Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023
Nýverið var gengið frá afsali
á jörðinni Stóru-Hildisey II í
Landeyjum sem er nú meðal
stærstu kúabúa landsins.
Fasteignasali að segir eftirspurn
eftir jörðum sé meira en framboð.
Þá telur hann að verja þurfi
sérstaklega landbúnaðarland.
Síðastliðið vor sagði Bændablaðið
frá kaupum kúabændanna Jónatans
Magnússonar og Unu Láru Waage
á jörðinni Stóru Hildisey II í
Landeyjum. Þau ráku áður bú á Hóli
í Önundarfirði en fluttu suður með
allar sínar mjólkurkýr, vélar og nærri
460.000 lítra mjólkurkvóta sem þau
sameinuðu við 540.000 lítra sem
fylgdi jörðinni. Með sameiningunni
er Stóra-Hildisey II því með þeim
stærstu á landinu.
Jónatan tók við rekstri búsins 1.
maí í fyrra og í viðtali sagðist hann
ætla að setja upp þrjá mjaltaþjóna
í fjósinu, þar af tvo sem hann kom
með að vestan. Því verki er nú
lokið. Í sama viðtali sagði Jóhann,
fyrrverandi eigandi jarðarinnar, að
það væri ekki einfalt mál að selja
svo stórt kúabú enda vandfundnir
aðilar sem ráði við slíka fjárfestingu.
Kom fram að kaupverðið hafi verið
um 400 milljónir króna og fór jörðin
Hóll upp í kaupin.
Björgvin Guðjónsson, fasteigna-
sali hjá Eignatorgi, sá um söluna.
Hann segir að sala á jörðum sé mun
flóknara ferli en sala íbúðarhúsnæðis
í þéttbýli. „Hafa þarf mikið fleiri
atriði í huga. Þú ert með í höndunum
fasteignina, jörðina og svo húsin,
ræktarland og jafnvel hlunnindi, þá
kvóta, áhöfn og vélar. Því er margt
sem þarf að taka tillit til. Þetta er
flóknara viðfangsefni en þar af
leiðandi mikið skemmtilegra,“ segir
Björgvin, en sala Stóru-Hildiseyjar
er í heild sinni með stærri kaupum
sem hann hefur séð um. Hann segir
þó aðra svipaða sölu vera að ganga
í gegn þar sem um sams konar
sameiningu rekstrar er að ræða.
„Síðan opnað var á það í
reglugerðinni að menn gætu flutt
kvóta sem þeir eiga yfir á þá eign
sem þeir kaupa virðist slík sameining
vera að gerast á fleiri stöðum.
Sem rekstrarmaður finnst mér
þetta jákvæð þróun. Þegar maður
kafar ofan í rekstur á kúabúum
sér maður að hann er áberandi
mikið betri þegar hann er kominn
í ákveðna stærð. Mörg bú eru með
innviði, húsnæði og tæki, sem gæti
framleitt verulega meira en upp í
þann kvóta sem bændurnir eru með.
Stærðarhagkvæmnin er mikil og
ekki eingöngu í mjólkurframleiðslu,
við sjáum það líka á sauðfjárbúum
og annars staðar í landbúnaðinum,“
segir Björgvin.
Bóndi gerðist fasteignasali
Björgvin er sjálfur búfræðingur og
bóndasonur, alinn upp í Syðstu-
Mörk undir Eyjafjöllum og tók
við búi foreldra sinna og rak það
í níu ár. Eftir að bakveikindi fóru
að hrjá hann upp úr aldamótum
hætti hann búskap og fór að starfa
sem fasteignasali. „Ég seldi fyrstu
jörðina árið 2010 og síðan þá hafa
fleiri tugir slíkra eigna farið hér í
gegn.“
Framboð á jörðum í dag er ekki
mikið að sögn Björgvins. „Það
er aðeins hreyfing á kúabúum,
sauðfjárbúum og garðyrkjustöðvum
og kynslóðaskiptin eru að eiga sér
stað hægt og bítandi. Það skiptir
heilmiklu máli fyrir þá sem eru að
selja að huga að sölu tímanlega.
Bændur eru með ævistarfið í
höndunum og ef afkomendur ætla
ekki að taka við þá er æskilegra
að selja áður en starfsþrekið fer að
gefa sig. Það er orðin uppsöfnuð
endurnýjunarþörf í landbúnaðinum
og mikil eftirspurn eftir jörðum frá
yngra fólki.“
Aðspurður segir Björgvin að verð
á jarðnæði sé að hækka. „Maður er
farinn að finna áhrif erlendis frá.
Lóðarverð á landi, sem hægt er að
byggja á sumarbústað, íbúðarhús,
eða rekstrareignir er farið að stýrast
að hluta af því sem þekkist í Evrópu
og Bandaríkjunum.“
Aukning erlendra kaupenda
Hann segist enn fremur verða sífellt
meira var við erlenda kaupendur.
„Þessir kaupendur skiptast í tvo
hópa, annars vegar rekstraraðila sem
koma hingað til að stunda rekstur,
ekki síst ferðaþjónustu. Hins vegar
hinir sem hafa komið hingað sem
ferðamenn og tekið ástfóstri við
landið. Fólk er þá yfirleitt að kaupa
sumarbústaði eða land til að byggja
á. Þetta er fólk sem er algjörlega
heillað af hreinu lofti, friðsæld,
útsýni og náttúrufegurðinni.“
Hann telur þó enga ógn stafa af
erlendum kaupendum. „Hins vegar
er alveg ljóst að við þurfum að huga
að því að verja land sem heppilegt
er sem landbúnaðarland og halda
nógu miklu landbúnaðarlandi í
íslenskri eigu þannig að innlend
matvælaframleiðsla hafi nægt
olnbogarými til langrar framtíðar.
Það er hreint þjóðaröryggismál,“
segir Björgvin. /ghp
LÍF&STARF
匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
刀愀昀最攀礀洀椀爀椀渀渀 搀爀琀琀愀爀瘀氀椀渀渀椀
漀爀椀渀渀 最愀洀愀氀氀 漀最 氀切椀渀渀 㼀
嘀攀爀琀甀 琀椀氀戀切椀渀 瘀漀爀瘀攀爀欀椀渀 洀攀
刀䄀䘀䜀䔀夀䴀䄀刀
Björgvin Guðjónsson, fasteignasali hjá Eignatorgi. Hann er búfræðingur og
fyrrverandi bóndi í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. Mynd / ghp
Jarðarkaup:
Farsæl sala frágengin
Jónatan Magnússon keypti jörðina Stóru-Hildisey II af þeim Sigrúnu Hildi
Ragnarsdóttur og Jóhanni Nikulássyni. Mynd / Eignatorg
Stóra-Hildisey er vegleg jörð og er nú orðin með sameiningu kvótans að einu stærsta kúabúi landsins. Mynd / Eignatorg
Bændablaðið kemur næst
25. maí