Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023
Þann 28. apríl sl. birti RML fyrstu
niðurstöður úr rekstri kúabúa
fyrir árið 2022.
Niðurstöðurnar
byggja á greiningu
á rekstri 70 búa sem
eru þátttakendur
í verkefninu um
Rekstur kúabúa
og hafa verið
með í verkefninu
frá upphafi, en í
mars sl. birti RML
hei ldarskýrs lu
fyrir rekstur- og afkomu kúabúa fyrir
árin 2019-2021 fyrir öll þátttökubú
verkefnisins, sem alls voru 154.
Greiningin nær því til um helmings
búanna sem voru með í fyrra, en
þessi 70 bú leggja inn 25,5 milljónir
lítra sem endurspeglar 17,2% af
landsframleiðslu ársins.
Afurðatekjur jukust
um 14% milli ára
Úr niðurstöðunum má lesa að afurða-
stöðvaverð mjólkur í rekstrar-
verkefninu hækkaði að meðaltali
um 16,4 kr./ltr. milli áranna 2021 og
2022, eða um 16%. Mikilvægt er að
hafa í huga hér að viðbótargreiðslur
á innlagða umframmjólk árin 2020-
2021 komu til greiðslu, og teljast þar
með til tekna, á árinu 2022. Því er
meðal afurðastöðvaverð í verkefninu
hærra en meðallágmarksverð mjólkur
ársins 2022. Afurðastöðvaverð á
nautgripakjöti og kýrkjöti stóð í stað
á milli ára sem og aðrar tekjur af
nautgripum (t.d. selt á fæti).
Hvað varðar opinberar greiðslur,
þá hækkuðu þær um 5,7 kr./ltr. á milli
ára. Hækkunin er fyrst og fremst
komin til vega einskiptisaðgerða
stjórnvalda (áburðarstuðningur
og spretthópsgreiðslur matvæla-
ráðherra). Alls var viðbótarstuðningur
vegna jarðræktar að meðaltali 3,7 kr./
ltr. og áætlað er að viðbótarstuðningur
í formi gripagreiðslna mjólkurkúa
sé rúmlega 1 kr./ltr. Erfiðara er að
meta áhrif viðbótarsláturálags vegna
greiðslna spretthóps og glöggir
lesendur taka eftir því að sláturálag
lækkaði örlítið á milli áranna 2021
og 2022.
Ástæður þess eru þær að Covid
stuðningur og viðbótarsláturálag af
framleiðslujafnvægislið sem greitt
var á árinu 2021 höfðu töluvert meiri
áhrif á tekjur í gegnum sláturálag
en viðbótarstuðningur spretthóps.
Í heildina hækkuðu afurðatekjur
kúabænda um 22,8 kr./ltr., eða 14%
milli áranna 2021 og 2022.
Breytilegur kostnaður hækkaði
um 22% milli ára
Breytilegur kostnaður kúabúa hækkaði
í heildina um 17,1 kr./ltr. (22%) milli
áranna 2021 og 2022. Hækkunina má
fyrst og fremst rekja til hækkunar á
áburði, en hann hækkaði um 7,4 kr./
ltr. (73%) og hækkunar á kjarnfóðri
sem hækkaði um 4,0 kr./ltr. (13%).
Til viðbótar hækkuðu flest allir
kostnaðarliðir um 1-2 kr./ltr. (0-27%).
Fastur kostnaður tók ekki miklum
breytingum á milli ára, en hækkar
vissulega jafnt og þétt að undanskildu
viðhaldi eigna sem dregst saman.
Sömu sögu er því miður ekki að
segja um fjármagnsliðina, en á milli
áranna 2021 og 2022 hækkuðu þeir
að meðaltali um 6,2 kr./ltr. (32%).
Hækkun á breytilegum kostnaði
og fjármagnsliðum er því meiri í
krónum á lítra talið (23,3 kr./ltr.) en
heildarhækkun á afurðatekjum (22,8
kr./ltr.), þrátt fyrir áburðarstuðning
og sprettshópsgreiðslur.
Framlegðarstig fer lækkandi
Á árinu 2022 voru heildarafurðatekjur
mjólkurframleiðenda að meðaltali 183,2
kr./ltr. á meðan heildarframleiðslu-
kostnaður mjólkur var að meðaltali
198,4 kr./ltr. Þannig vantar 15,2 krónur
upp á að heildarafurðatekjur mjólkur-
framleiðenda standi einar og sér undir
kostnaðinum við framleiðsluna.
Mjólkurframleiðendur sækja því
í auknum mæli tekjur annars staðar
frá, en á milli áranna 2021 og 2022
lækkaði framlegðarstig afurðatekna
um 3,4% og var árinu 2022 komið
niður í 49%.
Á árinu 2022 voru aðrar tekjur
mjólkurframleiðenda (t.d. tekjur
af öðrum búrekstri, verktöku eða
ferðaþjónustu) að meðaltali 8
milljónir króna, samanborið við
rúmar 5 milljónir króna árið 2019.
Þrátt fyrir minnkandi framlegðar-
stig hefur rekstrarafgangur fyrir
fjármagnsliði og afskriftir (EBITA)
samt sem áður hækkað í krónum talið
á milli ára og skuldahlutfall lækkað.
Samkvæmt skýrsluhöfundum má rekja
það til þess að búin hafa mörg hver
aukið við sig veltu auk þess sem búin
hafa fært sig meira yfir í óverðtryggð
lán. Bændur hafa því hagrætt töluvert
undanfarið árið í sínum rekstri en
fjármagnskostnaður bítur þó sífellt
fastar, en skv. skýrsluhöfundum
breikkar bilið á milli búa í verkefninu,
rekstrarstaða skuldsettra búa versnar
til muna á milli ára en rekstrarstaða
lítið skuldsettra búa batnar örlítið á
milli ára.
Rekstur ársins 2023
Nú á árinu 2023 er staðan ekkert
skárri en fyrir ári síðan. Áburðarverð,
kjarnfóðurverð, olíuverð og annar
rekstrarkostnaður hefur haldist í
sambærilegu verði og fyrir ári síðan
auk þess sem stýrivextir hækka
sífellt. Áætla má að heildarkostnaður
við framleiðslu mjólkur ársins
muni því haldi áfram að hækka
vegna tíðra stýrivaxtahækkana og
endar líklegast hærri en á árinu
2022. Afurðastöðvaverð hefur
vissulega hækkað á árinu en enginn
viðbótarstuðningur virðist vera í
kortunum, hvorki greiðsla spretthóps né
áburðarstuðningur, en skýrsluhöfundar
hafa bent á að sprettgreiðslur skiptu
verulegu máli í afkomu ársins
2022. Raunhæft er því að áætla að
heildartekjur af mjólkurframleiðslu
verði sambærilegar og árið 2022, sem
þýðir að tekjur mjólkurframleiðenda
koma til með að standa undir enn lægra
hlutfalli af kostnaði en áður.
Staða mjólkurframleiðenda er því
alls ekki góð og mun líklegast ekki
koma til með að batna á árinu án
aðgerða. Mikilvægt er að viðhalda
þeirri góðu framleiðslu sem nú er til
staðar í landinu með því að tryggja
greininni viðunandi afkomu.
Guðrún Björg Egilsdóttir,
sérfræðingur hjá BÍ.
Íslenskir garðplöntuframleið-
endur hafa sýnt það og sannað
með verkum sínum að hér er
hægt að rækta í görðum ótrú-
legt úrval trjáa, runna, fjölærra
plantna og sumarblóma.
Á r a t u g a
reynsla þeirra í
vali á tegundum
og yrkjum og
ræktun þeirra
hefur heldur
betur glatt
garðeigendur
um land allt og
sífellt bætist
við úrvalið. Við
Garðyrkjuskóla FSu á Reykjum í
Ölfusi er sérstök námsbraut sem
tekur við nemendum sem hafa
áhuga á að sérhæfa sig á þessu
sviði garðyrkjunnar.
Úrvalið eykst sífellt
Nú er ákjósanlegur tími til að
heimsækja gróðrarstöðvar sem
selja plöntur í garðinn. Sumir
garðeigendur koma í þeim tilgangi
að sjá hvað er nýtt í boði þetta
vorið, spá og spekúlera og kannski
er ætlunin að bæta við einni eða
tveimur plöntum í garðinn. Þeir
eru þó býsna margir sem falla í
freistni þegar öll dýrðin blasir við
og þeir fara heim með fullfermi
af fallegum plöntum sem munu
prýða garðinn, svalirnar eða
sumarhúsalóðina um ókomna tíð.
Í mörgum þeirra er einnig hægt
að fá skógarplöntur í bökkum til
gróðursetningar í trjáreiti.
Garðplöntustöðvar eru
misjafnlega stórar en eiga það
sameiginlegt að áhersla er lögð
á gott úrval og lipra þjónustu
starfsfólks sem þekkir plönturnar
og þarfir þeirra vel. Sumar þeirra
hafa lagt sig eftir sérhæfingu, t.d.
bjóða nokkrar þeirra sérstaklega
gott úrval fjölærra blóma eða
sumarblóma, aðrar hafa sérhæft
sig í stærri trjám, enn aðrar í
fjölda runnategunda og svo má
lengi telja. Þar er einnig hægt að
fá matjurtaplöntur af öllu tagi til
gróðursetningar í matjurtagarð
heimilisins. Nú er kominn tími
til að huga að næringargjöf og
jarðvinnslu fyrir matjurtirnar og
gróðursetningu þeirra. Þeir sem
ekki hafa enn sáð til gulróta geta
t.d. byrjað á því.
Verslun í heimabyggð
Þótt nokkrar stærstu garðplöntu-
stöðvarnar séu á Reykjavíkur-
svæðinu og Suðurlandi er
garðplöntuframleiðendur að finna
annars staðar, til dæmis allvíða
á Norðurlandi, í Borgarfirði, á
Snæfellsnesi, Reyðarfirði og
Hornafirði. Það getur verið
góð hugmynd að versla við þá
framleiðendur sem eru nærri, þá
eru auknar líkur á að tegunda-
og yrkjaúrvalið sé miðað við
ræktunaraðstæður í heimabyggð.
Leitarvél garðplantna – nýjung
sem að gagni kemur
Garðplöntuframleiðendur hafa
ýmsa samvinnu sín á milli. Félag
garðplöntuframleiðenda heldur
úti heimasíðunni gardplontur.is
þar sem finna má upplýsingar um
framleiðendur, ýmsan fróðleik
um gróður og garða og ekki síst
öfluga og nýuppfærða leitarvél
sem gefur upplýsingar um á annað
þúsund tegundir og yrki þeirra.
Á leitarvélinni er á auðveldan
hátt hægt að fá góðar upplýsingar
um val á plöntum. Leita má að
ákveðnum tegundum en einnig
eftir blómlit, blómgunartíma og
hæð, eða vaxtarkröfum eins og
vindþoli, seltuþoli, skuggþoli og
öðru sem að gagni kann að koma.
Þessi leitarvél ætti að auðvelda
garðeigendum valið og gerir
heimsókn til garðplöntusalans
enn markvissari.
Garðeigendur eru eindregið
hvattir til að notfæra sér þetta
ágæta tól til að víkka þekkingu
sína á fjölbreyttu úrvali íslenskra
garðplantna.
Ingólfur Guðnason, fagbrautar-
stjóri garðyrkjuframleiðslu,
Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu
Uppfærð leitarvél
íslenskra garðplantna
Fjölæringar og runnar í garðplöntustöð. Mynd / Guðríður Helgadóttir
Ingólfur
Guðnason.
Kolefnishlutlaus garðyrkja 2040
Búgreinadeild garðyrkjubænda auglýsir eftir
styrkumsóknum fyrir verkefni sem styðja við markmið
samnings starfsskilyrða framleiðenda garðyrkjuafurða
um kolefnishlutlausa garðyrkju 2040.
Styrkumsókn þarf að fylgja kynning á verkefninu,
framkvæmda- og fjárhagsáætlun.
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí
Fyrirspurnum ásamt styrkumsóknum
skal skila á netfangið
gudrunbirna@bondi.is
Guðrún Björg
Egilsdóttir.
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA
Rekstur kúabúa
fer hallandi
– Meðaltalstölur 2022 úr rekstrargreiningu kúabúa
GARÐYRKJA