Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Rekstur kúabúa: Bændur borguðu 15,2 krónur með hverjum framleiddum mjólkurlítra árið 2022 Afurðatekjur mjólkurframleiðenda mættu ekki framleiðslukostnaði mjólkur árið 2022 og borguðu kúabændur því 15,2 krónur með hverjum fram- leiddum lítra. Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á rekstri kúabúa fyrir árið 2022. Heildarafurðatekjur mjólkurframleiðenda voru að meðaltali 183,2 krónur fyrir lítra af framleiddri mjólk á meðan heildarframleiðslukostnaður mjólkur reyndist að meðaltali 198,4 kr./ltr. Þrátt fyrir að heildarafurðatekjur hafi aukist um 14% milli áranna 2021 og 2022, eða um 22,8 kr./ltr. Þá hækkuðu breytilegur kostnaður og fjármagnsliðir meira, eða um 22% sem jafngildir 23,3 kr./ltr. Hækkun afurðatekna samanstendur af hækkun á afurðastöðvaverði auk einskiptisaðgerða stjórnvalda, spretthópsgreiðslurnar svokölluðu, auk áburðarstuðnings, sem skiptu verulegu máli fyrir afkomu ársins. Hækkun framleiðslukostnaðar má fyrst og fremst rekja til 73% hækkunar á áburði og kjarnfóðri. Mjólkurframleiðsla ein og sér stendur því ekki undir kostnaði við framleiðsluna og eru kúabændur því í auknum mæli farnir að sækja tekjur annars staðar frá, enda sést á greiningunni að tekjur utan mjólkurframleiðslu hafa hækkað töluvert. Niðurstöðurnar byggja á greiningu á rekstri 70 búa á landinu. Þau bú leggja inn 25,5 milljón mjólkurlítra sem endurspeglar 17,2% af landsframleiðslunni. Að mati Guðrúnar Bjargar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Bændasamtökum Íslands, horfir í að rekstur kúabúa árið 2023 verði erfiður. „Áburðarverð, kjarnfóðurverð, olíuverð og annar rekstrarkostnaður hefur haldist í sambærilegu verði og fyrir ári síðan auk þess sem stýrivextir hækka sífellt. Áætla má að heildarkostnaður við framleiðslu mjólkur ársins muni því haldi áfram að hækka.“ Þótt afurðastöðvaverð hafi hækkað eiga bændur ekki von á neinum viðbótarstuðningi. „Því munu tekjur mjólkurframleiðenda koma til með að standa undir enn lægra hlutfalli af kostnaði en áður,“ segir Guðrún Björg. /ghp Sjá nánar á bls. 56Hækkun framleiðslukostnaðar mjólkurframleiðenda má fyrst og fremst rekja til 73% hækkunar á áburði og kjarnfóðri. Mynd / OG Nýr blaðamaður Bændablaðsins Steinunn Ásmundsdóttir hefur verið ráðin sem blaðamaður á Bændablaðinu. Steinunn er þaulreyndur blaðamaður og vann áður m.a. sem blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu, sem ritstjóri og blaðamaður Austurgluggans og Austurfréttar og nú síðast hjá Fréttablaðinu. Hún er auk þess rithöfundur og ljóðskáld og hefur sent frá sér sjö ljóðabækur og tvær skáldsögur. „Ég hlakka til að takast á við starf blaðamanns hjá Bændablaðinu.Vett- vangurinn er sannarlega fjölbreyttur og lifandi, alltaf nóg um að vera og þetta snýst jú um lífið í landinu,“ segir Steinunn. Netfangið hennar er steinunn@bondi.is /ghp Sýklalyfjaónæmar bakteríur: Raunveruleg hætta Nýlegar bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að rekja megi um 85 prósent allra þvagfæra- sýkinga þar í landi til E. coli bakteríusýkinga og átta prósent þeirra eigi uppruna sinn í kjúklinga- og svínakjöti. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir að hættan á því að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist hingað til lands með innfluttum kjötafurðum sé raunveruleg og geti valdið miklum vandræðum í meðhöndlun á sýkingum af þeirra völdum í framtíðinni. Karl segir að þessi prósenta kunni að virðast lág en raunin sé sú að um gríðarlega mikinn fjölda tilfella er að ræða í ljósi tíðni þvagfærasýkinga. Hætta á því að bakteríurnar taki sér bólfestu í íslenskum þörmum „Þessi bandaríska rannsókn segir okkur að þessar bakteríur geta borist með kjötafurðum. Það getur verið varasamt fyrir lönd með lítið sýklalyfjaónæmi ef verið er að flytja inn kjötafurðir frá löndum þar sem sýklalyfjaónæmi slíkra baktería er útbreitt. Kjúklingar – og ýmsar aðrar kjötvörur – eru yfirleitt mengaðar af þarmabakteríum, þar á meðal af E. coli bakteríum. Við viljum síður að nær alónæmar þarmabakteríur berist inn í landið. Þarmaflóra manna og dýra á Íslandi er mun sjaldnar með fjölónæmar bakteríur en þarmaflóran í löndum Suður- og Austur-Evrópu og með auknum innflutningi á þessum vörum frá þessum löndum eykst hættan á að þessar ónæmu bakteríur taki sér bólfestu í okkar þörmum,“ útskýrir Karl. „Þvagfærasýkingar eru mjög algengar sýkingar og geta leitt til lífshættulegra blóðsýkinga. Ef þessar sýkingar eru af völdum baktería sem eru nær alónæmar fyrir sýklalyfjum, þá er meðferð þeirra mun erfiðari. Þeim fylgir meiri sjúkdómsbyrði og dánartíðni. Þess vegna er mikilvægt að hægja á þessari þróun með öllum ráðum. Við á Landspítalanum, Keldum, Matís og Matvælastofnun erum með svipaða rannsókn í gangi hér á landi, nema að hún er víðtækari. Við höfum safnað E. coli stofnum í mörg ár frá búfé, mönnum, matvælum og umhverfi. Við erum í samstarfi við þessa bandarísku háskólastofnun sem birti þessar niðurstöður á dögunum. Það er stefnan að rannsóknin gefi okkur með svipuðum hætti upplýsingar um uppruna þeirra E. coli stofna sem valda þvagfærasýkingum í mönnum hér á landi, en rannsóknin hefur tafist um tvö til þrjú ár vegna Covid-19 faraldursins.“ Skýrar upprunamerkingar Karl segir að almennt sé mikilvægt að hafa tiltekin atriði í huga varðandi það hvernig hægt sé að sporna við þeirri þróun að þessar bakteríur berist inn í íslenska þarmaflóru. „Það er í fyrsta lagi að uppruna- merkja matvæli, þannig að uppruna- merkingin sé rétt og hún endurspegli í raun og veru uppruna vörunnar. Þá getur viðskiptavinurinn tekið upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji þá taka þá áhættu að fá fjölónæma sýkla á eldhúsborðið sitt með því að kaupa tiltekna vöru. Svo er mikilvægt að vera meðvitaður um það að ferðamenn geta borið þessar ónæmu bakteríur til Íslands, jafnt Íslendingar sem útlendingar. Þar sem Íslendingar umgangast landann mun meira en útlendingar eru þeir líklegri til að dreifa þeim.“ Hann segir erfitt að setja reglur eða takmarka með beinum hætti innflutning á þessum vörum, en höfðar til samfélagslegrar ábyrgðar innflutningsaðila að vera meðvitaðir um ástand mála í þeim löndum sem flutt er inn frá. „Sýklalyfjaónæmi er dauðans alvara. Samkvæmt skýrslu sem breska ríkisstjórnin lét gera árið 2016 var því spáð að árið 2050 yrðu um 10 milljón dauðsfalla í heiminum tengd sýklalyfjaónæmi. Það er meira en samanlögð dauðsföll vegna krabbameina og sykursýki. Covid- 19 faraldurinn hefur svo hraðað þeirri þróun, því notkun sýklalyfja jókst á þeim tíma – sérstaklega inni á sjúkrahúsum. Á sama tíma var erfitt að viðhalda góðum sýkingavörnum. Úkraínustríðið hefur líka haft sitt að segja, því óhjákvæmilega berst eitthvað af þessum nær alónæmu bakteríum með hinum mikla fjölda flóttamanna þaðan sem hafa sest að í Evrópu.“ /smh „Það er í fyrsta lagi að upprunamerkja matvæli, þannig að upprunamerkingin sé rétt og hún endurspegli í raun og veru uppruna vörunnar. Þá getur viðskiptavinurinn tekið upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji þá taka þá áhættu að fá fjölónæma sýkla á eldhúsborðið sitt með því að kaupa tiltekna vöru,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklalyfjadeild Landspítalans. Mynd / HKr. Leiðrétting Vegna greinar um Kvæðamót á Hvammstanga viljum við koma á framfæri leiðréttingu. Í textanum var skekkja í vísuorði eftir Sæunni Jónsdóttir frá Illugastöðum. Textinn „Killi mara kussu mu“ er ekki rétt – heldur skal segja; „Killi mærra kussu hu“. Við þökkum Agnari Levy ábendinguna. /SP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.