Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 FRÉTTASKÝRING Landbúnaðarkerfið: Vandrataður vegur tollverndar Heimsmarkaður fyrir landbúnaðar­ vörur er afskaplega lítill. Yfir 90% heildarframleiðslu á matvælum er nýtt í framleiðslulöndunum en samkvæmt. OECD er talið að minna en 10% þeirra matvæla sem framleiddar eru í heiminum rati á heimsmarkað. Heimsmarkaður er því, að sögn Daða Más Kristóferssonar hagfræðings, þunnur og sveiflu­ kenndur. „Heimsmarkaður er í sumum geirum hrakvalsmarkaður, sá markaður sem þú ferð síðast inn á og hann endurspeglar ekkert endilega framleiðslukostnað landbúnaðarvara. Langsamlega flestar þjóðir leggja áherslu á að framleiða fyrst allt sem þú þarft fyrir innanlandsmarkað, svo afsetur þú inn á heimsmarkað.“ Fá lönd, þó einhver, framleiða gagngert inn á heimsmarkað, s.s. Nýja­Sjáland, Brasilía, Úkraína og svo Ísland, sem framleiðir fisk til útflutnings. Fiskur er þó sérstakur að því leyti að millilandaviðskipti með hann eru hlutfallslega mikil. „Heimsmarkaður er mjög erfiður og hugmyndin með tollvernd er sú að verja innanlandsframleiðslu allra ríkja fyrir verðsveiflum. Eiginlega allar þjóðir nota tollvernd að einhverju leyti, en tollvernd á Íslandi er umfangsmikil,“ segir Daði. Tollvernd er stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði. Þeir eru lagðir á tilteknar innfluttar búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu. „Tollvernd og aðrar takmarkanir á milliríkjaviðskiptum, eins og útflutningstakmarkanir eða bönn, er notað af nánast öllum aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Tollvernd hefur áhrif á verð til framleiðenda og þar af leiðandi framleiðslumagn þeirra vara sem í hlut eiga í viðkomandi landi. Framleiðsla verður því jafnan meiri en ella hefði orðið. Á Íslandi eru 66% af landbúnaðarvöruflokkum tollfrjálsar gagnvart öðrum aðildarlöndum WTO en 31,7% hjá ESB. Augljóslega hefur tollvernd víðtækari áhrif eftir því sem henni er beitt á fleiri vörur og vöruflokka,“ segir Erna Bjarnadóttir hagfræðingur. Erna þekkir vel til sögu og þróunar tollverndar hér landi. „Árið 1994, þegar Alþjóðaviðskiptastofnunin er stofnuð, þá var í fyrsta skipti samið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Öllum innflutningsbönnum aflétt og þeim breytt í tolla. Fyrir það var t.d. bannað að flytja hér inn mjólkurafurðir og kjöt en við lögfestingu GATT samningsins voru tollar teknir upp þess í stað. Á mannamáli þýðir það að heimildirnar til að leggja á tolla voru hafðir það háir að enginn innflutningur hefði farið fram.“ Síðan þá hefur tollverndin tekið breytingum, raunverulegir tollar eru lægri en hámarksheimildir, tollarnir hafa lækkað í tvíhliða viðskiptasamningum og nýir toll­ frjálsir kvótar, komið til sögunnar. Hvernig virka tollarnir? Tollar á landbúnaðarvörur eru tvenns konar. Annars vegar magntollur, sem er krónutala á hvert kíló, og hins vegar verðtollur, sem er lagður á sem hlutfall af verðgildi vörunnar. Árið 2007 var gerður samningur við Evrópusambandið þar sem Ísland veitti sambandslöndum almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum frá því sem öðrum þjóðum býðst, þannig að verðtollurinn fór úr 30% niður í 18% og krónutala magntollsins var lækkuð um 40%. „Þannig er verðtollurinn fast hlutfall af innkaupsverðinu. Magn­ tollurinn, krónutalan, hefur ekki tekið breytingum frá árinu 2007. Hún er þannig ekki uppreiknuð á hverju ári, heldur stendur sem sama krónutala. Því hefur tollvernd í raun minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Undir það tekur Daði Már. „Tollverndarkerfið er alls ekki að sinna því hlutverki sem það sinnti fyrir 15 árum síðan. Það skiptir engu máli hvort þú sért formaður Bændasamtakanna eða formaður Félags atvinnurekenda. Menn hljóta að vera sammála um að það sé skrítið að ekki sé tekin umræða um tilganginn með tollverndinni í ljósi þess að við erum passíft að leggja hana niður.“ Þannig hefur verðbólga étið upp fyrrnefnda krónutölu. „Þegar við breyttum innflutningsbönnum í tolla sem krónutölum tóku menn ekki tillit til þess hversu hratt múrarnir myndu sjálfkrafa molna niður vegna rýrnunar krónunnar. Eftir að ferðaþjónusta jókst hér þá fór því að flæða helling af landbúnaðarvörum yfir tollmörk. Menn bara borga tolla, þetta bítur ekkert. Þetta á til að mynda við um svínakjöt og nautakjöt. Með viðvarandi verðbólgu á þessum vörum eftir að fjölga.“ Þetta sé mikið áhyggjuefni. „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“ segir Daði Már. Hann bendir á að tollvernd sé ekki tilkomin að ástæðulausu. Öll okkar viðskiptalönd og nágrannalönd beita þessu stjórntæki. „Þetta er það módel sem stjórnvöld landa sjá að virkar til að vernda innanlandsframleiðslu. Það yrði varasamt að taka skref og gera hlutina öðruvísi en allir í kringum okkur. Til þess þyrfti einhverja greiningu á hvernig við ættum að fara að því að styðja við innlenda fram­ leiðslu og hvað það myndi þýða,“ segir Margrét. Tollkvótar Tollvernd vegur hlutfallslega þungt í reiknuðum stuðningi OECD við landbúnað hér á landi. Engu að síður er stærstur hluti búvara fluttur inn án tolla hér á landi. Kynnum til leiks tollkvóta. Stjórnvöld bjóða árlega út ákveðið magn af tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir, tollfrjálsa kvóta gagnvart ESB annars vegar og WTO hins vegar. Þeir innflutningsaðilar sem tryggja sér tollkvóta þurfa ekki að borga toll af vörunum, en greiða þess í stað útboðsgjald, sem dæmi eru um að sé 1 króna á kíló, en hefur þó farið upp í um 600 kr/kg í sumum vöruflokkum. Almennt er það töluvert lægra en tollurinn sjálfur. Magn tollkvóta er umtalsverð hlutdeild af heildarmarkaði hér á landi. Það má flytja tollfrjálst inn frá Evrópusambandslöndum á ári hverju um 700 tonn af nautakjöti, um 700 tonn af svínakjöti, rúm 1.000 tonn af alifuglakjöti, rúm 600 tonn af osti og ystingum og 750 tonn af ýmsu öðru kjöti. Þá innihalda WTO kvótarnir 95 tonn af nautgripakjöti, 64 tonn af svínakjöti, 345 tonn af kinda­ eða geitakjöti, 59 tonn af alifuglakjöti, 53 tonn af smjöri og 119 tonn af ostum og ystingum, 76 tonn af eggjum og 86 tonn af ýmsum kjötvörum. Sérstakir tollkvótar fyrir innflutning frá Noregi og Sviss eru einnig við lýði en undir þeim má flytja inn 10 tonn af nautgripakjöti og 15 tonn af ostum. „Tollverndin er að virka að því leyti að hafa áhrif á það magn sem er að koma til landsins. Við sjáum það í innflutningstölum að í mörgum tilvikum er innflutningsmagnið mjög svipað og tollkvótinn,“ segir Margrét. En í tilteknum tilfellum er innflutningsmagnið töluvert meira en tollkvótar. Til dæmis var um 17% af heildarinnflutningi nautakjöts árið 2022 utan tollkvóta og vísbendingar eru um að innflutningur á nautakjöti sé að aukast gríðarlega árið 2023. „Ég var að skoða kjúklingakjötið og á síðasta ári hefði 67% magnsins getað verið flutt inn án tolla,“ segir Margrét. Tollkvótarnir, eða hátt hlutfall erlendra búvara á markaði, hafa keðjuverkandi áhrif á lífsviðurværi bænda. „Þegar magn tollkvótanna hækkaði kom meira af innfluttum vörum inn á markað sem skapaði þrýsting á íslenska framleiðendur um að lækka verðið sitt sem hafði í för með sér lægra verð til íslenskra bænda,“ segir Margrét. Mikilvægið Erna segir að ekki sé hægt að halda því fram að tollvernd sé mikilvægari á Íslandi en annars staðar. „Tollar eru mikilvægir og raunar mjög mikilvægir mörgum ef ekki flestum aðildarlöndum WTO. ESB leggur tolla á 68,3% allra búvöruflokka. Sem dæmi þá leggur það tolla á vín utan sambandsins enda er vínrækt gríðarlega mikilvæg víða innan sambandsins, efnahagslega, menningarlega og stór hluti af ásýnd lands. Þannig mætti líkja henni við sauðfjárrækt hér á landi. Sé einnig litið á hve hátt hlutfall vöruflokka Ísland og ESB leggja t.d. meira en 15% tolla á gagnvart öllum aðildarlöndum WTO þá er hlutfallið 28,9% á Íslandi en 22,3% í ESB. Hér er rétt að minna á að mun meira tollfrelsi ríkir í viðskiptum milli Íslands og ESB vegna tvíhliða samninga þjóðanna,“ segir Erna. Hún segir ekki svo einfalt að leggja mat á gagnsemi tollverndar. „Stjórntæki, eins og tollar, sem leiða að þeim markmiðum sem að er stefnt, eru gagnleg. Alltaf þarf að vega og meta hvaða stjórntæki henti best hverju sinni. Tollar spila t.d. saman við markmið um að auka framleiðslu. Að tala um kosti og galla Freyjunes 10 • 603 Akureyri • Sími 5191800 • rafos@rafos.is Opið virka daga milli 08:00 – 16:00 RAFÓS raf ve rk taka r /he im i l i s tæk jav i ðge rð i r RAFÓS Sími 519 1800 rafos@rafos.is Þjónustum allt landið - Verið velkomin Raflagnir - viðhald og nýlagnir Hleðslustöðvar fyrir rafbíla Uppsetning og sala Viðgerðir og sala á öllum gerðum heimilistækja Varmadælur - uppsetning og sala Tollvernd er mikilvægt stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði. Þeir eru lagðir á tilteknar innfluttar búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu. Síðan tollverndin var sett á hefur hún rýrnað með hverju árinu og tollfrjáls innflutningur aukist verulega. Skiptar skoðanir hafa því verið um gagnsemi stjórntækisins. Tollvernd nefnilega er einnig samofin stefnum stjórnvalda um fæðuöryggi og byggðastefnu og því vandast málin þegar útskýra á málefnið í fáeinum orðum. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Íslenskt nautakjöt á undir högg að sækja gagnvart erlendu nautakjöti þar sem tollar virðast ekki hamla innflutningi. Um 17% af heildarinnflutningi nautakjöts árið 2022 eru utan tollkvóta og vísbendingar eru um að innflutningur á nautakjöti sé að aukast gríðarlega árið 2023. Mynd / Odd Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.