Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 117

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 117
iu. 43% hafa fengið blöðrusteina (allt einstaklingar sem losa þvag með banki), 9% hafa fengið pelvis eða ureterstein, einn hefur haft bakflæði og misst vegna þess annað nýrað. Urodvnamik: 51% allra losar þvag með einnota þvagleggjum, 31% með blöðrubanki, 6% eru með inniliggjandi suprapubiskan þvaglegg, 6% með inniligg- jandi þvagrásarþvaglegg og 6% losa þvag með eðlilegum hætti. 44% voru mcð blöðruþrýsting yfir 60 cmH20, 26% voru með blöðrurýmd undir 200 ml og 69% með detrusor-sphincter dyssynergiu. Hár blöðruþrýstingur er algengari hjá þeim sem losa þvag með banki en með einnota þvagleggjum (p=0,0045) og hlutfallslega fleiri bankarar cru með litla starfræna blöðrurýmd (p=0,36). Rúmlega helmingur bankara var með meira en 200 ml afgangsþvag eftir bank. Mvndgreining á efri hluta þvagfæra: Ekkert óeðlilegt fannst hjá 64% einstaklinga. Tveir fundust með blöðrusteina, 2 með víkkað safnkerfi og cinn greindist með bakflæði. Vegna óeðlile- gra röntgen- og /eða urodynamiskra rannsókna var þremur ráðlagt að taka upp notkun einnota þvagleggja í stað þess að losa þvag með banki og sex fengu ný lyf. Alyktanir: Mænusköðuðum hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum og meðal-aldur hækkað. Áætlað er að nýgengi hér (10,4: 1.000.000 á ári) er sambæri- legt við það sem gerist í Danmörku þar sem nýgengi er með því lægsta sem þekkist. Minni háttar þvagfæravandamál eins og þvagfærasýkingar, þvagfærasteinar og þva- gleki eru algengustu fylgikvillar sem mænuskaðaðir glíma við í dag en alvarlegri kvil- lar eru á undanhaldi. Ástand þvagfæra er lakara hjá þeim sem losa þvag með banki en einnota leggjum. Til að halda þvagfæra- vandamálum í lágmarki er æskilcgast að losa þvag með einnota þvagleggjum ásamt notkun andkólvirkra lyfja. Með þessu er hámarksblöðruþrýstingi haldið lágum, blöðrurýmd aukin, dregið úr þvagleka og regluleg blöðrutæming tryggð. Mikilvægt er að koma upp reglu-bundnu sérhæfðu læknisfræðilegu eftirliti þar sem allir hjólastólsbundnir mænuskaðaðir komi á a.m.k. þriggja ára fresti til urodynamiskra- og röntgen-rannsókna af þvagfærum. Þeir sem eru með inniliggjandi þvagleggi, fá oft þvagfærasýkingar, sögu um þvagfærasteina eða sögu um háan blöðruþrýsting, mikið afgangsþvag og/eða víkkun á safnkerfum komi árlega til eftirlits. Algengi og meðferð skeifugarnarsára: Athugun á þremur heilsugæslustöðvum Pétur Pétursson^, Sigurður Helgason^, Jóhann Ág. Sigurðsson^. *LHÍ, ^Heilsugæslustöðin í Árbæ, ^ Heimilislæknisfræði LHÍ. Inngangur: Á Vesturlöndum má reikna með því að tæplega 10% einstaklinga fái einhvern tíma maga- eða skeifúgarnarsár(UV eða UD) á ævinni. Tímamót urðu í þróun meðferðar við UD og UV 1983, þegar birtar voru niðurstöður sem bentu til tengsla milli meltingarsára (ulcus pepticum) og bakteríunnar Helicobacter pylori. í dag er vitað að bakterían orsakar a.m.k. 90% UD og 70-80% UV. Viðurkennd leið til lækningar sárasjúkdóms byggist á því að útrýma sýklinum úr magaslímhúð og græða sár með lyfjum. Þetta meðferðarform er bæði það árangursríkasta og hag- kvæmasta sem völ er á. Gera má ráð fyrir að síðustu ár hafi langflestum nýgreindum sjúklingum verið boðin upprætingarmeðferð. Vandamálið eru þeir sjúklingar sem greindust með meltingarsár áður en upprætingarmeðferð var almennt tekin í notkun. Þessi hópur er að hluta til á langtíma eða endurtekinni sýruhamlandi meðferð, þeg- ar réttara væri að beita upprætingarmeðfcrð og lækna sjúkdóminn. Markmið var að kanna algengi sjúkdómsskráningarinnar skeifugarnarsár, og hversu stór hluti grcindra hafa fengið upprætingarmeðferð. Efniviður og aðferðir: I nóvember 1996 var notast við tölvuútkeyrslu til að finna alla sjúklinga með staðfest skeifugarnarsár, á þremur heilsugæslustöðvum, sem sinntu alls 36.968 einstaklingum. Sjúkraskrár sjúklinganna voru skoðaðar og m.a. skráð hvenær greining átti sér stað og hvaða meðferð sjúklingur fékk. Viðkomandi hcim- ilislæknum voru sendir listar yfir sjúklinga þeirra ásamt athugasemdum um hvern og einn, og þeim kynntir kostir upprætingarmeðferðar. í apríl 1997 var kannað hvernig læknar höfðu brugðist við og hvort hlutfall sjúklinga sem fengu upprættingarmeðfcrð hafði aukist. Til samanburðar var notast við niðurstöður svipaðrar rannsóknar sem gerð var á hcilsugæslustöðinni í Árbæ 1995 til 1996. Niðurstöður: 139 (algeng 0,38%) einstaklingar voru með staðfest skeifugarn- arsár. Þar af höfðu 49 (35%) fengið upprætingarmeðferð. Afþeim fengu 13 (27%) meðferð hjá heimilislækni en 36 (73%) hjá mcitingarsérfræðingi. Þetta er svipuð staða og var á heilsugæslustöðinni í Árbæ 1994. Eftir að læknar í Árbæ voru fræddir um upprætingarmeðferð í kjölfar rannsóknarinnar, þrefaldast fjöldi þeirra sem fékk upprætingarmeðferð (úr 13 í byrjun árs 1995 í 38 í mars 1996). Hlutfall mcðhöndl- aðra af sérfræðingum var þar 73% í byrjun árs 1995 cn var 47% í byrjun árs 1996. Á heilsugæslustöðvunum þremur sem þessi athugun tók til breyttist hlutfall með- höndlaðra (með upprætingarmeðferð) nær ekkert á næstu 3 mánuðum eftir að áróð- LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. ur/fræðsla hófst. Mjög mikill munur var á algengi skráðra tilfella milli stöðva og sér- staklega milli einstakra lækna (1-24 cinstaklingar/lækni) og einnig var mikill munur milli lækna hversu oft þeir beittu upprætingarmeðferð. Umræða: Hugsanlegar skýringar á mildum mun á fjölda skráðra tilfella milli lækna, eru m.a. mismunur í skráningu, uppvinnslu, greiningu og samsetningu þcss sjúklingahóps sem hver læknir sinnir. Munur á beitingu upprætingarmeðferðar milli lækna getur m.a. skýrst af breytileika í að tilcinka sér nýungar og beita þeim. Einnig líklega mismunandi elju og áhuga við að tileinka sér nýjungar og beita þeim. Af nið- urstöðum athugunarinnar í Árbæ, má ráða að hægt er með fræðslu/áróðri að hafa á- hrif á hvernig læknar meðhöndla sína sjúklinga. Algengi langvinnrar nýrnabilunar á Islandi Ragnar Logi Magnason^, Helgi Sigvaldason^, Nikulás Sigfússon^, Runólfúr Pálsson^. ^LHÍ, ^Rannsóknarstöð Hjartaverndar, ^SHR. Inngangur: Tíðni Iokastigsnýrnabilunar á Vesturlöndum er vaxandi, byrðin þung og kostnaður gífurlegur við meðferð. Þess vegna er æskilegt að geta metið framtíðarþörfina á slíkri meðferð, en mikilvægast er þó að koma í veg fyrir upphaf og versnun nýrnasjúkdóma með góðum forvörnum. Til að vinna að þcssum mark- miðum er nauðsynlegt að kanna faraldsfræði langvinnrar nýrnabilunar. Engar rannsóknir hafa farið fram hér á landi á lang- vinnri nýrnabilun og fáar annars staðar. Nýgengi lokastigsnýrnabilunar eða "end-stage-renal disease" (ESRD) er Iægra á íslan- di en meðal flestra annarra vestrænna þjóða. Þessi rannsókn leitast við að finna algengi og helstu orsakir langvinnrar nýrnabilunar hér á Iandi. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar úr hóprannsókn Hjartaverndar sem fram fór árin 1967-1991. Þýðið samanstóð af öllum einstaklingum á stór- Reykjavíkursvæðinu sem fæddir eru á árunum 1907-1934. Heildarúrtak var um 30 þúsund manns á aldrinum 33 til 81 árs, en af þeim mættu 18.912, 9773 konur og 9139 karlar. Rannsókn okkar tók til einstaklinga sem mældust með kreatínín í sermi (sc.kr.) 1,7 mg/dl (=150mól/I). Upplýsinga var aflað um sjúkdómsframvindu og afdrif með því að yfirfara sjúkraskýrslur og dánarvottorð og með því að hafa samband við sj. eða lækni hans. Þeir sem höfðu viðvarandi hækkun á kreatíníni og fengu greiningu nýrnasjúkdóms voru álitnir með langvinna nýrnabilun. Línulegri aðhvarf- sgreiningu var beitt til að fá fram aldursstaðlað algengi 30-79 ára einstaklinga. Aðferð til kreatínínmælinga í Hjartavernd var sú sama öll árin og byggðist á hvarfi kreatíníns við picricsýru. AJmcnnt er krcatínín í sermi, talið einn áreiðanlegasti og handhægasti mælikvarðinn í klínísku eftirliti á nýrnastarfsemi. Niðurstöður: 49 einstaklingar mældust með kreatínín í sermi 150 móI/L við fyrstu mætingu í rannsóknarstöð Hjartavcrndar. 8 voru útilokaðir, ýmist vegna ran- gra mælinga eða vegna þess að hækkun á kreatíníni reyndist vera tímabundin. 41 einstaklingur, þar af 26 karlar og 15 konur, voru með viðvarandi hækkun kreatíníns yfir viðmiðunarmörkum. 34 einstaklingar mældust með kreatínín á bilinu 150-250 mól/L, 6 einstaldingar mældust með 250-500 moI/L en enginn var með kreatínín yfir 500 mol/L. Þegar í meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar var 1 einstaklingur. Heildaralgengi langvinnrar nýrnabilunar meðal þátttakenda í rannsókn var 0,217%; 0,153% meðal kvenna í rannsókn og 0,284% meðal karla. Með línulegri aðhvarfsgreiningu, þar sem aldur var staðlaður við "truncated world population", fengust algengistölur sem námu 0,23% (95% CI = 0,04- 0,42) fyrir konur og 0,42% (95% CI = 0,18-0,66) fyrir karla. 85% þeirra sem voru með Iangvinna nýrnabilun voru 50 ára eða eldri. 25 af4l (61%) þcirra sem við greindum með langvinna nýrn- abilun voru versnandi eða með "progrcssive" nýrnabilun sem skilgreind var sem hækkun á kreatíníni > 50 mol/L frá mælingu í Hjartavernd. 16 (39%) fengu mjög alvarlega nýrnabilun eða lokastigs-nýrnabilun og þar voru 9 sem fengu skilunar- og /cða ígræðslumeðferð. 30 einstaklingar voru greindir með ákveðinn nýrnasjúkdóm sem var álitinn orsök krónískrar nýrnabilunar. Krónískur pyelonephritis var algen- gasta orsökin, en athygli vakti að einungis 1 einstaldingur hafði nýrnabilun af völ- dum sykursýki. Hjá 11 var orsök óljós cða óþekkt. Ályktun: Okkar niðurstöður sýna að algengi langvinnrar nýrnabilunar cr lægra á ís-landi en víðast annars staðar á Vesturlöndum og að algengi nýrnabilunar af völdum sykur-sýki er mun lægra hér en annars staðar. Því hærra sem se.kr. var við fyrstu mælingu, þeim mun meiri líkur voru á að fá lokastigsnýrnabilun. Munur milli karla og kvcnna er í sam-ræmi við það sem gerist erlendis. Stór hluti þess hóps scm var mcð væga langvinna nýrna-bilun fékk lokastigs nýrnabilun. 115 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.