Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Það eru einstaka hlutir sem fara aldrei úr tísku og hafa óhikað borið með sér viðhorf sjálfstrausts og frelsis, sama hvaða áratugur er. Má þar telja gallabuxur, hvíta boli og leðurjakka. Upphaflega var leðurjakkinn hannaður með flugher fyrri heims- styrjaldarinnar í huga. Var þá helst miðað við þær hetjur háloftanna sem þörfnuðust skjólgóðs fatnaðar, en flugstjórnarklefar í orrustuflugvélum voru undir berum himni og óeinangraðir. Voru jakkar flugmannanna kallaðir „Bomber“-jakkar, gerðir úr þykku brúnu leðri, hnepptir og fóðraðir gæruskinni. Seint á öðrum tug tuttugustu aldarinnar hönnuðu bræðurnir Irving og Jack Schott fyrsta „biker“-jakkann, leðurjakka ætlaðan þeim er geystust um á mótorhjólum. Var jakkinn renndur, til að auðvelda ökumönnum mótorhjóla hreyfingar - og leðrið gjarnan hnausþykkt til að verjast hnjaski ef til þess kæmi. Kraginn helst hafður uppbrettur og þótti fljótt táknmynd hins djarfa, villta eldhuga. Með kragann brettan Árið 1950 birtist leðurjakkinn í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu er Marlon Brando, ein heitasta hetja þess tíma, klæddist gripnum og bar með mikilli prýði. Að sama skapi gleymir enginn einu mesta kyntákni allra tíma, James Dean, en aðalsmerki hann var, eins og flestir vita, leðurjakki, gallabuxur og hvítur bolur. Vinsældir leðurjakkans hafa verið stöðugar á hafsjó tískubylgnanna sem hafa risið og fallið í gegnum árin – enda eitt aðalsmerki þeirra sem bera höfuðið hátt og láta ekki bugast þótt á móti blási. Skiptir litlu hvort um ræðir tímabil hippamenningar (1970), pönkara (1980), grunge (1990) eða óhófstísku nýrrar aldar. Nú svo og þeirra er aka mótorhjólum eða vilja bara sýnast svalir og fullir sjálfstrausts. „Streetcar Named Desire“ Líkt og leðurjakkinn á uppruni hvítra stuttermabola rætur sínar að rekja til fyrri heimsstyrjaldarinnar, þá sem hluti nærfatnaðar hermanna. Fljótlega sást þó til hermanna spóka sig á nærskyrtunum í góðu veðri og brátt þótti klæðnaður bæði sportlegur og töff. Hvíta tjaldið átti að venju stóran hlut í tísku og aftur minnast margir Marlon Brando, er hann birtist í kvikmyndinni Streetcar Named Desire, íklæddur þröngum hvítum bol. Allir vildu auðvitað vera jafn löðrandi af þokka og Brando og hóf þannig hvítur stuttermabolur göngu sína innan klassískrar hátísku. Leikkonan vinsæla Brigitte Bardot þótti sérstaklega aðlaðandi í slíkri flík og hafa áberandi persónur klæðst hvítum bol við hin ýmsu tækifæri. Má finna allt frá opnustúlkum vafasamra tímarita, þá gjarnan í blautum hvítum bolum, að hinni virðulegu hertogaynju, Kate Middleton, sem ber hvíta bolinn með konunglegri reisn. Bláar gallabuxur Í kringum miðja nítjándu öld hafði kaupmaðurinn Levi Strauss, þá rúmlega tvítugur að aldri, skapað sér sess í borginni San Francisco. Kom honum það snjallræði til hugar að láta sauma buxur úr slitsterkum striga og selja þeim er unnu erfiðisvinnu úti við. Nú, buxurnar slitsterku runnu út eins og heitar lummur, námuverkamenn, gullgrafarar og kúrekar voru meðal þeirra er jusu þeim lof og prís og þar með var sigurganga Levi's buxna hafin. Eða gallabuxna öllu heldur. Marilyn Monroe leikkona, klæddist bláum gallabuxunum – þó ekki Levi's – árið 1952, í kvikmyndinni Clash by Night. Marlon Brando gerði slíkt hið sama árið 1953, í kvikmyndinni The Wild One. James Dean, tveimur árum síðar – árið 1955, í Rebel Without a Cause. Má segja að fimmti áratugurinn hafi verið sá fyrsti þegar klæðnaður ungs fólks var aðgreindur frá foreldrum þeirra og þótti sumum heldur ögrandi. Þá fór meint uppreisnargirni leikkonunnar Marilyn fyrir brjóstið á mörgum, en hún var einna fyrst kvenna og Hollywood-stjarna til að sýna fram á aðdráttarafl gallabuxna. Hún fór gjarnan á nytjamarkaði og fann sér gamlar Levi‘s buxur – jafnan þær sem við þekkjum í dag sem þær allra vinsælustu, nr. 501. Hins vegar ákvað fyrirtæki Levi Strauss að hanna sérstakar kvengallabuxur, 701 Lady Levi's® – sem ungfrú Monroe klæddist í flestum lykilsenum kvikmyndarinnar The Misfits, árið 1961. Talið er að þokkafullar línur hennar í gallabuxunum hafi kveikt löngun kvenfólks til þess að versla sér einar slíkar – enda seldist lína 701 snarlega upp. Árið 1968 fékk Levi Strauss Marilyn svo sem andlit herferðar sinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt áðurnefndum James Dean – í Levi‘s 501 reyndar. Í dag er Levi Strauss & Co. eitt stærsta fyrirtæki heims og leiðandi á heimsvísu í gallabuxum. Um það bil 500 verslanir má finna víðs vegar um heiminn og vörur þeirra fáanlegar í meira en 100 löndum. Það sem þessi stöðutákn frelsis og kynþokka eiga þó sameiginlegt fyrir utan það að hafa birst á – og öðlast frægð á hvíta tjaldinu – er klassískur einfaldleiki. Enda vita fróðir menn að slíkt stendur alltaf fyrir sínu. /SP Margæs er lítil gæs, minnsta gæsin sem sést hérna á Íslandi. Hún vegur ekki nema um 1,5 kg og er því þó nokkuð léttari en t.a.m. heiðagæsin sem vegur um 2,5 kg. Hún er meiri sjófugl en aðrar gæsir og leitar mikið í leirur þar sem hún lifir helst á marhálmi. Þær verpa í heimskautahéruðum í Norðaustur-Kanada en hafa vetrardvöl á Írlandi. Þær verpa því ekki hérna á Íslandi en stoppa hér bæði vor og haust á leið sinni milli varp- og vetrarstöðva. Þetta er langt og erfitt farflug fyrir margæsina sem liggur m.a. í 2.400 m hæð yfir Grænlandsjökul. Hérna á Íslandi safna þær forða sem þarf að duga bæði fyrir þetta 3.000 km farflug og einnig fyrir varpið sem hefst stuttu eftir að þær koma á varpstöðvarnar. Þegar komið er á varpstöðvarnar er enn þá nokkuð kuldalegt og gróður lítið kominn á strik fyrr en í kringum mánaðamótin júní–júlí þegar ungarnir koma úr eggi. Þetta stopp hennar hérna á Íslandi er því afar mikilvægt til að safna forða og getur skipt miklu máli fyrir vöxt stofnsins. Sá stofn margæsarinnar sem leggur leið sína um Ísland er áætlað að sé um 40.000 fuglar á hausti. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson FRÆÐSLA Tíska: Háklassatíska í yfir hundrað ár Hér má líta kunnugleg andlit þar sem hvítir bolir, gallabuxur og/eða leðurjakkar eru allsráðandi. Hvítur bolur.Klassískur leðurjakki Levi's 701.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.