Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 VIÐTAL Á Vöðlum í Önundarfirði er eitt af fáum kúabúum sem enn eru í rekstri á Vestfjörðum. Bændurnir þar segja baráttuna þar ekki mikið erfiðari en annars staðar á landinu. Kynslóðaskipti á búinu eru komin í farveg, en bændurnir taka sér þann tíma sem þeir þurfa. Árni Brynjólfsson og Erna Rún Thorlacius hafa farið með búforráð á Vöðlum frá 1989. „Þegar við tökum við þá voru tíu mjólkurbú bara í Önundarfirði,“ segir Árni. Þangað til nýlega voru tvö mjólkurbú starfandi í firðinum og voru þau saman með álíka mikla framleiðslu og öll tíu búin til samans áður. Hitt búið lagðist niður í fyrra, og með því fluttist stór hluti framleiðslunnar. Framleiðslurétturinn á Vöðlum er 282 þúsund lítrar mjólkur og eru að jafnaði 50 kýr mjólkandi á hverjum tíma. Nautgripirnir eru samtals 170 þegar mjólkurkýr og geldneyti eru talin saman. Þegar búskapur lagðist af á Hóli í Önundarfirði losnaði fjós á Vífilsmýrum sem notað er í nautauppeldi. Jafnframt er nálægt sjötíu vetrarfóðruðum ám á bænum. Nú standa yfir framkvæmdir á Vöðlum, en fyrir ofan fjósið rís uppeldisfjós sem mun þjóna sama tilgangi og aðstaðan sem nú er nýtt á Vífilsmýrum. „Áformin eru að stækka þessa einingu þannig að hún verði svolítið skemmtilegri,“ segir Árni. Mjólkurkúnum verður ekki fjölgað verulega, nema rétt til að ná fullri nýtingu úr mjaltaþjóninum. Systursonur tekur við Jóhann Ingi Þorsteinsson hefur stefnt að því að verða bóndi á Vöðlum frá því hann var krakki. Sjálfur er hann alinn upp á Flateyri, en Árni er móðurbróðir hans. Hann hefur alltaf sýnt búskapnum mikinn áhuga og varði gjarnan eins miklum tíma þar og hann gat. „Maður var alltaf í sveit á Vöðlum – amma og afi bjuggu hérna líka. Svo þegar var eitthvert gagn í manni fékk maður að gera eitthvað. Þau voru ófá sumrin sem ég vann hérna og hafði bullandi áhuga á þessu. Svo kom að því að maður fór á Hvanneyri og aldrei minnkaði áhuginn,“ segir Jóhann Ingi. „Það voru sjö kúabú hérna á norðanverðum Vestfjörðum þegar ég útskrifaðist frá Hvanneyri. Við erum þrjú núna,“ segir Jóhann Ingi. Árið 2013 var enn mjólkað á Gemlufalli og Höfða í Dýrafirði, Ósi í Bolungarvík, Látrum í Ísafjarðardjúpi og Hóli í Önundarfirði. Þau þrjú sem eftir eru, ásamt Vöðlum, eru Botn í Súgandafirði og Hattadalur í Álftafirði. Jóhann Ingi og Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, unnusta hans, eru búin að kaupa jörðina Mosvelli, sem er steinsnar frá Vöðlum. Hann er búinn að vera launamaður á kúabúinu síðan 2019 og hún starfar á sjúkrahúsinu á Ísafirði. „Stærsta hindrunin hjá öllum nýliðum er peningaskortur,“ segir Jóhann Ingi, aðspurður um áskoranir við að taka við búinu. Eigendaskipti flókin „Áformin eru að við getum dregið okkur út og þau komið inn. Við erum ekki beinlínis komin í djúpu laugina, en við erum farin að þreifa á þessu,“ segir Árni og á við endanlegu eigendaskiptin. Hann segir erfitt að fá upplýsingar um rétta leið í þessum efnum og að gjarnan séu leiðbeiningarnar misvísandi. Meðal þeirra upplýsinga sem hann segist hafa fengið séu að seljandinn, eða eldri kynslóðin, geti lent í að þurfa að greiða svo mikinn söluskatt af hagnaðinum að viðkomandi „fari á hausinn“. Árni vill þó ekki koma með neinar fullyrðingar, enda stemmi ekki allar leiðbeiningarnar sem honum hafa verið gefnar. „Reksturinn er á minni kennitölu, eins og var alltaf í gamla daga, þannig að mín kennitala fengi á sig svo mikinn söluhagnað og þar af leiðandi yrði svo hár tekjuskattur á mig í næsta framtali, að ég myndi aldrei geta greitt það. Ég færi í persónulegt gjaldþrot. Það er búið að benda okkur á ýmsar leikfléttur í þessu, eins og að breyta þessu í einkahlutafélag,“ segir Árni. Þó segist hann hafa heyrt af vel heppnuðum kynslóðaskiptum þar sem allir hlutaðeigandi aðilar hafa verið með reksturinn á persónulegri kennitölu. Árni segist sakna þess að geta hvergi fengið heildstæða ráðgjöf um kynslóðaskipti á bújörðum. „Auðvitað eru engin tvö dæmi eins, en mér finnst við hafa þurft að leita að þessu öllu. Ég veit að RML hefur gert ýmislegt, en maður þarf að draga allt upp úr þeim.“ Vinna vel saman „Við eigum þrjá stráka og það var alltaf miklu meiri áhugi hjá Jóa að druslast í þessu en okkar strákum. Það á enginn að fara í þetta sem hefur ekki áhuga. Þetta er ekki níu til fimm vinna og hætt á hádegi á föstudögum,“ segir Árni. „Ég verð sextugur á þessu ári, hvort sem mér líkar betur eða verr, og frúin er rétt tæpum tveimur árum eldri. Ég vil ekki gera Jóa það að fara í sömu spor og eiga ekkert líf – þannig að ég get alveg verið á kantinum í einhvern tíma svo þau geti átt einhverja frídaga. Ég treysti mér alveg að halda þessu gangandi þó þau fari í vikufrí. Auðvitað kemur svo að því að ég verð ekki með. Maður hefur því miður heyrt af dæmum þar sem fólk vill koma unga fólkinu að. Svo er það komið af stað í þessu en þá gengur samstarfið ekki. Ég held að það megi alveg koma fram að við eigum gott samstarf. Það er svo mikils virði að það sé ekki kengur í mannskapnum.“ Kunna á náttúruna „Ég hef oft fengið þessa spurningu: Hvernig er baráttan hérna á Vestfjörðum? Margir halda að það sé miklu verra og öðruvísi en annars staðar á landinu, en ég held að það sé óverulegur munur varðandi náttúruna. Baráttan við náttúruna er ekkert harðari hér en annars staðar. Auðvitað erum við ekki með jafn mikið af gasalega fallegum túnum og við þurfum að haga okkur öðruvísi í að elta landslagið. Þetta eru svolítið gömul tún, en það eru góðir blettir inni á milli.“ Eitt af því helsta sem sker vestfirska bændur úr eru vegalengdir. Árni segir það helst koma fram í flutningskostnaði. „Svo fer okkur alltaf fækkandi, en það breytir voða litlu fyrir okkar rekstur. Fóðurbíllinn og mjólkurbíllinn Hótel/gistihús til leigu til lengri tíma - Framtíðarráðstöfun - Tilbúið til rekstrar strax í sumar √ Allur búnaður til staðar, bókanir sumarsins og bókunarkerfi tengt við Booking.com og Expedia.com. √ Áður skóli og heimavist. Náttúruperla mitt í fuglafriðlandi Svarfdælinga. √ Tvö hús, samtals um 1300 fermetrar. √ Ný vönduð rúm og sængurfatnaður, þvottavélar og góð aðstaða. √ Möguleiki á heilsársrekstri og búsetu. √ Framtíðartækifæri fyrir fagaðila og áhugasama með metnað í hótel og gististarfsemi. Húsabakki Svarfaðardal Fasteignamarkaðurinn ehf. – Óðinsgötu 4 , 101 Reykjavík – www. fastmark.is -fastmark@fastmark.is Valhöll Fasteignasala ehf. - Síðumúla 27, 108 Reykjavík - www.valholl.is Vestfirðir: Baráttan við náttúruna ekkert harðari en annars staðar – Kynslóðaskipti flókin en hasta ekki Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Yngri og eldi kynslóð bænda á Vöðlum. Árni Brynjólfsson, Jóhann Ingi Þorsteinsson, Gerður Ágústa Sigmundsóttir og Erna Rún Thorlacius. Mosvallahornið í baksýn. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.