hanna genaferju byg-
gða á visnu. Visna hefur marga eiginleika sem gerir
hana einkar hentuga sem genaferju. Víxlveirur virðast
almennt ekki kalla fram sterkt ónæmissvar líkt og
adenóveirur. Visna innlimar gen sín í litning hýsil-
frumu líkt og allar víxlveirur, en hefur að auki þann
eiginleika lentiveira að geta sýkt frumur hvort sem þær
eru í skiptingu eða ekki. Visna hefur jafnframt þann
kost umfram HIV að erfðamengi hennar er einfaldara
og hún veldur ekki banvænum sjúkdómi í mönnum
líkt og HIV. Þessir eiginleikar auðvelda alla tilrauna-
vinnu. Víxlveirugenaferjur er aftur á móti ekki hægt að
framleiða í jafn háum títer og adenóveirugenaferjur
(104-106 veirur/ml) og auk þess er við innlimun gena í
litninga möguleiki á "insertional mutagenesis" (6).
Hönnun visnugenaferjunnar felur í sér að afvopna
veiruna þannig að hún inniheldur ekld sjúkdómsvald-
andi gen eða gen sem gera hana tímgunarhæfa í hýsil-
frumu (mynd 2). Unnið er að framleiðslu pöldcunar-
fruma sem eru erfðabreyttar þannig að þær innihalda
gen fyrir öll visnuveiruprótínin, en vantar gen sem gerir
veiru RNA kleift að palcka sér inn í veiruagnir.
Veirugenin eru flutt inn í pökkunarfrumurnar á
tveimur aðskildum plasmíðum. Hvorugt plasmíðið
inniheldur raðir (long terminal repeats, LTR) sem eru
nauðsynlegar til innlimunar í Iitninga. Þetta fyrir-
komulag minnkar mjög líkur á endurröðun sem gæti
haft í för með sér myndun á tímgunarhæfri veiru.
Þegar svo á að framleiða veiru sem inniheldur ákveðið
færslugen er pökkunarfruman transformeruð með ferju-
plasmíði sem inniheldur auk færslugensins (hámark 7
kb) innlimunarraðir (LTR) og pökkunarmerkið (tákn-
að með ¥ á mynd 2). Þar sem öll veiruprótínin eru til
staðar í frumunni er færslugenið umritað í fjöldan allan
af RNA-sameindum sem pakkast inn í veiruhjúp og
veiruagnir skiljast út frá frumunni. Á þennan hátt
fengist einfalt og skilvirkt flutningskerfi og veirurnar
gætu verið notaðar til að sýkja þær frumur sem ætti að
erfðabreyta í lækningaskyni.
SJÚKDÓMAR SEM GENALÆKNINGAR
BEINAST AÐ
Auðveldast er að hugsa sér árangur meðferðar þegar
genalækningar beinast að eingena sjúkdómum líkt og
cystic fibrosis og arfgengum efnaskiptasjúkdómum.
Grunnhugsunin er að flytja heilbrigt gen inn í frumur
96
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
J