Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Page 121

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 121
Gerð og algengi síðkominna og langvinnra aukaverkana eítir meðferð við hvítblæði í æsku Valur Helgi Kristinsson^. Jón R. Kristinsson^, Guðmundur K. Jónmundsson^, Ólafur G. Jónsson^, Árni V. Þórsson^, Ásgeir Haraldsson^. ^LHÍ, ^Barnadeild Lsp, ^Barnadeild SHR. Inngangur: Fyrir rúmum 30 árum var hvítblæði hjá börnum (<15 ára) næstum alltaf banvænt. Síðan þá hefur árangur af meðferð batnað til muna og nú læknast 65- 75% þeirra sem greinast. Þess vegna er mikilvægt að meta langtímaáhrif meðfer- ðarinnar á sjúklingana. Sjúldingar: Árin 1981-'90 fékk 31 barn hvítblæði á íslandi, rannsóknin náði til 20 þeirra. Fimmtán höfðu fengið brátt eitilfrumuhvítblæði (ALL), fjögur önnur bráðahvítblæði (ANLL) og eitt langvinnt mergfrumuhvítblæði (CML). Meðalaldur við rannsókn var 16 ár og 8 mánuðir (16:8), meðalaldur við greiningu var sex ár og meðaltími frá meðferðarlokum var 8:3. Aðferðir: Rannsóknin fór fram á Barnaspítala Hringsins og Heyrnar- og Talmeinastöð íslands. Skoðaðar voru sjúkraskýrslur, tekin sjúkrasaga og sjúklingar skoðaðir, upplýsingum var safnað um hæð, þyngd, heyrn, hugræna þætti, blóðmynd, mótefni og starfsemi innkirtla, nýrna, hjarta, lifrar og lungna. Niðurstöður: Sjúklingar töpuðu að meðaltali 0,48 SD af hæð og stúlkurnar töpuðu 0,77 SD meira en drengir. Þyngd sjúklinga m.t.t. hæðar var meiri nú en við greiningu, fimm voru yfir kjörþyngd nú en enginn við greiningu. Styttingarbrot vin- stra slegils allra þeirra sem mældir voru var innan eðlilegra marka. Tveir höfðu greini- lega loftvegaþrengingu. Engin teljandi óregla fannst á blóðmynd eða lifrar- eða nýr- nastarfsemi. Tveir höfðu skerta heyrn sem ekki var hægt að skýra sem hávaðaskem- md. Nokkur frávik voru á aðal mótefna-flokkunum en 12 höfðu lækkun á IgG2 og 5 á IgG3. Sex höfðu þurft sérkennslu í skóla, allir við lestur. Þrír hafa það skerta hormónastarfsemi vegna meðfcrðarinnar að þeir þurfa á hormónameðferð að halda. Umræður: Áhrif á hæð og þyngd eru mcrkjanleg en virðast þó ekki Idínískt markverð. Skaðvænleg áhrif á lungu og heyrn er erfitt að meta. Þrátt fyrir umtalsverðar lækkanir á ákveðnum flokkum mótefna virðist sjúkingunum ekki vera hættara við sýkingum. öruggustu áhrifin virðist vera að finna í innkirtlunum og e.t.v. í sambandi við árangur í skóla. Ástandið virðist vera gott hérlendis samanborið við erlendar rannsóknir en þó er greinileg nauðsyn þess að fylgja hvítblæðissjúklingum markvisst eftir í langan tíma. Áhrif lækkaðs hitastigs á hjartavöðva marsvína. Samanburður á gáttum og sleglum Vilhjálmur Vilmarsson ^, Magnús Jóhannsson^. ^LHÍ, ^Rannsóknarstofa í Lyfjafræði. Markmið: Megintilgangi þessarar rannsóknar má skipta í þrennt. í fyrsta lagi að athuga bein áhrif lækkaðs hitastigs á ýmsa þætti hjartastarfseminnar þ.e. samdrátt, slökun, Ca-flæðið og hrifspennur. í öðru lagi að kanna nánar þátt Ca-straums, Na/Ca-skipta og losunar Ca úr frymisneti (SR) fyrir samdrátt og hinsvegar hlutdeild Ca-pumpu SR og Na/Ca-skipta fyrir slökun. í þriðja lagi að bera saman áhrif hita- stigsbreytinga á gátt og slegla, en þessir vöðvar eru mjög ólíkir bæði að gerð og starf- semi. Efni og aðferðir: Notaðar voru ræmur úr vinstri gátt marsvína og trabekúlur eða papillarvöðvar úr hægri slegli. Vöðvabútunum var svo komið fyrir í baðlausnum og annar endi þcirra bundinn í fastann krók en hinn við kraftskynjara og þeir síðan ert- ir með hjálp platínuskauta. Inn í reglulega crtingu (1Hz) var skotið einu breytilegu bili, 0,17-20 s að lengd. Hrifspennur voru mældar með þar til gerðum örskautum sem stungið var inn í vöðvafrumurnar og vöðvinn ertur á sama hátt og áður. Hita- stigi lausnarinnar var svo breytt um þrjár gráður í senn, á bilinu 35-26° C. Unnið var úr öllum niðurstöðum í tölvu. Niðurstöður: Við það að lækka hitastigið gerðist eftirfarandi: 1) Samdráttarkraftur (Fss) fimmfaldaðist í slegli og tvöfaldaðist í gátt. 2) Tími að toppi samdráttar (TPF) rvö- faldaðist en tími slökunar (TR) na^tum þrefaldaðist. Fyrir gáttir og slegla var Q10 (temperature coefficient) um 2,0 fyrir TPF en um 2,5 fyrir TR. 3) Við 35° C var endur- nýtingarhlutfall Ca2+ (RF) u.þ.b. 0,6 í gátt en 0,3 í slegli. Við lækkun hitastigs nálguð- ust þessi hlutföll (0,45-0,5), jókst í slegli en minnkaði í gátt. 4) Hraðstuðull (kl) fýrirhraða fasa endurheimtar krafts eftir ertingu (mechanical restitution) minnkaði mikið bæði í gátt og slegli við að lækka hitastigið, Q10 1,5-2,0. 5) Lengd hrifspenna við -40mV (APD40) lengdist umtalsvert í slcgli við hitastigslækkunina en óverulcga í gátt. Umræða: Aukning samdráttarkrafts og lenging samdráttar kom ekki á óvart enda vel þekkt. Munur á Q10 milli TPF og TR bendir til þess að slökunin sé meira háð virkum flutningi á Ca2+. Minnkun á kl er í samræmi við þá hugmynd að lækkað hitastig hægi á endurvirkjun jónaganga SR. Það sem kom fram með RF er athyglis- vert cnda hefur því ekki verið lýst áður. Það að RF aukist í slegli en minnki í gátt bendir til ólíkra áhrifa hitastigs á Ca-pumpu SR og á Na/Ca-skiptin. Það síðarnefnda er e.t.v. mesti áhrifavaldur þar sem sá tími sem fruman hefur til að skipta Ca út fyr- ir Na styttist í slegli við lækkun hitastigs. Það kemur til af þeirri niðurstöðu að í slegli lengist APD40 umtalsvert og þá um leið tíminn til að losna við Ca. Þannig má ætla að meira Ca2+ fari inn í SR. Nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum fæddum á íslandi 1986-1995 Yrsa B. Löve^. Hróðmar Helgason^, Gunnlaugur Sigfússon^. ^LHÍ, ^Barnaspítali Hringsins. Inngangur: Margar rannsóknir hafa verið gerðar á nýgengi meðfæddra hjartagal- la. Þær benda til þess að nýgengið sé um 0,8-1,1%. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á nýgengi meðfæddra hjartagalla meðal tvíbura. Þær hafa þó gefið til kynna hærra nýgengi hjá tvíbur-um. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka nýgengi og gerðir meðfæddra hjarta-galla hjá tvíburum fæddum á íslandi á 10 ára tímabili og bera það saman við nýgengi hjartagalla hjá íslenskum börnum í heild. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum tvíburum sem fæddir eru á íslandi á árunum 1986-1995 og greinst hafa með hjartagalla. Upplýsingar fengust frá Hagstofu fslands um tvíbura fædda á tímabilinu og voru þær bornar saman við sjúkraskrár sérfræðinga og Ríkisspítala. Þannig fundust allir tvíbu- rar sem greinst hafa með hjartagalla og fæddir eru á rannsóknartímabilinu. Nýgengið var einnig skoðað sérstaklega fyrir fyrri og seinni hluta rannsóknartímabilsins. Þörf á meðferð, árangur meðferðar og dánarorsakir voru einnig skoðaðar. Kí-kvaðratspróf var notað við tölfræðilcga útreikninga þar sem það átti við. Niðurstöður: Nýgengi: Af 1089 lifandi fæddum tvíburum voru 35 með hjarta- galla, eða 3,21%, samanborið við um 1,0% nýgengi í samanburðarhópi. Þcssi munur er tölfræðilega marktækur (p ( 0,001). Nýgengið var 2,13% á fyrri hluta tímabilsins en 3,78% á seinni hluta þess, sem er marktækur munur (p ( 0,005). Flokkun hjarta- gallanna: Af 35 tvíburum með hjartagalla voru 15 með alvarlegan galla (þörfnuðust meðferðar). Op milli slegla var algengasti hjartagallinn (40%). Kynhlutfall: Hlutfallið drengur/stúlka var 0,591 samanborið við 1,1 í samanburðarhópi. Munurinn var ekki marktækur (p ( 0,05). Samsetning tvíbura-hópsins: Af tvíburum með hjartagalla voru 34% pör þar sem annar tvíburinn var drengur en hinn stúlka, 26% voru drengjapör og 40% stúlknapör. Aldur við greiningu: Flestir tvíbur-anna greindust á fyrstu fimm mánuðum lífsins. Aðeins hafa tvö börn greinst eftir 6 mánaða aldur. Meðferð: Tólf barnanna hafa gengist undir hjartaskurðaðgerð, eitt var meðhöndlað í hjartaþræðingu og 10 hafa fengið lyfjameðferð. Dánartíðni: Sex tvíbu- rar létust vegna afleiðinga hjartagallans (17%). Dánartíðnin meðal tvíburanna er marktækt hærri en meðal samanburðarhóps (p ( 0,005). Ályktun: Meðfæddir hjartagallar eru algengari meðal tvíbura en hjá saman- burðarhópi. Nýgengi þeirra er hærra á seinni hluta rannsóknartímabilsins. Dánartíðni er einnig hærri meðal tvíburanna. Árið 1991 hófust glasafrjóvganir á íslandi sem leiddu til mikillar fjölg-unar tvíburafæðinga. Á sama tíma eykst nýgengi meðfæddra hjartagalla meðal tvíbura. Frekari rannsókna er þörf til að kanna mögu- leg tengsl þessa. Samband súrefnisskorts í móðurkviði og meconium í legvatni kannað með athugun á fjölda normoblasta í blóði nýbura Þorgerður Sigurðardóttir^. Þórður Þórkelsson^, Atli Dagbjartsson^, Ásgeir Haraldsson^, Guðmundur M. Jóhannesson^ ^LHÍ, ^Barnaspítali Hringsins, ^Rannsóknarstofa Landspítalans í blóðmeinafræði. Inngangur: Meconium (fósturhægðir) er til staðar í þörmum fóstra fyrir 16. viku meðgöngu. Fyrir kemur að fóstur losar meconium í móðurkviði og er tíðni meconi- um litaðs legvatns um 10-22% allra fæðinga. í sumum tilfellum kemst meconium ofan í lungu þess-ara barna og getur það valdið alvarlegum öndunarörðuglcikum með hárri dánartíðni, þrátt fyrir viðeigandi meðferð. Ekki er enn vitað með vissu hvers LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.