Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Vorið 2023 sótti höfundur garðyrkjuráðstefnu í Þýskalandi. Ein aðaláherslan var á erindi og veggspjöld sem fjölluðu um hvaða ræktunarefni væri hægt að nota í staðin fyrir sphagnum. S p h a g n u m er innfluttur torfmosi (barna- mosi, hvítmosi) og ýmist kall- aður mómosa- mold, svarðmold eða torf. Í áratugi hefur sphagnum sannað sig sem ræktunarefni í garðyrkju því það hefur marga eðlis- og efnafræðilega eiginleika sem eru hagstæðir fyrir vöxt plantna. Því hefur sphagnum verið aðalræktunarefni í framleiðslu á grænmeti, berjum, skrautblómum og trjám. Hins vegar, þegar sphagnum brotnar niður, losnar koltvísýringur sem annars myndi haldast bundinn í jarðvegi til lengri tíma litið. Því þarf nútíma vararæktunarefni að láta sér nægja minna sphagnum. Stjórnvöld Þýskalands hafa lagt mikið fjármagn í að finna ræktunarefni sem væri hægt að nota í staðinn fyrir sphagnum. Stefnt er að því að leggja sphagnum alfarið niður fyrir áhugamálaræktendur árið 2026. Í atvinnuskyni í garðyrkju á að skipta sphagnum að mestu út fyrir lok áratugarins (2030). Til að ná þessu markmiði verða rannsóknar- og þróunarverkefni víðs vegar um Þýskaland ásamt sýniverkefnum styrkt, þar sem garðyrkjustöðvar verða studdar til að skipta yfir í ræktunarefni með minna sphagnum. Jafnframt verður veitt einstaklingsbundin aðstoð meðan á umbreytingum stendur. Því vinna margar rannsóknar- stofnanir í Þýskalandi af miklum þunga að þessu. Niðurstöður rannsóknaverkefnanna sem kynntar voru á garðyrkjuráðstefnunni verður fjallað um hér fyrir neðan, þar sem þessi viðfangsefni snerta einnig ræktun hérlendis. Almennt má segja að mikil- vægustu ræktunarefni í staðinn fyrir sphagnum eru viðartrefjar, molta, mold úr trjábörkum og efni sem fellur til úr kókosiðnaði. Að auki henta leifar frá hör, strá frá miscanthus, hrísgrjónahýði, hampi og pálmatrefjum, kol, leifar úr kaffivinnslu eða sauðfjárull sem ræktunarefni auk annarra ræktunarefna. En ef áætlunin er að skipta sphagnum út, þarf líka að aðlaga ræktunaraðferðir (vökvun, áburðargjöf, verndun plantna) miðað við notkun vara- ræktunarefna. Ræktun með minna sphagnum krefst hærri framleiðslukostnaðar samanborið viðð notkun hefð- bundins ræktunarefnis með sphagnum vegna hærri kostnaðar fyrir ræktunarefni, annarri þörf fyrir vökvun, áburðargjöf og verndun plantna. Að auki má reikna með hærra hlutfalli af ónothæfum plöntum. Það má segja að minni sphagnum-notkun sem ræktunarefni hefur áhrif á plönturnar og eru áhrifinn tegundarsértæk. Það þýðir að mismunandi ræktunarefni geta verið nauð- synleg fyrir mismunandi tegundir af plöntum. Það er ekki til einstakt vararæktunarefni sem hefur reynst vel, heldur blöndur af mismunandi ræktunarefnum fyrir mismunandi kringumstæður til að tryggja jákvæða eiginleika eins og t.d. pH og næringarinnihald. Þess vegna er í framhaldi einungis talað um ræktunarefni með minna sphagnum og ekki gefið upp hversu mikið magn af hverju efni er notað í blöndurnar. Tekna r e ru saman niðurstöður úr tilraunum sem voru kynntar á ráðstefnunni við ræktun með minna sphagnum samanborið við hefðbundin ræktunarefni (við hefðbundið magn af sphagnum): – Grænmeti og kryddjurtir: Þegar basil var ræktað með minna sphagnum minnkaði spírunarhlutfall úr 98% í 96%. Ræktunartími var um einni viku lengur miðað við hefðbundin ræktunarefni. Þörf var á tíðari vökvun. Meiri áburðargjöf og meira eftirlit var nauðsynlegt. Ræktunarefni með minna sphagnum kostaði meira. Salat og basil voru með 50% minni blaðmassa og plönturnar voru minni samanborið við plönturnar sem fengu ræktunarefni með hefðbundið sphagnummagn. –Berjaræktun: Jarðarber voru með sama uppskerumagn eins og með hefðbundin ræktunarefni. –Skrautplöntur: Pétúnia var með 50% minni blaðmassa þegar minna sphagnum-magn var notað samanborið við plönturnar sem fengu ræktunarefni með hefðbundið sphagnum-magn. Plönturnar voru einnig minni. –Trjárækt: Vöxtur og gæði hjá rósinni ‘Gärtnerfreude‘ og Weigela ‘Bristol Ruby‘ var minni í tveim af fimm ræktunarefnum með minna sphagnum, á meðan í þrem ræktunarefnum var vöxturinn nokkuð sambærilegur og við hefðbundin ræktunarefni. Hjá gullrunna var enginn munur þegar minna sphagnum var notað. Framleiðsla á Thúja oc. ‘Smaragd‘ var aðeins með litla lækkun í framlegð, á meðan framlegð við framleiðslu á Hypericum ‘Hidcote‘ var mikið minni með minnkandi notkun á sphagnum. Ónýtar plöntur voru að aukast frá 5% og 10% til 20% og 30% þegar minna sphagnum var notað. Það er því hægt að draga þá ályktun að fleiri vísindarannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja áhrif af minni sphagnum-notkun í ræktunarefni á mikilvægi plantna. Niðurstöðurnar eru hvati til að hugsa um hvaða vararæktunarefni fyrir sphagnum væri hægt að flytja inn til landsins sem mun uppfylla kröfur hjá íslenskum garðyrkjubændum. Þar sem ræktunarefni með minna sphagnum mun leiða af sér hærri framleiðslukostnað, þarf jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenskt hráefni (t.d. íslenskri mómold, afurð úr íslenskum skógi) bjóði upp á grundvöll fyrir hentugt ræktunarefni eða mismunandi ræktunarefni fyrir mismunandi ræktunarástæður. Því er ljóst að það gæti verið spennandi og mikilvægt nýsköpunar- og tilraunarverkefni til nokkurra ára með það markmið að þróa íslenska mold. Christina Stadler, deild Ræktunar og fæðu hjá LbhÍ. Notaðir bílar Sjáðu fleiri bíla á notadir.benni.is Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 SsangYong Rexton ‘17, sjálfskiptur, ekinn 102 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. Jaguar I-Pace S EV400, rafmagn, ‘21, sjálfsk., ekinn 21 þús. km. Verð: 9.790.000 kr. Jeep Compass Trailhawk Phev ‘22, sjálfsk., ekinn 12 þús. km. Verð: 6.990.000 kr. 331830 440033 8010564x4 4x4 4x4 Opel Crossland X ‘19, beinskiptur, ekinn 75 þús. km. Verð: 2.490.000 kr. Opel Corsa Enjoy ‘16, beinskiptur, ekinn 110 þús. km. Verð: 990.000 kr. Hyundai Tucson Premium ‘21, sjálfskiptur, ekinn 51 þús. km. Verð: 6.890.000 kr. 801361 591957 340107 Opel Grandland X ‘19, sjálfskiptur, ekinn 89 þús. km. Verð: 3.190.000 kr. Nissan Juke ‘20, sjálfskiptur, ekinn 60 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. Toyota Hilux ‘15, beinskiptur, ekinn 126 þús. km. Verð: 5.290.000 kr. 404821 527247 203956 GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir bíla á skrá! Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl notadir.benni.is Rafm agn Plu g-in Hybrid Plu g-in Hybrid 4x4 4x4 Á FAGLEGUM NÓTUM Hvað á að nota í staðinn fyrir sphagnum í garðyrkju? Christina Stadler. Ræktunarefni í staðinn fyrir sphagnum. Mynd / Colourbox, ZHAW Sphagnum. Mynd / ZHAW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.