Læknaneminn - 01.04.1998, Page 101

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 101
Genalækningar miklar DNA-skemmdir. Menn hafa því beint sjónum sínum að því að flytja þetta gen inn í æxlisfrumur og p53 genið hefur t.d. verið flutt með víxlveirugenaferju inn í lungnaæxli með athyglisverðum árangri (12). Fimmtán rannsóknir beinast eins og stendur að genalækningum með æxlisbæligenum og þar af byggj- ast sjö rannsóknir á p53 geninu (11). 6) Bæling tjáningar onkógena: Enn er lítil reynsla komin á slíka nálgun, en menn hugsa sér að með því að flytja kjarnsýrubúta sem eru mótsvarandi (antisensense) við mRNAafurð onkógens, t.d. K-ras inn í æxlisfrumur myndu RNA sam- eindirnar parast og því ekki nýtast til þýðingar í frum- unni (1,12). Smitsjúkdómar, —HIV Genalækningarannsóknir á smitsjúkdómum hafa aðallega beinst að eyðniverunni (HIV). Rannsóknir hafa að mestu leyti miðast að DNA bóluefnum (DNA vaccines) og innanfrumu ónæmisaðgerðum (intracell- ular immunizations) (1,15): DNA bóluefni: Við bólusetningu eru oft gefnar óvirkar veirur eða bakteríur sem kalla fram ónæmissvar í líkama við- takanda án þess að valda viðkomandi sjúkdómi. Sértækara og hættulausara er að gefa aðeins ákveðinn hluta af örveru t.d. hjúpprótín veiru. DNA-bóIusetn- ing fer skör ofar, en með slíkri bólusetningu eru gen flutt inn í frumur einstaklings og tjá þau síðan einstaka veiruhluta sem svo kalla fram ónæmissvar (16,17,18). Hjúpgen HIV veirunnar hafa verið flutt inn í frumur með víxlveiru- og vacciniveirugenaferjum. DNA- bólusetningar gegn HIV hafa meðal annars verið gerðar á simpönsum og skilað þar góðum árangri (19). Rannsóknir á mönnum eru einnig í gangi, en enn er of snemmt að segja til um árangur þeirra. Innaxiffumu ónæmisaðgerð: Aðferðin byggir á því að frumur eru erfðabreyttar þannig að þær veita veirutímgun í umfrymi sínu mót- stöðu. Ríbósím hafa meðal annars verið flutt inn í frum- ur með þetta að markmiði. Ríbósím eru RNA sameindir úr plönturíkinu sem haga sér eins og ensím að því Ieyti að þau klippa sértækt önnur RNA. Hægt er að láta ríbósím klippa RNA eyðniveirunnar sértækt. Þannig ríbósím hafa verið flutt inn í frumur með víxlveirugenaferjum. Ríbósímin hafa veitt HIV sýkingu viðnám í frumum í frumurækt og jafnframt í tilrauna- dýrum (20). Onnur möguleg leið til að sporna gegn veirutímgun í umfrymi er að flytja inn kjarnasýrur sem eru mótsvarandi við RNA eyðniveirunnar. Eins og áður hefur verið nefnt myndi slík aðferð koma í veg fyrir tjáningu þessara RNA sameinda. L0KA0RÐ Eins og Iýst hefur verið hér að framan þá eru viðamiklar rannsóknir í gangi í genalækningum. Sviðið er enn þá ungt, fyrstu sjúklingarnir voru meðhöndlaðir fyrir eingöngu sjö árum síðan. Flestar tilraunir sem gerðar eru í dag miða fyrst og fremst að því að kanna skilvirkni genaflutnings og hvort að meðferðinni fylgi aukaverkanir. I sumum tilvikum hafa niðurstöður bent til þess að nokkur árangur hafi náðst. Enn þá er of snemmt að segja hversu langvarandi hann er og ekki hefur verið lýst lækningu á neinum sjúkdómi með genaflutningi. Grunnhugmynd genalækninga felur hins vegar í sér svo öflugt meðferðarkerfi að fræðilegur möguleiki er á varanlegri lækningu á mörgum alvar- legum sjúkdómum þar á meðal sjúkdómum sem engin meðferð er til við í dag. Með áframhaldandi rannsóknum gætu vonir þær sem bundnar eru við genalækningar ræst og þær orðið hluti af viðtekinni hátækni læknisfræði framtíðarinnar. HEIMILDASKRÁ 1. Culver KW. Gene therapy: a handbook for physicians. New York: Mary Ann Liebert inc. Publishers; 1994. 2. Larrick JW, Burck KL. Gene therapy: applications of molecular biology. New York: Elsevier Science Publishing; 1991. 3. Baudet AL, Scriver CR, Sly WS, Valle D. Genetics, biochemistry, and molecular basis of variant human phenotypes. In: Scriver CR, Baudet AL, Sly WS, Valle D, ed. The metabolic and molicular bases of inherited disease. 7th ed. New York: McGraw-Hill, 1995; vol 1:53-118. 4. Feuerbach FJ, Crystal RG. Progress in human gene therapy. Kidney International 1996; 49:1791-4. 5. Crystal RG. Transfer of genes to humans: early lessons and obsta- cles to success. Science 1995; 270:404-11. 6. GiinzburgWH, Salmons B. Developement of retroviral vectors as safe, targeted gene delivery systems. J Mol Med 1996; 74:171-82. 7. Naldini L, Blömer U, Gallay P, et al. In vivo gene delivery and sta- ble transduction of nondividing cells by a lentiviral vector. Science 1996; 272:263-7. 8. Pétursson G, Andrésdóttir V, Andrésson O, et al. Human and ovine lentiviral infections compared. Comp Immun Microbiol Infect Dis 1991; 14:277-87. 9. Blease RM, Culver KW, Miller AD et al. T lymphocyte-directed gene therapy for ADA-SCID: initial trial results after 4 years. Science 1995; 270:470-475. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.