Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023 FRÉTTIR Nánar um nýja tryggingu bænda Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18–74 ára eru nú tryggðir með tímabundna afleysingu í allt að sex mánuði, verði þeir ófærir til starfa af völdum slyss eða sjúkdóms, samkvæmt nýjum samningi milli BÍ og Sjóvár. Samningurinn tók gildi 1. apríl sl. Félagsmenn munu því framvegis leita til Sjóvár varðandi bætur en ekki til Velferðarsjóðs BÍ eins og áður. Sjóðurinn stendur straum af greiðslu iðgjalda fyrir hóptrygginguna sem og greiðslu á eigin áhættu. Hér að neðan er að finna helstu upplýsingar um trygginguna. Starfsfólk BÍ getur veitt nánari upplýsingar en að öðru leyti skal leita til Sjóvár varðandi bætur og meðhöndlun tjóna. Spurt og svarað um staðgengilstryggingu • Hvað er staðgengilstrygging? Staðgengilstrygging greiðir kostnað við staðgengil eða aðkeypta þjónustu sem fellur til ef félagsmaður verður óvinnufær í a.m.k. þrjá mánuði af völdum veikinda eða slysa. • Hverjir eru tryggðir í staðgengilstryggingu? Staðgengils- trygging nær yfir alla félagsmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18 til og með 74 ára. • Hvað eru bætur staðgengilstryggingar háar og hvað eru þær greiddar lengi? Bætur geta orðið allt að 350.000 kr. á mánuði og eru greiddar í sex mánuði að hámarki, þó ekki fyrir fyrsta mánuð óvinnufærni. • Hvað þarf óvinnufærni að vera mikil til að eiga rétt á bótum úr staðgengilstryggingu? Óvinnufærni þarf að vera 50% að lágmarki til að eiga rétt á bótum úr staðgengilstryggingu. • Hvenær falla nýir félagsmenn Bændasamtakanna undir staðgengilstryggingu? Nýir félagsmenn eru tryggðir í staðgengilstryggingu eftir þrjá mánuði frá félagsaðild. • Hvernig sæki ég um bætur? Félagsmenn tilkynna tjón til Sjóvár og þurfa að leggja fram gögn (kvittanir/reikninga) fyrir útlögðum kostnaði vegna afleysingarmanneskju eða aðkeyptrar þjónustu sem sérstaklega var stofnað til vegna óvinnufærni og eru viðbót við hefðbundinn kostnað við búreksturinn. Rafræn skilríki eru notuð til auðkenningar. Tjón eru tilkynnt á vef Sjóvár. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Heiður Huld Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá, við undirritun samningsins. Reykhólahreppur: Yngsti bóndi landsins Kolbeinn Óskar Bjarnason, keypti í vor bústofn og fjárhús á Kötlulandi, sem er í útjaðri þorpsins á Reykhólum í Austur- Barðastrandarsýslu. Hann er fæddur í júlí 2005 og þar með enn 17 ára. Aðspurður af hverju hann ákvað að fara í búskap, svarar Kolbeinn að hann sé mjög áhugasamur um landbúnaðarstörf. Sá sem var með búskapinn áður hafði hug á að hætta í lok vetrar og bauð Kolbeini búreksturinn til kaups. Fyrri bóndi á Kötlulandi er ekki tengdur Kolbeini fjölskylduböndum. „Hann var bara að leita að kaupanda og vissi að ég hafði áhuga,“ segir Kolbeinn. Aðdragandinn að eigenda- skiptunum var ekki langur, en það var ekki fyrr en seint í vetur sem viðræður milli Kolbeins og fyrri eiganda hófust fyrir alvöru. Ábyrgðin á búskapnum færðist í hendur Kolbeins fyrir einum og hálfum mánuði og segir hann allt hafa gengið vel síðan þá. Fyrstu ærnar bera í byrjun maí og ætlar Kolbeinn að nýta sumarfríið sitt til að sinna sauðburði. Þegar Bændablaðið heyrði í Kolbeini í síðustu viku var sauðburður ekki hafinn og enn nokkuð rólegt í búskapnum. Kötlulandi fylgir ekki stór eignarjörð, en hann leigir 24 hektara af túnum frá hreppnum. Engar vélar fylgdu kaupunum, fyrir utan eina haugsugu. Hann segist fá mikla hjálp frá bæjunum í kring ef þörf er á vélavinnu. Bústofninn núna er 220 vetrarfóðraðar ær. „Þetta er bara æðislegt – að geta gert eitthvað sjálfur,“ segir Kolbeinn aðspurður um hvernig nýfengið hlutverk leggist í hann. Kolbeinn er með nokkra reynslu af landbúnaðarstörfum, en hann hefur unnið sem vinnumaður í þrjú sumur á kúabúi í Landeyjum, ásamt því að hafa búið um tíma hjá frænda sínum sem rekur stórt sauðfjárbú. Aðspurður um hvaða stefnu hann ætli að taka í búskapnum, segir Kolbeinn að hann vilji ná sem mestum fallþunga hjá lömbunum og fullnýta fjárhúsin. Hann segir byggingarnar bjóða upp á hátt í 400 vetrarfóðraðar ær. Meðfram búskap starfar hann í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. /ÁL Kolbeinn Óskar Bjarnason er yngsti bóndi landsins. Hann er með 220 kindur í fjárhúsum við þorpið á Reykhólum. Mynd / Aðsend Sauðfjárrækt: Vilja leyfa kaup á líflömbum með verndandi arfgerð Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna skorar á Matvælastofnun að leyfa kaup á líflömbum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki milli sauðfjárbúa innan varnarhólfs í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi þess. Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna var haldinn á Flúðum, 23. apríl 2023. Í ályktun fundarins eru baráttukveðjur sendar til sauðfjárbænda í Miðfirði. „Verndandi arfgerðir fyrir riðu hafa fundist hér á landi og því verða stjórnvöld að bregðast við strax með auknu fjármagni til rannsókna og arfgerðagreininga. Með því megi flýta fyrir riðuþolnum stofni og koma í veg fyrir kostnaðarsaman, umdeildan og sársaukafullan niðurskurð sem hefur verið veruleikinn fram til þessa. Fundurinn skorar á Matvæla- stofnun að leyfa kaup á milli sauðfjárbúa innan sveitarfélags og/ eða varnarhólfs á líflömbum sem bera í sér verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Með því móti má hraða mikilvægri þróun í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm, sporna gegn skyldleikaræktun og stytta þann tíma sem tekur bændur að koma sér upp hjörðum sem að fullu bera verndandi arfgerð gegn riðu. Jafnframt skorar fundurinn á yfirvöld að bændum verði heimilt að sækja fé sitt í réttir, óháð varnarlínum, beri féð sannarlega í sér þessa verndandi arfgerð. Þá hefur fundurinn efasemdir um margar hinna svokölluðu varnarlína í núverandi mynd sem engan veginn hafa staðið undir nafni sem slíkar. Fundurinn lýsir einnig yfir stuðningi við ályktun sem fundur sauðfjárbænda í Miðfirði sendi frá sér þann 16. apríl síðastliðinn sem og stuðningsyfirlýsingu stjórnar sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu og hvetur matvælaráðherra til að innleiða nú þegar viðauka VII í heild við ESB-reglugerð nr 999/2001 sem tók gildi á Íslandi 2012 (reglugerð 41/2012), en sá kafli var undanskilinn við innleiðingu reglugerðarinnar. Þá sendir fundurinn góðar kveðjur til sauðfjárbænda um land allt með von um að vorið verði hagfellt á komandi sauðburði og hvetur til þess að allir leggi sitt af mörkum í hinu stóra verkefni fram undan sem er að byggja upp verndandi arfgerð gegn riðu í íslensku sauðfé. Að lokum sendir Sauðfjár- ræktarfélag Hrunamanna hlýjar baráttukveðjur til sauðfjárbænda í Miðfirði í Húnavatnssýslu og vonast er til að síðasti niðurskurðurinn vegna riðu sé afstaðinn,“ segir í ályktun frá Sauðfjárræktarfélagi Hrunamanna. /ghp Með því að leyfa kaup á líflömbum með verndandi arfgerð má flýta fyrir riðuþolnum sauðfjárstofni. Mynd / HGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.