Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 1
9. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 11. maí ▯ Blað nr. 633 ▯ 29. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Eydís Anna Kristófersdóttir og Steinþór Logi Arnarson með níu mánaða soninn Kristófer Loga. Þau tóku formlega við búskapnum á Stórholti í Dalabyggð snemma á síðasta ári af foreldrum Steinþórs. Steinþór hefur gegnt formennsku í Samtökum ungra bænda í rúmt ár og er það hans mat að íslenskur landbúnaður standi á tímamótum. Það sé ekkert sjálfsagt mál að kynslóðaskipti eða nýliðun eigi sér stað þegar afurðaverð er ekki nógu hátt, vextir á lánum séu himinháir og verð á aðföngum í hæstu hæðum. Skýr skilaboð til framtíðar verði að koma sem fyrst frá stjórnvöldum. Mynd / smh Sjá viðtal við Steinþór Loga á bls. 36–37. Methækkun á ullarverði til bænda Stjórn Ístex hefur ákveðið að hækka ullarverð til bænda að meðaltali um rúm 48 prósent fyrir alla vinnsluhæfa flokka. Um mestu ullarverðshækkun er að ræða á síðastliðnum 15 árum hið minnsta. „Líklega er þetta mesta hækkun í sögu Ístex. Þá veit ég ekki til þess að við höfum breytt ullarverði á öllum flokkum á sama ullarárinu, en það er mikilvægt að það komi fram að ullin sem lögð var inn í haust og vetur verður greidd á þessu nýja verði,“ segir Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex. Góð afkoma Ístex Sigurður segir að hækkunin sé mis- mikil á milli ullarflokka, meiri hækkun sé á betri flokkana. „Ein ástæða þessara afurðaverðshækkana er góð afkoma Ístex á fyrstu mánuðum ársins og raunar á síðustu misserum. Við lentum í mjög erfiðum 18 mánuðum sem byrjuðu sumarið 2019 með tiltölulega snöggum samdrætti á ullarteppum og lágu verði á ull. Hjólin fóru í raun aftur að snúast um það leyti þegar við komum á kvöldvakt í bandframleiðslunni hér í Mosfellsbæ haustið 2021. Þá náðist meiri nýtni á tækjum, ásamt því að verð hækkaði og meiri hagkvæmni í stærð náðist. Þannig að síðustu tvö ár hafa reynt mikið á mannskapinn en að sama skapi verið góð. Sala fyrstu 6 mánuði er um 200 milljónum hærri en fyrir sama tíma í fyrra. Áframhaldandi eftirspurn er eftir Lopa handprjónabandi og gott gengi nýrra vörutegunda, líkt og ullarsængur, Lopiloft ullareinangrunarefni og annað. Jafnframt lofar teppasala góðu í vor og sumar. Betra verð hefur náðst en búist var við, fyrir ákveðna ullarflokka, líkt og snoð og heilsársull með áframhaldandi vinnslu í sængurull. Framhaldið á árinu lítur því vel út, en á móti kemur að við getum verið einni alvarlegri bilun frá erfiðu ári. Ágætt gengi hér er þvert á ástandið erlendis þar sem verð fyrir hráull er enn lágt og hefur ekki að fullu jafnað sig.“ Komið til móts við bændur Fleiri þættir spila inn í ákvörðun stjórnar að hækka verð til bænda, að sögn Sigurðar. „Það þótti rétt að koma til móts við bændur vegna tafa við ullarsöfnun víða um land. Alvarlegar bilanir hafa verið bæði í þeytivindu og örbylgjuofni, en þetta hefur tafið þvott um meira en mánuð. Þetta hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að taka við meiri ull á meðan viðgerðum stóð. Öll tæki eru nú komin í lag og unnið er að því hörðum höndum að ná allri ull sem fyrst til Blönduóss. Við hjá Ístex þökkum bændum fyrir alla þolinmæðina og biðjumst velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem hafa hlotist yfir þetta erfiða tímabil.“ Mikilvægi ullarflokkunar Sigurður segir að góð ullarflokkun bænda sé lykilatriði til að auka verðmæti ullar. Flestir bændur hafa í gegnum árin lagt mikinn metnað í að gera vel og með þessari hækkun sé stutt betur við þá sem hafa verið að gera góða hluti og hvetja þá sem gætu bætt sig að gera enn betur. Hann segir að stærsta fjár- festingin í ár sé ný spunavél sem kemur með haustinu. Hún sé í smíðum á Ítalíu og muni henta íslensku ullinni sérlega vel. /smh Tollverndarkerfið er alls ekki að sinna því hlutverki sem það hafði fyrir fimmtán árum síðan. Það segir Daði Már Kristófersson hagfræðingur. „Það skiptir engu máli hvort þú sért formaður Bændasamtakanna eða formaður Félags atvinnurekenda. Menn hljóta að vera sammála um að það sé skrítið að ekki sé tekin umræða um tilganginn með tollverndinni í ljósi þess að við erum passíft að leggja hana niður.“ Verðtollur á innfluttar búvörur frá ESB hefur haldist í sömu krónutölu síðan 2007, en ekki verið uppreiknuð á hverju ári. „Því hefur tollvernd í raun minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Þetta sé mikið áhyggjuefni. Afleiðingarnar birtast m.a. í meiri innflutningi á búvörum með tollum, sem virðast því lítil hindrun fyrir innflutning. Til dæmis var um 17% af heildarinnflutningi nautakjöts árið 2022 utan tollkvóta og vísbendingar eru um að innflutningur á nautakjöti sé að aukast gríðarlega árið 2023. „Ég var að skoða kjúklingakjötið og á síðasta ári hefði 67% magnsins getað verið flutt inn án tolla,“ segir Margrét. „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“ segir Daði. /ghp Sjá nánar á bls. 20–21. Refilstígur tollverndar Kynslóðaskipti á Vöðlum 42 „Bjór hjálpar bændum“ 12 Hrafninn á Hólum 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.