Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023
FRÉTTIR
| S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s |
| B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 |
Límtré-Timbureiningar
Stálgrind
Yleiningar
PIR
Steinull
Hestamenn vilja að gert verði ráð
fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðar-
höll í Laugardal í Reykjavík.
Í tilkynningu frá stjórn Lands
sambands hestamannafélaga sem
send var á forsætisráðuneytið,
mennta og barnamálaráðherra,
Reykjavíkurborg, framkvæmda
nefnd um þjóðarhöll, ÍSÍ og fleiri
segir að hestaíþróttin sé ein fárra
íþróttagreina sem ekki hefur aðgang
að löglegum keppnisvelli innanhúss
og það standi íþróttinni verulega
fyrir þrifum.
Bent er á að Landssamband hesta
mannafélaga sé fjórða fjölmennasta
sérsambandið innan ÍSÍ, en í því eru
12.151 iðkandi.
„Í tillögum framkvæmdanefndar
um þjóðarhöll kemur fram að í
höllinni verði fjölnota gólf og sæti
verði að hluta til hreyfanleg.
Með það í huga frá upphafi
hönnunar ætti að vera hægt að koma
fyrir keppnisgólfi fyrir hestaíþróttir
svo keppa megi á löglegum
keppnisvelli innanhúss.
Mörg dæmi eru um slíkt erlendis
og má nefna Icehorse festival
í Danmörku þar sem þúsundir
áhorfenda fylgjast ár hvert með
stærsta innanhússmóti heims í
Íslandshestaíþróttum í fjölnota
sýningarhöll,“ segir í tilkynningunni.
Stjórn Landssambands hesta
mannafélaga segist því gera þá kröfu
að gert verði ráð fyrir hestaíþróttinni
í nýrri þjóðarhöll þegar hugað
verður að hönnun gólfs, aðkomu og
aðstöðu fyrir hesta og hestakerrur,
einnig í rekstrar og fjárhagsáætlun
sem og þegar hugað verður að
framtíðarskipulagi og tímatöflum
hallarinnar. /ghp
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll. Mynd/Rasmus M.Jensen
Vilja þjóðarhöll
með hestaíþróttum
Mikil umsvif eru í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Í farvatninu er
uppbygging Fjallabaða og ásamt
gestastofu í Þjórsárdal.
„Með þessum tveimur verkefnum
verða til um 200 heilsársstörf á
svæðinu, það munar um minna í
ekki stærra sveitarfélagi,“ segir
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri
Skeiða og Gnúpverjahrepps, en
skráður íbúafjöldi er 576.
Áætlað er að gestastofan verði
opnuð sumarið 2025 og Fjallaböðin
í desember 2025.
Þjórsárdalurinn
Haraldur Þór segir að Þjórsárdalurinn
í heild sé mikil náttúruperla sem
hafi hingað til verið lítið sóttur af
erlendum ferðamönnum.
„Það er ljóst að þar verður fjölgun
ferðamanna mikil sem kallar á mikla
uppbyggingu innviða í Þjórsárdal
til að stýra umferð ferðamanna á
ábyrgan hátt. Í Þjórsárdal er einnig
stærsta friðlýsing minja á Íslandi
sem mikilvægt er að vernda og gera
góð skil á þeirri miklu sögu.“
Byggt og byggt í Árnesi
Haraldur Þór segir að að spár geri
ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins
verði orðnir kringum 1.400 talsins
árið 2032.
„Ef þessar spár ganga eftir
verður það mikil áskorun að byggja
upp innviði samfélagsins til þess
að geta þjónustað nýja íbúa vel.
Megnið af íbúðauppbyggingunni
mun eiga sér stað í Árnesi og erum
við í skipulagsvinnu með að móta
hvernig byggðin muni byggjast
upp. Gangi áætlanir eftir gæti Árnes
verið orðinn stærsti byggðarkjarni
uppsveitanna eftir 10 ár.“
Risa grænmetisframleiðsla
En það er ekki bara uppbyggingin
í kringum Fjallaböðin og gesta
stofuna í Þjórsárdal í Skeiða
og Gnúpverjahreppi því á
sveitarstjórnarfundi þann 5. apríl
sl. var tekin fyrir ósk Landnýtingar
ehf. um risalóð til uppbyggingar
grænmetisframleiðslu af stærðar
gráðu, sem óþekkt er á Íslandi.
Ef af verður mun það styrkja
atvinnulíf sveitarfélagsins til muna.
„Töluverður hluti starfanna
við ræktunina yrðu hátæknistörf
og áætlað er að megnið af
framleiðslunni verði til útflutnings.
Raungerist verkefnið er áætlaður
heildarfjöldi starfa 284 þegar
búið verður að byggja upp alla
starfsemina árið 2032.“
/MHH
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
200 ný heilsársstörf
Spár gera ráð fyrir að í þéttbýliskjarnanum Árnesi muni íbúum fjölga ört næstu
árin en nú er sveitarfélagið í skipulagsvinnu á svæðinu. Myndir / Aðsendar
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri
Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem
segir mjög spennandi tíma fram
undan í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar
hefur lagt til að starfshópur
um aðgerðir um upprætingu
og heftingu ágengra plantna
verði settur aftur í gang og gerð
langtímaáætlun um aðgerðir.
Segir í fundargerð nefndarinnar
frá byrjun mánaðarins að „nokkur
vinna tengd kortlagningu og
upprætingu ágengra plantna hafi
farið fram í Þingeyjarsveit (eldri)
og Skútustaðahreppi. Náttúrustofa
Norðurlands vann að kortlagningu
framandi ágengra plöntutegunda í
Þingeyjarsveit árin 2019 og 2020
og skilaði af sér skýrslu í lok
þeirrar vinnu. Í Skútustaðahreppi
var stofnaður starfshópur um
aðgerðir um upprætingu og
heftingu á útbreiðslu kerfils,
lúpínu og njóla árið 2019.“ Kemur
fram að sumrin 2020 og 2021 hafi
verið ráðinn sumarstarfsmaður á
vegum Skútustaðahrepps til þess
að kortleggja og uppræta ágengar
plöntur.
Lögð er áhersla á að haldið
verði áfram vinnu við eyðingu
ágengra plantna í sveitarfélaginu
og er sveitarstjórn hvött til að leita
samstarfs við hagaðila um verkefni
sumarsins. /sá
Ráða þarf niðurlögum
ágengra plantna
Stóraukin kornrækt í undirbúningi:
Kornsamlög á Suðurlandi og í Borgarfirði
Undirbúningsfélög hafa verið
mynduð meðal kornbænda
í Borgarfirði og á Suðurlandi
fyrir stofnun kornsamlaga á
þessum svæðum.
Frumkvæðið kemur frá
bændum á svæðunum – og í kjölfar
nýlegrar tíðinda úr fjármálaáætlun
stjórnvalda um tveggja milljarða
króna fjárveitingu til að hrinda
aðgerðaráætlun um aukna kornrækt
í framkvæmd á næstu fjórum árum.
Áætlun stjórnvalda um aukna
fjárveitingu til kornræktar kemur
svo í kjölfar tillagna starfshóps
matvælaráðherra, sem skilað var í
skýrslunni Bleikir akrar um miðjan
mars. Í fjármálaáætluninni er gert
ráð fyrir að kornrækt verði stunduð
á sjö þúsund hekturum lands árið
2028 en hektarar kornræktarlands
eru rúmlega 3.400 í dag.
Beðið eftir næsta
útspili stjórnvalda
Skýrsluhöfundar voru þrír; Helgi
Eyleifur Þorvaldsson, aðjunkt
og brautarstjóri búfræðibrautar
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
(LbhÍ), Egill Gautason, lektor við
deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ,
og Hrannar Smári Hilmarsson,
tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ.
Helgi flutti erindi á báðum stofn
fundum undirbúningsfélaganna.
„Uppbygging fundanna var
nákvæmlega eins í Borgarfirði og
á Suðurlandi. Á þá mættu samtals
um 100 bændur sem skrifuðu flestir
undir viljayfirlýsingu þess efnis
að næstu skref verði könnuð,“
segir Helgi.
„Nú er beðið eftir næsta útspili
stjórnvalda um hvernig eigi að
ráðstafa þessum fjármunum, en það
er gert ráð fyrir um 500 milljónum
til úthlutunar á ári, á tímabilinu 2024
til 2028. Ég á ekki von á því að það
verði gefin út reglugerð fyrr en í
haust um útfærslur á þessu, án þess
þó að vita það, en við lögðum til í
skýrslunni að stuðningurinn yrði að
mestu leyti á formi fjárfestinga og
framleiðslustuðnings – á uppskorið
þurrkað korn. Stuðningur stjórnvalda
þyrfti líka að virka sem hvati fyrir
bændur til að bindast samtökum
og stofna fyrirtæki eða samlög
sem snerust um að þurrka, geyma,
kaupa og selja korn. Til að byrja
með þyrfti því vel að huga að
fjárfestingastuðningi.“
Leitað tilboða í þurrkstöðvar
Helgi gerir ekki ráð fyrir að til að
byrja með verði mikil starfsemi í
undirbúningsfélögunum, á meðan
beðið er eftir útfærslu stjórnvalda
á stuðningsfyrirkomulaginu. „Það
er kannski helst að leitað sé tilboða
í þurrkstöðvar.
Við gerum ráð fyrir að þetta verði
stöðvar með um 1.000 tonna
afkastagetu á ári að lágmarki með
áform um stækkanir,“ segir Helgi,
sem gerir ráð fyrir að eignarhald slíkra
samlaga væri blandað á milli bænda
og einkaaðila. Hann segir að hlutverk
þeirra sé skýrt og afmarkað; að taka
við korni frá íslenskum bændum til
þurrkunar, hefði eftirlit með gæðum
korns og virkaði sem eins konar
markaðsmiðstöð fyrir þessa vöru.
Í undirbúningsfélagi Borg firðinga
sitja þeir Egill Gunnarsson, Jón
Björn Blöndal, Símon Bergur Sigur
bergsson, Davíð Sigurðsson og Anton
Freyr Friðjónsson.
Í undirbúningsfélaginu á Suður
landi eru Björgvin Þór Harðarson,
Haraldur Ívar Guðmundsson,
Ólafur Eggertsson og Örn Karls
son, en undirbúningur þar var
unninn í samvinnu við Orkideu,
samstarfsverkefnis um nýsköpun á
Suðurlandi. /smh
Helgi Eyleifur heldur erindi á fundi kornbænda í Borgarfirði. Mynd / Aðsend.