Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Hérlendis vill svo skemmtilega til að djúpt inni í Dölunum, ekki langt frá vegamótum Vestfjarðavegar og Klofningsvegar, búa hjónin Rebecca Ostenfeld og Hjalti Freyr Kristjánsson – en þau tóku að sér lítinn hrafnsunga fyrir nokkrum árum, sem er ansi mælskur. Þau hjónin, ásamt þremur börnum sínum, reka dýraathvarf á Hólum þar sem gestir geta komið yfir sumarmánuðina og fengið að kynnast dýrunum. „Það var nefnilega þannig að leiðir okkar Hjalta lágu saman í sláturhúsi Búðardals, þar sem við vorum bæði við störf. Ég var ekki lengi að hrífast af þessum óstjórnlega myndarlega manni sem fór sínar eigin leiðir við að vekja athygli mína á sér. Jæja, ég kolféll fyrir honum og við hófum fljótlega að rugla saman reytum okkar,“ segir Rebecca, en Hjalti er fæddur og uppalinn í sveitinni. Landbúnaðarhagfræðingurinn með gullhjartað Vorið 2002, þá rúmlega tvítug, heim- sótti Rebecca Ísland fyrst og sá fyrir sér að vera í eitt ár. Hún er menntaður landbúnaðarhagfræðingur frá Dan- mörku og hefur haft einskæran áhuga á dýrum frá barnsaldri, sú eina í sinni fjölskyldu. Rebecca hafði þann starfa að sjá bæði um kúa- og svínabú í heimalandinu og því öllum hnútum kunnug. Að auki miðlaði hún af visku sinni og var fyrst allra til að aðstoða samnemendur sína sem áttu örðugt með námsefnið. „Það hefur einhvern veginn verið þannig að ég má ekkert aumt sjá og get ekki stillt mig þegar ég veit að aðra vantar aðstoð. Það sama á við um dýrin. Hjá mér eiga helst allir athvarf.“ Þessu eru þeir kunnugir sem sækja þau hjón heim, bæði Hjalta og börnin þrjú, þau Matthías Hálfdán, Kristjönu Maj og Alexander Stein, en hjá þeim eru allir aufúsugestir. Rebecca, sem hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á líðan og umhirðu dýra, segir upphaflegu ástæðu þess að hún hafi sótt Ísland heim vera vegna ástríðu sinnar á kindum. Við komuna til Íslands hélt hún beint í sauðburðinn á Vatni í Haukadal vorið 2002 og þótti yndisleg upplifun. „Það er notað svo lítið af sýklalyfjum á Íslandi, dýrin eru svo hamingjusöm, lífræn nánast, enda ættu Íslendingar að selja meira af kjöti úr landi finnst mér, enda gæðin ótrúleg. Komandi frá Danmörku finnst mér stór munur á íslenska kjötinu og öðru sem ég hef smakkað.“ Eftir sauðburðinn fór Rebecca sem leiðsögumaður til Suður-Grænlands en kom til baka um haustið að smala í réttir á sama bæ og áður. Um það leyti hóf hún svo störf í sláturhúsinu í Búðardal sem reyndist afdrifarík ákvörðun. „Við stóðum bæði við færibandið, hann á öðrum endanum og ég hinum. Eftir fyrsta kossinn fórum við að vera saman og höfum verið í tuttugu ár.“ Hjónin, sem stóðu lengi vel í fjárbúskap, ventu kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum og hófu að taka að sér dýr sem þurftu á aðhlynningu eða heimili að halda. Hrafn nokkur, í dag kallaður Krummi, er eitt þeirra. Virðing fyrir dýrunum er númer eitt „Það er ekki löglegt að leggja eignar- hald sitt á villt dýr,“ segja þau hjónin, „en það má halda slösuðum dýrum eða þeim sem myndu ekki lifa af í náttúrunni vegna fötlunar eða annarrar vanhæfni. Krummi kom til okkar pínulítill og slasaður. Í ljós kom að hann hafði fótbrotnað og brotið gróið skakkt saman, auk þess sem vængirnir voru skakkir. Hann hafði þó ótrúlega matarlyst. Við fórum með hann út í grasið þegar gott var veður, lágum hjá honum og höfum alltaf spjallað mikið við hann, reyndar eins og öll okkar dýr. Hann braggaðist, er orðinn stór og hraustur, en verður því miður alltaf hálfskakkur og vængirnir gagnslausir.“ Þau hjón hafa fengið ógrynni fyrir- spurna varðandi Krumma. „Fólk hefur falast eftir honum til sýninga eða í tónlistarmyndbönd svo eitthvað sé nefnt. Krummi er hins vegar ekki sýningargripur eða heilt yfir einhver sem er hægt að fá lánaðan. Hann er hér í öruggu umhverfi þar sem vel er um hann hugsað. MAST hefur komið reglulega og séð að við lítum vel eftir honum, enda erum við með leyfi fyrir honum og berum virðingu fyrir dýrum almennt.“ Hins vegar gerðu þau eina undantekningu, þegar beðið var um vinnuframlag Krumma í íslensku þáttaröðina Kötlu. „Við vorum nú treg til að byrja með, en viðmælandi okkar, hann Róbert, kom vel fyrir og endaði á að leggja land undir fót til að reyna að fá okkur til að gefa eftir. Við höfðum framað því neitað, en þarna kom maður sem bar með sér traust, auk þess að leggjast flatur á gólfið hjá Krumma og spjalla við hann í heillangan tíma. Það fór svo að við samþykktum að Krummi mætti birtast í þáttunum, en einungis með því skilyrði að við hjónin fylgdum með,“ segir Rebecca flissandi. „Þetta varð því heljarinnar ferðalag þegar kom að tökum, enda langt að fara og Krummi bílveikur að hluta. Allt gekk þó að óskum, samstarfið hefði ekki getað gengið betur og hægt að sjá Krumma bregða fyrir í þáttum Kötlu.“ „Hæ, mamma!“ „Nú gæti reyndar einhver spurt sig“ segir Hjalti, „hvernig stendur á slíkri ásókn í hrafninn. Hann er jú gæfur og auðveldur í meðförum, en það vill svo skemmtilega til að hann getur nefnilega talað svolítið.“ „Það var þannig að fyrir nokkrum árum vorum við mæðgur, Kristjana og ég, úti að moka stíurnar, gefa dýrunum og þess háttar. Þetta var um kvöld, að vetrarlagi þannig birtan var frekar draugaleg, Hjalti og strákarnir höfðu brugðið sér af bæ þannig við vorum að stússast í þessu tvær. LÍF&STARF Búðardalur: Hrafninn á Hólum Hrafnar hafa komið víða við í sögunni okkar Íslendinga, sem og annarra og þá ekki síst sem vitsmunaverur. Flestir kannast við hrafna Óðins sem skildu mál manna og guða og fluttu Óðni fregnir – og til dæmis má nefna frásögn úr ferðabók Eggerts Ólafssonar og Helga Bjarnasonar frá árinu 1772 sem segir frá hrafninum, jafnan álitnum vitrustum allra fugla. Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Fjölskyldan á Hólum, þau Matthías Hálfdán, Rebecca Cathrine, Alexander Steinn, Kristjana Maj og Hjalti Freyr. Myndir / Barbara Herbrich, SP, í einkaeign. 500 kílóa svínið hún Svínka er ánægð með lífið og tilveruna. Páfagaukurinn Jack Sparrow er ca 15 ára og af tegundinni Mealy Amazon. Pattaraleg kanína í sólbaði. Kalkúnninn Róbert. Geitur og kindur í essinu sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.