Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Auglýsing í Bændablaðið. Hafa mynd af handsápunum sem sýna 1L og minni pumpu brúsana. Skilaboð: 40 ÁRA SAGA SONETT Sonett hreinlætisvörur sem vernda umhverfið Sonett vörurnar eru vottaðar mildar sápur og hreinsiefni. Þær brot- na 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatn- sauðlindir sem eru undirstaða lífs. Hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensími. Handsápurnar frá Sonett mýkja hendur og erta ekki húð, henta einstak- lega vel í útihúsin og því sérstaklega á tímum sauðburðar. Fæst í: Byko Breidd Nettó Fjarðarkaup H Verslun Hlíðarkaup Húsasmiðjan Kjörbúðin Krónan Lyfjaver Melabúðin Samkaup Verslunarfélag Drangsness ehf Næ ekki að setja myndirnar hér undir skjöl, sendið á mig þegar þið farið að gera þetta, sýni ykkur þá. Handsápur sem mýkja hendur og erta ekki húð henta því einstaklega vel á tímum sauðburðar Sonett hreinlætisvörur brotna 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir. Hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensím. Söluaðilar: Byko Breidd, Fjarðarkaup, Nettó, H Verslun, Hlíðarkaup, Húsasmiðjan, Kjörbúðin, Krónan, Lyfjaver, Melabúðin, Samkaup og Verslunarfélag Drangsness ehf. Mánudaginn 15. maí opnar Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur sem hafa staðið yfir í vetur. Hótelið er staðsett í gamla bænum á Blönduósi, sem kunnugir segja einstakan vegna ósnortinnar götumyndar, og er nú óðum að taka á sig fallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum, sem hótel og veitingastaður, sem einnig verður opnaður nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn. Eigendaskipti urðu á síðasta ári þegar dótturfélag fjárfestingar- félagsins InfoCapital festi kaup á hótelinu en stofnandi og stærsti eigandi þess er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson. „Við erum með 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson, markaðs- stjóri hótelsins. Þá má geta þess að seinna í sumar er áætlað að opna prjónakaffihús og búð með alls konar spennandi vörum við hliðina á hótelinu, auk þess sem Krúttið, gamla bakaríið á Blönduósi, sem er ská á móti hótelinu, mun opna sem viðburðarými í tengslum við hótelið. Þá verður hægt að panta gömlu kirkjuna sem svítu eða undir ýmiss konar athafnir, en kirkjan er steinsnar frá hótelinu. /MHH Blönduós: Gamla kirkjan nýtt sem svíta Steinsnar frá hótelinu er gamla kirkjan í bænum sem verður nýtt sem svíta. Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí. Myndir / Róbert Daníel Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.