Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023
Stærð eftir strekkingu ca 165 cm x 155
cm x 80 cm. (65 x 61 x 31 tommur).
Aðferðir: I-cord, I-cord kantur og
I-cord affelling.
Efni:
1 Dóru skúfur
25 gr litur 1; Dóruband, einband
jurtalitað eða skrautband
25 gr litur 2; Dóruband, einband
jurtalitað eða skrautband
50 gr litur 3; einfaldur plötulopi frá
Ullarversluninni Þingborg
Hringprjónn nr 5 / US 8,
60 cm eða lengri
2 mismunandi prjónamerki, gott að
hafa þau í sitt hvorum litnum
Nál, til að sauma skúfinn á og ganga
frá endum
Vinsamlegast lesið alla uppskriftina
áður en byrjað er!
Litur 1:
Fitjið upp 3 lykkjur, skiljið eftir
nógu langan spotta til að sauma
skúfinn á í lokin. Prjónið I-cord 7
umferðir. (I-cord: ekki snúa við eftir
umferð heldur færið lykkjurnar út á
hinn endann á prjóninum og prjónið
lykkjurnar 3 alltaf frá hægri til vinstri
með bandið fyrir aftan).
Byrjað á mynstri:
1.umferð: snúið og prjónið brugðið
2.umferð: prjónið 1 lykkju slétt, auka
út um 1 lykkju til hægri, prjóna 1 l slétt,
auka út um 1 lykkju til vinstri, prjóna
1 l slétt, samtals 5 lykkjur.
3.umferð: prjónið brugðið, 5 lykkjur.
4.umferð: 1 sl, auka út 1 l til vinstri, 1
sl, auka út 1 l til vinstri, 1 sl, auka út
1 l til hægri, 1 sl, auka út 1 l til hægri,
1 sl, samtals 9 lykkjur.
5.umferð: prjónið brugðið, 9 lykkjur.
Nú er byrjað á I-cord kanti á báðum
hliðum. Fyrstu 4 lykkjur í umferð og
síðustu 4 lykkjur í umferð fara í I-cord
kantinn og eru prjónaðar eins og segir
í A og B allt sjalið. Allar lykkjur sem
eru teknar óprjónaðar eru teknar eins
og eigi að fara að prjóna þær brugðnar.
Mynstur í lit 1 er garðaprjón, allar
umferðir, á milli I-cord kanta, eru
prjónaðar slétt.
A: með bandið fyrir aftan, taka 1
l óprjónaða, 1 sl, taka 1 l óprjónaða,
1 sl, setja prjónamerki 1, prjóna
garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir,
setja prjónamerki 2, með bandið fyrir
aftan, taka 1 l óprjónaða, 1 sl, taka 1 l
óprjónaða, 1 sl.
B: með bandið fyrir framan taka
1 l óprjónaða, 1 l brugðin, taka 1 l
óprjónaða, 1 l brugðin, færa merki 2,
prjóna garðaprjón þar til 4 lykkjur eru
eftir, færa merki 1, með bandið fyrir
framan taka 1 l óprjónaða, 1 l brugðin,
taka 1 l óprjónaða, 1 l brugðin.
Endurtaka A og B einu sinni.
Í næstu umferð ( A ) og í fjórðu hverri
umferð hér eftir ( A ) er aukið út sem
hér segir:
I-cord kantur fyrstu 4 lykkjur ( A )
færa merki 1, 1 sl, auka út um 1 lykkju
með því að slá uppa prjóninn eða á
þann hátt sem ykkur finnst best, prjóna
mynstur, færa merki 2, prjóna kant.
Endurtaka umferðir A og B og aukið út
í fjórðu hverri umferð, alltaf í byrjun
A umferðar. Þetta er gert allt til enda.
Haldið áfram þar til litur 1 er búinn eða
sjalið mælist um það bil 75 cm/ 29,5
tommur, mæla hliðina sem er ekki með
útaukningu, enda á A umferð.
Litur 2:
Nú er skipt yfir í lit 2, fyrsta umferðin
er brugðin B, A umferðir eru prjónaðar
slétt og B umferðir prjónaðar brugðnar,
I-cord kanturinn prjónaður eins og
áður og haldið áfram að auka út í
fjórðu hverri umferð, annari hverri A
umferð. Haldið áfram með lit 2 þar
til bandið er búið eða litur 2 mælist
um það bil 37 cm/ 14,5 tommur, enda
á B umferð.
Litur 3 einfaldur plötulopi:
Byrjið lit 3 á A umferð og hún prjónuð
slétt, í næstu umferð, B, er byrjað á
tvöföldu perluprjóni, prjóna 1 slétta og
1 brugðna. Haldið áfram á eftirfarandi
hátt: A umferð: brugðin lykkja prjónuð
slétt og slétt lykkja prjónuð brugðin.
B umferð: slétt lykkja prjónuð slétt og
brugðin lykkja prjónuð brugðin. Muna
að kantur og útaukning (í fjórðu
hverri umf) er eins og áður.
Haldið áfram með tvöfalt perluprjón
þar til eftir eru um það bil 5 gr af lit
3, eða litur 3 mælist ca 37 cm/ 14,5
tommur.
Þá er fellt af með I-cord affellingu:
1. Fitjið upp 3 lykkjur í byrjun prjóns.
2. Prjónið 2 lykkjur slétt, farið aftaní
lykkjurnar.
3. Prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman,
farið aftaní lykkjurnar. Í þessu skrefi
erum við að fella af eina lykkju.
4. Setjið lykkjurnar 3 sem eru á hægri
prjóni yfir á vinstri prjóninn.
Endurtakið skref 2-4 þar til allar
lykkjur eru felldar af.
Þræðið Dóru skúfinn upp á I-cord
endann í byrjun sjals og saumið fast
þannig að I-cordinn verður að lykkju
sem skúfurinn hangi í. Gangið frá
öllum endum.
Skolið sjalið í volgu vatni, rúllið inn
í handklæði og kreistið allt vatn úr,
hristið og leggið til. Einnig hægt að
strekkja og pinna niður.
Njótið Dóru-sjalsins ykkar.
Fyrir Dóru, hannað hefur
©Maja Siska 2019
Atvinnufótboltamaður framtíðar!
Hann Stefán Teitur er hress og
kátur strákur sem á framtíðina
fyrir sér í fótboltanum.
Nafn: Stefán Teitur Ólason.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Bogamaður.
Búseta: Vatnsleysa, Biskupstungum.
Skóli: Reykholtsskóli.
Skemmtilegast í skólanum:
Frímínútur, heimilisfræði og
myndmennt.
Áhugamál: Fótbolti.
Tómstundaiðkun: Æfi fótbolta og
körfubolta.
Uppáhaldsdýrið: Górilla.
Uppáhaldsmatur: Pitsa,
hamborgari, pylsa og kaldur
grjónagrautur.
Uppáhaldslag: Norska lagið og
úkraínska lagið úr Eurovision í fyrra,
Give that wolf a banana og Stefania.
Uppáhaldslitur: Gulur og rauður.
Uppáhaldsmynd: Incredibles
myndirnar.
Fyrsta minningin: Man eftir að
hafa verið að ryksuga þegar við
mamma bjuggum á Bergi. Ég sá
nokkrar svartar svolítið stórar
köngulær, varð skíthræddur og
mamma ryksugaði þær!
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú hefur gert: Fara til Akureyrar í
sumarfrí og þegar ég er að horfa á
íþróttir í sjónvarpinu, mest fótbolta
sem er uppáhalds!
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór: Fótboltamaður!
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins
Þung Þyngst
Létt Miðlungs
ERFINGJAR LANDSINS
HANNYRÐAHORNIÐ
Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Þingborg
.
Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem
hægt er að nota sem trefil. Auðvelt og skemmtilegt að prjóna, gott fyrir
byrjendur sem lengra komna og þægilegt að grípa í á ferðalögum og að
prjóna fyrir framan sjónvarpið. Íslenskt jurtalitað einband, einfaldur
plötulopi ólitaður og handgerður skúfur gera þetta sjal einstakt.