Læknaneminn - 01.04.1998, Side 100

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 100
Hildur Helgadóttir ogjón Jóhannes Jónsson geta endst í aðeins 5-10 daga (3). Síendurtekinna sýkinga er því þörf, en sýkingar með adenóveirum geta eins og áður var minnst á valdið bólgu- og ónæmissvörunum. Meðferð cystic fibrosis með adenóveirugenaflutningi hefur því enn sem komið er ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Lentiveirur eða lípósóm eru ef til vill betur fallnar til að flytja CFTR- genið inn í frumur þessara sjúklinga og er að svo stöddu verið að rannsaka þann möguleika. Fjölþátta sjúkdómar, -krabbamein I krabbameini er það oft röð breytinga í erfðaefni frumu sem gerir að verkum að hún fer að haga sér líkt og æxlisfruma. Þessar breytingar geta verið óvirkjun æxlisbæligena (tumor supressor genes, t.d. p53 genið), virkjun æxlisgena (oncogenes, t.d. K-ras genið) og jafn- framt tap á öðrum genum frumunnar. Vegna þeirra fjölmörgu þátta sem koma við sögu í tilurð krabba- meinsfruma hafa menn hugsað sér nokkur mismun- andi form genameðferðar og hafa nú þegar sumar þeirra verið prófaðar á sjúklingum (5,11,12). Margar aðferð- irnar virðast lofa góðu og spennandi verður að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum fræðum. Rannsóknir á sviði krabbameinsgenalækninga hafa aðallega beinst að eftirfarandi þáttum: 1) Auka getu æxlisfruma til að kalla fram ónæmissvar (mynd 3): Æxlisfrumur krabbameinssjúklings eru sýktar in vitro með víxlveirum sem innihalda gen sem tjá cytokin eins og IL-2 eða TNF (tumor necrosis factor). Þessar frumur eru svo gerðar skaðlausar með kröftugri geislun og svo komið aftur fyrir í líkama sjúklings. Þar kalla cytokinin fram ónæmissvar gegn hinum utanaðkomandi frumum og virðast á þennan hátt geta komið á stað almennu ónæmissvari í líkamanum gegn æxlisfrumum. Erfðabreyttu frumurnar virka því sem eins konar æxlisbóluefni (tumor vaccine) (1,12,13). þessi aðferð hefúr verið prófuð á sjúklingum með brjósta- krabbamein, neuroblastoma, nýrnakrabbamein, sortu- mein og ristilkrabbamein og virðist skila nokkrum árangri (1,5). Einfaldari aðferð, þar sem adenóveirum með cytokingeni er sprautað beint í æxli in vivo, hefur einnig reynst vel. Æxlin hafa tjáð cytokinin og þau hafa vakið ónæmissvar og æxlisfrumum þannig verið eytt. Hins vegar er óvíst hvort ónæmiskerfið myndi ráðast gegn hugsanlegum meinvörpum æxlis. Alls beinast 64 rannsóknir í heiminum að ónæmisgenameðferðum líkt og þessum (11). 2) Auka getu ónæmisfruma til að ráða niðurlögum æxlisfruma: Þessi nálgun felur í sér að flytja cytokingen inn í T- lymphocyta með það að markmiði að þessi cytokin myndu sértækt ráða niðurlögum æxlisfruma. Lítil reynsla er komin á þessa gerð meðferðar og enn sem komið er hefur gengið illa að láta T-lymphocyta tjá cytokin á skilvirkan hátt (13). 3) Auka viðkvæmni æxlisfruma gegn utanað- komandi lyfjum: Þetta hefur aðallega verið gert á þann hátt að thymidin kinasa geni úr herpes simplex veiru (HSVtk) hefur verið komið fyrir beint (in situ) í æxlisfrumum. HSVtk gerir frumur viðkvæmar fyrir herpeslyfmu gan- ciclovir og því drepast æxlisfrumurnar þegar þetta lyf er gefið. Borið hefur góðan árangur að flytja HSVtk genið inn í heilaæxli með víxlveirugenaferju. Ganciclovir hefur drepið þær æxlisfrumur sem hafa tekið inn genið, en auk þess drepið æxlisfrumur í kring sem eru án HSVtk gens. Þessi áhrif kallast „bystander effect“ (1,12,13,14). Alls eru 24 rannsóknahópar í heiminum að vinna með HSVtk / ganciclovir genalækningakerfi, en að auki eru tveir hópar að vinna með svipað kerfi byggðu á E. coli cytosín deaminasa geni og lyfinu 5-fluorocytosin (11). 4) Auka viðnám eðlilegra frumna gegn krabba- meinslyfjum: MDR-1 (multi drug resistance) genið er gen sem hefur verið klónað úr krabbameinsfrumum sem þróað hafa með sér viðnám gegn krabbameinslyfjum. Þetta gen hefur verið flutt in vitro inn í stofnfrumur bein- mergs og þeim svo skilað aftur inn í líkama sjúklings. Þegar lyfjameðferð hefst hafa stofnfrumurnar og afkomendur þeirra sterkari vörn gegn krabba- meinslyfjum. Með þessum hætti er mögulegt að gefa sjúklingum öflugri (og þar með virkari) krabbameinslyf en ella (12,13). Eins og stendur eru sjö rannsóknir í gangi á þessu sviði (11). 5) Æxlisfrumur erfðabreyttar með æxlisbæli- genum: Stölckbreyting á æxlisbæligeninu p53 er afar algeng í æxlisfrumum. p53 beinir frumum með skaddað erfðaefni inn í apoptosis (stýrðan frumudauða), en frum- ur án p53 halda áfram að vaxa og skipta sér þrátt fyrir J 98 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.