Læknaneminn - 01.04.1998, Side 115

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 115
Aðferðir og efniviður: Reykjarvíkurrannsókn Hjartarverndar er stór framsýn þýðisrannsókn sem hófst árið 1967. Þátttakendum var skipt niður í 6 áfanga kven- na og karla eftir fæðingarári og fæðingardegi og var hver áfangi rannsakaður á mis- munandi tímabili. Alls tóku þátt að minnsta kosti einu sinni 9139 karlar og 9773 konur. Meðalþátttaka var 71%. í þessari rannsókn var notast við 5 fyrstu áfangan- na til að: reikna út faraldursfræð-ina, finna samtíðarbreytur tengdar gáttatifi ( miðað við Pgildi <0,05 ) og tengsl þess við dánartíðni. Ur öllum 6 áföngum hjartarvern- darþýðisins og áföngum: Q, O ( ungt fólk ), P ( Arnessýsla ) og S ( Skagarfjarðarsýsla ) voru fundnir einstaklingar með gáttatif (Minnesóta kódi 830), fundið í þjóðskrá hverjir voru látnir og dánarorsök þeirra ákvörðuð út frá dánarvottorði. Niðurstöður: Algengi og nýgengi gáttatifs hjá bæði konum og körlum eykst með hækkandi aldri. Algengið er hærra hjá körlum ( 4,7% við 70-75 ára aldur ) en hjá konum (0,8% við 70-75 ára aldur). Eins er nýgengið hærra hjá körlunum ( 400 á ári á 100.000 mannsár við 65-69 ára aldur ) en konum ( 240 við 65-69 ára aldur ). í ljós kom að: hæð, haematokrit, sykurþol 90 mín. og hjartastækkun eru fjölvitt samtímatengdar gáttatifi hjá körlum, en hjá konum eru það: þvagsýra, haemoglobin og hjartastækkun. Karlmaður með gáttatif er í 44% meiri áhættu á að deyja og rúm- lega 2falt meiri áhættu á að deyja úr heila-áfalli en karlmaður án gáttatifs. Kona með gáttatif er í rúmlega 2falt meiri áhættu á að deyja og rúmlega 14 faldri meiri áhættu á að deyja úr heilaáfalli en kona án gáttatifs. 106 látnir og með greininguna gáttatif fundust þar af 76 karlmenn og 30 konur. 34% karlmanna dóu úr kransæðasjúkdó- mum og 16% úr heilaáföllum, hjá konunum dóu 23% úr krans-æðasjúkdómum og 17% úr heilaáföllum. Umræða: Gáttatif kemur til vegna boðspenna sem snúa aftur og í sífellu afskau- ta vöðva-vef gáttanna. Algengi og nýgengi gáttatifs eykst hjá bæði konum og körlum með hækkandi aldri er niðurstaða sem aðrar rannsóknir hafa einnig komist að. Samkvæmt niðurstöðum hér eru karlmenn í meiri hættu á að fá gáttatif heldur en konur, en það vekur athygli hversu kona með gáttatif er í margfaldri áhættu á að deyja af völdum heilaáfalls heldur en kona án gáttatifs borið saman við áhættu karl- manns með gáttatif. Það má því Ieiða líkur að því að kona með gáttatif er í meiri hættu en karlmaður á að veikjast og deyja. Sú staðreynd vekur vonir manna að með því að lækna gáttatif, þá sé hægt að koma í veg fyrir stóran hluta heila Kopar, súperoxíðdismútasavirkni, cerúlóplasmínmagn og cerúlóplasmínvirkni í sjúklingum með Alzheimersjúkóm og heilbrigðum öldruðum Magnús Baldvinsson^. Jón Snædal^. 'lhí. 2shr. Inngangur: Alzheimersjúkdómur er algengasta orsök heilabilunar (dementia) hjá einstaldingum eldri en 65 ára. Meinmyndun sjúkdómsins er nær með öllu óþekkt. Hugsanleg orsök eru oxunarskemmdir vegna fríhópa (free-radicals). Kopar, súper- oxíðdismútasi (SOD) og cerúlóplasmín gegna stóru hlutverki í náttúrulegum vörn- um líkamans gegn fríhópum. Tilgangur rannsóknar: Að athuga hvort magn og/eða virkni þessara efna sé með öðrum hætti hjá Alzheimersjúklingum en heilbrigðum á sama aldri og þar með hvort þáttur þeirra í oxunarhvörfum hafi áhrif til myndunar sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Tekin voru blóðsýni úr 23 einstaklingum (8 karlar og 15 konur) á aldrinum 63 til 89 ára greindum með Alzheimersjúkdóm samkvæmt skilmerkjum NINCDS/ADRDA. Til viðmiðunar voru sjúklingarnir paraðir við heilbrigðan einstakling af sama kyni fæddan sama almanaksár. Fyrir koparmælingar í plasma voru sýni undirbúin á Rannsóknarstofu í lyfjafræði og mæld á Rannsóknar- stofu fiskiðnaðarins með atomic absorption aðferð. Serum cerúlóplasmínmagn var mælt á Rannsóknardeild Landspítalans og þar var einnig mælt gammaglútamýltrans- ferasamagn til útilokunar lifrarsjúkdóms. Súperoxíðdismútasavirkni var mæld með SOD-525 aðferð og cerúlóplasmínvirkni með hvörfun við o-díanisidín og gleypni- mælingum í sýnilegu ljósi á Rannsóknarstofu í lyfjafræði. Niðurstöður : Ekki var marktækur munur á magni cerúlóplasmíns (p=0,89) eða kopars (p=0,27) milli hópanna tveggja (n=48). Fylgni milli koparmagns og cer- úlóplasmínmagns var mjög góð í báðum hópum, p=0,0001 hjá viðmiðunarhóp og p=0,0004 hjá Alzheimerhóp. Munur á SOD virkni (n=26) var á mörkum þess að vera marktækur (p=0,069). Hámarktækur munur (p=0,0001) var hins vegar á virkni cerúlóplasmíns (n= 26). Ályktun: Niðurstöður gefa til kynna að líklega er um brenglun í koparbúskap hjá Alzheimersjúklingum að ræða vegna þess að virkni cerúlóplamsíns er minnkuð í Alzheimerhópnum. Þar sem hlutverk cerúlóplasmíns er að hemja og eyða fríhópum (free-radicals) þá er hugsanlegt að þessi minni virkni eigi hlut að máli í meinmynd- un sjúkdómsins. Til þess að geta lagt mat á SOD virkni er nauðsynlegt að mæla fleiri einstaldinga. Samband menntunar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma. Hóprannsókn Hjartaverndar. Maríanna Garðarsdóttir^. Þórður Harðarson ^Guðmundur Þorgeirsson^ Helgi Sigvaldason^, Nikulás Sigfússon^. ^LHÍ, ^Lyflækningadeild Landspítalans, ^Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Inngangur: Samband þjóðfélagsstöðu við sjúkdóma og dánartíðni hefur lengi verið þekkt. A síðari árum hafa langvinnir sjúkdómar vakið sérstakan áhuga manna, meðal annars vegna áhrifa umhverfis og hugsanlegra erfðaþátta á sjúkdómsferlið. Einkum hafa tengsl þjóðfélagsstöðu og hjarta- og æðasjúkdóma vakið athygli, því þeir eru nú algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Aður fyrr voru hjarta- og æðasjúkdómar mun tíðari hjá þeim sem betur voru stæðir, en rannsóknir hafa sýnt að þessu horfir nú öðruvísi við. Til að kanna hvernig þessu væri háttað hér á landi var gerð framskyggn rannsókn á tengslum menntunar og dánartíðni af völdum kran- sæðasjúkdóma á íslandi. Einnig var kannað samband mennt-unar og dánartíðni af völdum krabbameina og slysa ásamt heildardánartíðni í sömu gögnum. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartaverndar. Hóprannsókn Hjartaverndar er framskyggn rannsókn sem hófst árið 1967 og hefúr hún farið fram á fimm stigum. Þátttakendum var fylgt eftir í 3 - 27 ár. Alls var 30.853 einstaklingum boðin þátttaka í upphafi, en þessi rannsókn tók til ailra þeirra sem komu í fyrstu heimsókn sína. Það voru alls 18.912 einstaklingar, 9.139 karlar og 9.773 konur. Karlarnir voru fæddir á árunum 1907 - 1934 og konurnar 1908 - 1935. I heimsókn í Hjartavernd gengust þátttakendur undir nákvæma læknisskoðun og kannað var vægi áhættuþátta en þeir voru kólesteról og þríglýseríð í sermi, slagþrýstingur, blóðsykur og reykingar. Þátttakendur voru einnig spurðir um fyrra heilsufar og félagslega þætti, þar á meðal menntun. Þeim var svo skipt í fjóra hópa eftir menntun: Háskólapróf eða sambærileg menntun (hópur 1); stúdentspróf eða sambærileg menntun (hópur 2); gagnfræðapróf eða sambærileg menntun (hópur 3); barnaskólapróf eða minni menntun (hópur 4). Samband menntunar og dánartíðni var síðan metið með áhættulíkani Cox. Notuð er tíðni dauðsfalla í ólíkum hópum til að spá fyrir afdrifum þeirra sem enn lifa. Hópur 4, lægsta menntunarstaða, var lagður til grundvallar. Reiknað var áhættuhlutfall hópa 1, 2 og 3 og leiðrétt var fyrir aldri og skoðunarári eða aldri, skoðunarári og áhættuþáttum að auki. Áhættuhlut- fallið gefur hlutfallslega áhættu á endapunkti á hverjum gefnum tíma og er það ein- ungis háð óháðu breytunum en ekki tíma. Áhættutími einstaklinganna er jafnaður út og verður áhættuhlutfallið óháð honum. Allir útreikningar töldust marktækir ef p < 0,05 í tvíhliða prófi. Niðurstöður: í ljós kom tölfræðilega marktækt stígandi öfúgt samband menntu- nar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hjá körlum og konum. Dánartíðni í hópi 4 var um 30% hærri hjá körlum miðað við hópa 1 og 2 samanlagða en rúm- lega tvöföld hjá konum. Sambandið var áfram fyrir hendi eftir að leiðrétt hafði verið fyrir áhættuþáttum en eingöngu marktækt hjá körlum. Sama tilhneiging var einnig fyrir hendi hvað varðaði allar dánarorsakir hjá körlum og konum og var dánartíðnin 25% hærri hjá körlum í hópi 4 miðað við hópa 1 og 2 samanlagða og um 50% hjá konum. Marktekt var áfram fyrir hendi þegar tekið hafði verið tillit til áhættuþátta hjá báðum kynjum. Dánartíðni af völdum krabba-meina hafði ekki marktækt sam- band við menntun, en þó var marktæk tilhneiging til vax-andi dánartíðni með minnkandi menntun meðal kvenna. Dánartíðni af völdum slysa í þessu þýði var lág og gaf ekki tilefni til útreikninga. Efnisskil: Menntun er sjálfstætt tillag í dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hjá körlum en ekki hjá konum. Sama tilhneiging kom þó fram hjá báðum kynjum og er ekki ástæða til að ætla annað en að sama samband sé til staðar, enda voru dauðs- föll meðal kvenna mun færri. Það vekur athygli hversu sterkt forspárgildi men- ntun hefur umfram aðra þætti um dauðsfall af völdum kransæðasjúkdóma og þekk- tir áhættuþættir skýrðu ekki nema lítinn hluta af mun á dánartíðni milli mismunan- di menntahópa. Ástæður þessa eru ekki vel þekktar og eru þær taldar vera margþát- ta. Meðferðarheldni, mataræði, aðgengi að læknisþjónustu, hreyfing, húsnæði, for- varnir, skilningur á sjúkdómum og sálfélagslegir þætt-ir ásamt þáttum í æsku hafa verið nefndir sem hugsanlegar skýringar. Frekari rannsókna er þörf hér á landi til að reyna að skýra þetta samband. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.