Læknaneminn - 01.04.1998, Side 118

Læknaneminn - 01.04.1998, Side 118
Frásog og aðgengi á 17 beta-estradíóli gefíð í cýklódextrín komplex Ragnheiður Oddnv Árnadóttir^, Jens A. Guðmundsson^, Þorsteinn Loftsson^, Matthías Kjeld^. ^LHÍ, ^Kvennadeild Landspítala, ^Lyfjafræði lyfsala, ^Rannsóknarstofa Landspítalans í blóðmeinafræði. Inngangur: Tíðahvörf kvenna verða þegar minnkandi framleiðsla á estrógen hormónum leiða til þess að mánaðarlegar blæðingar hætta. Þær heilsufarslegu breyt- ingar sem fylgja í kjölfarið eru annars vegar skammtíma áhrif og hins vegar langtíma áhrif. Helstu skammtíma áhrifin eru “vasomotor” einkenni (hitakóf og svitaköst), svefntruflandir, kvíði og almenn vanlíðan og einkenni frá þvag- og kynfærum (þvag- leki, tíð þvaglát, þurrkur í leggöngum o.fl.). Mikilvægustu langtímaáhrif estróg- enskorts eru aukin tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og beinþynning. Með því að með- höndla konur á breytingaskeiði gegn hormónaskorti er hægt að koma í veg fýrir skammtíma-óþægindi, tíðni hjarta- og æðasjúkdóma minnkar og beinþéttni eykst. Algengasta lyfjaformið á estrógenum eru estradíól töflur sem teknar eru um munn, en helsti gallinn við þær er mikið niðurbrot í þörmum og lifur við fyrstu umferð og gefa þarf því frekar háa skammta til þess að fá viðunandi blóðþéttni á estradíóli. Einnig er algengt að nota húðplástra, en með þeim er komist hjá fyrstu umferð í lif- ur. Þannig er hægt að gefa mun minni skammta af estradíóli, en fá jafnframt góð klínísk áhrif. Cýklódextrín sameindir eru hringlaga sykrungar og með því að tengja þær við lyfjasameindir eykst leysanleiki lyfja og stöðugleiki. í þessari rannsókn var kannað frásog og aðgengi á estradíóli tengt cýklódextríni, gefið sem tungurótartöflur til frá- sogs í munnslímhúð. Þannig sleppur lyfið við að fara um þarma og lifur og ætla má að hægt sé að gefa enn lægri skammta af estradíóli til þess að fá klínísk áhrif. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 5 konur, 50-67 ára, sem komnar voru yfir tíðahvörf fyrir meira en einu ári og voru ekki á hormónameðferð. Hormónaástand þeirra var metið í upphafi með því að mæla serum estradíól, FSH og LH. Rannsóknin náði yfir 2 daga hjá hverri konu. Fyrri daginn fengu konurnar 1 tungurótartöflu með 50 pg af 17beta-estradíóli í cýklódextrín komplex og seinni daginn fengu þær 100 pg skammt. Blóðprufur voru teknar fyrir töflugjöf og síðan eftir 15, 30, 45 og 60 mín. og 1 _, 2, 4, 6, 8 og 12 klst. til mælingar á serum estrad- íóli, estróni, FSH og LH. Eftir hverja blóðprufu var mældur blóðþrýstingur og hjart- sláttartíðni. Niðurstöður: Við gjöf á 50 pg af estradíóli í cýklódextrín komplex fæst hratt frá- sog úr munnslímhúð þar sem hámarksþéttni estradíóls næst eftir u.þ.b. 30 mín. Frá- hvarfsfasinn er hraður og er lyfið nær horfið úr blóði eftir 4 klst. Svipaðar niðurstöð- ur fást eftir gjöf á 100 pg skammti, nema mun hærri toppur næst eftir 15-30 mín. Eftir 4-6 klst var blóðþéttni lyfsins orðin nánast sú sama og fyrir töflugjöf. Estrón virðist hækka í samræmi við hækkun á estradíóli, en fráhvarsfasi þess er hægari. Ser- um FSH lækkaði marktækt eftir gjöf á 100 pg, en ekki eftir lægri skammtinn. Ser- um LH lækkaði hinsvegar marktækt eftir báða skammtana. Ekki sáust marktækar breytingar á blóðþrýstingi né hjartsláttartíðni á meðan á rannsókninni stóð. Töflurn- ar leystust upp á 2-5 mín og engin kvennanna kvartaði undan óþægindum frá munni. Ein konan kvartaði undan höfuðverk stuttu eftir gjöf á stærri skammtinum, en önnur óþægindi komu ekki fyrir. Umræður: Mcð því að tengja estradíól við cýklódextrín og gefa það í tungurótart- öflum fæst gott frásog, hvort sem gefinn er 50 pg eða 100 pg skammtur. Þéttni est- radíóls eftir lægri skammtinn samsvarar gildum eins og það mælist í eðlilegum tíða- hring, en eftir hærri skammtinn fást gildi sem samsvara mjög háum gildum í miðj- um tíðahring við egglos. Fráhvarf hormónsins er hratt sem þýðir að líklcga er ekki nóg að gefa konum einn skammt daglega. Kanna þarf nánar hvort 1 skammtur af 50 pg gefinn 2svar á dag sé hæfilegt til að halda blóðþéttni estradíóls svipuðu og það er í tíðahring kvenna á frjósemisskeiði. Einnig þarf að athuga hvort langtímanotkun á estradíól tungurótartöflum nái að bæla niður framleiðslu á FSH og LH, en það gæfi til kynna virkni hormónsins. Þcssi aðferð við hormónameðferð virðist hafa mikla kosti, en fáa galla og mikilvægt er að gera áframhaldandi rannsóknir til að finna rétta skömmtun og einnig að athuga gildi slíkrar meðferðar gegn langtímaáhrifum horm- ónaskorts. Smíði genaferja byggðum á visnuveiru Sigfús Gizurarson*. Carsten Bley^, Ólafúr S. Andrésson^, Valgerður Andrésdóttir^, Jón Jóhannes Jónsson^. ^LHÍ, ^Meinefnafræðideild Landspítalans og Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, ^Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Inngangur: Genalækningar eru ört vaxandi grein innan læknisfræði. Aallra síð- ustu árum hafa verið gerðar margvíslegar tilraunir þar sem veirur cru notaðar til gena- flutninga inn í sómatískar frumur. Mest hefur verið unnið með víxlveirur (retróveir- ur), m.a. vegna þess að færslugenið flyst inn í litninga fruma. Við það varðveitist erfðaefni veirunnar í sýktu frumunni og öllum dótturfrumum hennar. Múshvítblæð- isveiran (“Murine Leukaemia Virus”, MLV) hefur verið algengasta genaferjan til þessa cnda eru líffræðilegir eiginleikar hennar tiltölulega vel þekktir. Helsti gallinn við MLV og flestar aðrar víxlveirur er að þær geta eingöngu sýkt frumur sem eru í skiptingu. Víxlveirur sem valda hæggengum sýkingum s.k. lentiveirur geta hins veg- ar sýkt frumur sem eru ekki í skiptingu. Annar kostur lentiveira sem genaferjur er að þær sýkja mónócýta og makrófaga en þær frumur er af margvíslegum ástæðum hent- ugar markfrumur við genalækningar. HIV er þekktasta lentiveiran. HIV genaferjur hafa þann ókost að veiran veldur ólæknandi og banvænum sjúkdómi í mönnum. HIV veirur eru einnig flóknar að byggingu og því erfitt að skilgreina svæði í ferjunni sem eru nauðsynleg fyrir skilvirka genaflutninga án þess að ferjan sjálf valdi skaða við sýkingu. Mæði-Visnu Vciran (MW), sem sýkir sauðfé, er einnig lentiveira og náinn ættingi HIV. MW veldur eingöngu sjúkdómi í sauðfénaði sen sýkir ekki mannfólk. Erfðaefni MW er einnig einfaldara en HIV (9 gen í stað 6). Tilraunir með hana eru því auðveldari og öruggari en vinna með HIV. Síðast en ekki síst hefur MVV, ólíkt MLV og HIV, gen fyrir dUTPasa. Það ensím er talið draga úr tíðni stökkbreytinga sem er kostur því þær takmarka skilvirkni víxlveira við genaflutninga. Aðferðir og niðurstöður: Þróun MW sem genaferju er langtíma rannsóknar- verkefni. Búa þarf til bæði pökkunarfrumur og genaferjur og síðan að prófa í frum- um og tilraunadýrum. Fyrsta skrefið er að útbúa pökkunarplasmíð og pökkunar- frumur. Þær eru kindafrumur sem hefur verið erfðabreytt þannig að þær framleiða MW veiruagnir á þess að innihalda MW erfðaefni úr pökkunarplasmíðunum.. Prótein veiruagnarinnar eru tjáð af genum á pökkunarplasmíðunum. Erfðaefni í MW genaferjukerfi var fengið úr tveim plasmíðum, þ.e. p8XSp5-RKl sem smíðað var á Keldum og pKS2 sem fengið var frá Minnesótaháskóla. Til að útbúa pökkun- arfrumur þá erum við að smíða tvö plasmíð scm saman myndu tjá öll próteingen MW en RNA erfðaefni framleitt af þeim getur hvorki pakkast inn í veiruagnir né leitt til veiru með tímgunargetu eftir endurröðun. I því skyni settum við inn nýjar óskyldar stýriraðir og polyA merki til að tjá genin í stað náttúrulegu LTR stýrirað- anna. Einnig er mikilvægt að pökkunarmerkið fyrir flutning erfðaefnis inn í veiru- agnir sé óvirkt í þessum plasmíðum. Smíði ofangreindra plasmíða hefur verið gerð í mörgum skrefum sem við höfum skipulagt og útbúa þarf röð plasmíða sem millistig. Markmið 4. árs verkefnis var að flytja inn CMV stýril inn í stað 5’ LTR raðarinnar. í því skyni klipptum við bút úr p8XSp5-RKl sem inniheldur 5’ LTR svæðið og sett- um inn í annað plasmíð. Samhliða því einangruðum við CMV stýril úr öðru plasmíði (pLXCX). Síðan var 5’ LTR skipt út fyrir CMV stýrilinn og það plasmíð rætað upp og einangrað. Umræða: Nútímatækni í sameindaerfðafræði hefur gert mönnum kleift að breyta erfðacfni lífvera. Þetta hefur gefið hugmyndum um ýmsar tegundir genalækninga byr undir báða vængi. Framkvæmdin hefúr hins vegar reynst erfið m.a. vegna ófullkom- innar tækni við genaflutninga. önnur atriði sem takmarka genalækningar eru van- þekking á tjáningarstýringu fæerslugena og oft á tíðum er meingerð sjúkdóms ekki nægilega vel skilin til að hægt sé að beita genalækningum á markvissan hátt. Við vinnum að þróun genaferja með nýjum eiginlekikum, þ.e. getu til að sýkja frumur sem cru ekki eru í skiptingu. Slíkar ferjur gætu haft margvísleg not bæði í tilraunum og við genalækningar á mönnum. Til dæmis má nefna genaflutninga inn í lifrarfrum- ur, vöðvafrumur, stofnfrumur beinmergs og taugafrumur. Við höfum rökleitt að MW gæti verið sérstaklega heppileg genaferja í þeim tilgangi. Við höfum einnig skipulagt gerð genaferja byggðum á MW og smíðað plasmið sem millistig að því marki. Næst yrði að smíða ferjupiasmíð, en það inniheldur gen sem á að flytja með ferjukerfinu. Það er útbúið með heilu pökkunarmerki og LTR röðum þ.a. það pakk- ast inn í vciruögnina og getur síðan innlimast í Iitning sýktrar frumu. Síðan er hægt að setja inn í pökkunarfrumu plasmíð með MW genaferju sem fyllir agnir af erfða- efni með færslugeni. Þannig fæst fullbúið genaflutningskerfi. Þegar smíði bæði pökk- unar- og veiruferjuplasmíða er lokið ráðgerum við að gera tilraunir með þær, fyrst í kindafrumum og síðan í sauðfé. Ef árangur næst á því stigi er hægt að erfðabreyta út- hýðisgeni (env) MW ferja þannig að þær geti sýkt mannafrumur. 116 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.