Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá
MARKAÐSSJÓÐUR
SAUÐFJÁRAFURÐA
Íslenskt lambakjöt auglýsir eftir
umsóknum í sjóðinn fyrir 2023.
Styrkhæf eru verkefni sem talin eru styrkja
verðmætasköpun í matvöruhluta íslenskra
sauðfjárafurða. Falli undir að teljast nýsköpun,
vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2023.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá
framkvæmdastjóra í netfanginu
haflidi@icelandiclamb.is
SIGTI SEM GRÍPUR
AUKAHLUTI Í FRÁRENNSLINU,
AUÐVELT AÐ TÆMA
01
02
03
04
05
RAFMAGNSKOSTNAÐUR
Á VIÐ 1 LJÓSAPERU Á ÁRI
STÖÐUG HREYFING,
MARKMIÐIÐ ER AÐ HALDA
FLÓRUNNI Á LÍFI
ENGAR ÁHYGGJUR
GETUR VERIÐ ÁN NOTKUNAR
Í ALLT AÐ 160 DAGA
ENGIN SITURLÖGN -
LYKTARLAUST
UMHVERFISVÆN
HREINSISTÖÐ
WWW.HAGVIS.IS HAGVIS@HAGVIS.IS 4601706
20 ára reynsla á norðurlöndum
Góðir lesendur í Djúpavogshreppi,
Múlaþingi og aðrir landsmenn.
Þann 8. maí
sl. rann út rann-
sóknarleyfi nr.
R4158A, fyrir-
huguð virkjun
í Hamarsá í
Hamarsdal.
Ég skora á
íbúa í fyrrum
Djúpavogshreppi,
kjörna fulltrúa
Múlaþings, við-
komandi stofnanir sem og land-
eigendur að hafna öllum virkjunar-
áformum í Hamarsdal. Taka höndum
saman og friða dalinn fyrir spjöllum.
Á Austurlandi er raforku-
framleiðsla með því mesta
sem þekkist, um 135 MW
st/íbúa. Ekkert rétt lætir
það að níða landið til frekari raforku-
framleiðslu.
Mikilvægara er að dreifa raforkunni
af skynsemi og ljúka þrífösun
landsbyggðar strax. Rarik á heiður
skilinn við lagningu jarðstrengja og
þrífösun landsins en það er fjárskorti
að kenna um að lagning jarðstrengja
er stopp í Berufirði. Pólitísk ákvörðun.
Allir landsmenn ættu að sitja við sama
borð með þriggja fasa rafmagn og
jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr
geta engin orkuskipti hafist.
Eftir stórkostlegt inngrip Kára-
hnjúkavirkjunar og þau sár sem
aldrei gróa,var náttúru Austurlands
heitið griðum.
Lauslega má áætla, án ábyrgðar
að glatvarminn frá álverinu á Reyðar-
firði sé u.þ.b. 30-50 MW. Að mörgu er
að hyggja og hví skyldi náttúran ekki
njóta vafans?
Óbyggð víðerni njóta sérstakrar
verndar samkvæmt náttúruverndar-
lögum. Fyrirhuguð virkjun myndi
raska votlendi, stöðuvötnum og
tjörnum samkvæmt 61. grein
náttúruverndarlaga.
Sviðinhornahraun er einstakt
víðerni sem ber að vernda. Ísland býr
yfir einstökum víðernum í Evrópu.
Að eyðileggja ósnortna náttúru, ásamt
því að reisa 50 metra háar stíflur er
hryðjuverk í fallegum dal.
Í september 2022 varð mikill
skaði í skógrækt samfélagsins í
Djúpavogshreppi. Skaðinn varð í
Hálsaskógi í miklu óveðri og mikið
af trjám brotnaði og eyðilagðist. Þessi
skaði snerti samfélagið djúpt, en er þó
ekki óbætanlegur, þ.e.a.s. hægt er að
planta trjám og þau vaxa aftur.
Tíminn læknar þar sárin. En vill
samfélagið og landsmenn valda
óbætanlegum skaða á náttúru
Hamarsdals? Ég held ekki. Þyrmum
Hamarsdal fyrir komandi kynslóðir.
Hamarsá dynji heil til óss
hlykkist um dalinn fríða
henni skal vægja, heimsins góss
hana má aldrei níða
Virðingarfyllst, Stefán Skafti
Hrefnu- og Steinólfsson
Ytri-Fagradal,
Skarðsströnd, Dalabyggð.
Ættaður frá Hamri í Hamarsfirði.
R4158A rennur út
Stefán Skafti
Hrefnu- og
Steinólfsson
Skráið smáauglýsingar
á www.bbl.is