Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023 Föstudaginn 27. mars árið 1931, hóf Leikfélag Reykjavíkur sýningar á hinu hressilega verki þeirra „Húrra-krakki“, þótt megi segja segja að ekki hafi það mælst jafn vel fyrir hjá öllum. Fyrstu dómar gagnrýnenda voru frekar neikvæðir og í Alþýðublaðinu þann 8. apríl sama ár birtist eftirfarandi; „... Hann leið þó ekki svo þessi vetur, að við fengjum ekki að sjá hér húrra-leik, skrípisenur og uppbrett Ieiksviðsnef. Ef til vill var það gott, því þótt Húrra-krakki og annað slíkt botnskrap úr leikritaheiminum sé langt frá því að vera list, þá lítur svo út sem Reykvíkingum líki vel að sjá það, sem á botninum geymist. Húrra-krakki er tekið af vörulager þeirra Arnolds og Bachs. Þar er nógu af að taka. Leikurinn er skrítinn og hlægilegur á köflum, en þó nauðaómerkilegur. Leiklistargyðjan ræður þar litlu, heldur mun hún standa álengdar og roðna af skömm, Haraldur Sigurðsson leikur stálpaðan krakkann … þegar hann klæjar, þá er hann beztur, því að þá hristist búkurinn. Mörtu Kalmann var leiðinlegt að sjá í hlutverki sínu. Hún sæmir sér betur á öðrum vettvangi, – í betri leikritum.“ Stóðu sýningar á Húrra-krakka í um tvo mánuði og voru ágætlega sóttar þrátt fyrir sem ekki besta gagnrýni. Þó verður að taka fram að bæði dagblaðið Vísir, svo og Fálkinn, kunnu betur að meta skrípaleikinn og segir í Fálkanum að áður hafi hér- lendis verið sýnd þrjú leikrit eftir þá félagana þýsku, Spanskflugan, Gleiðgosinn og Stubbur, við mikinn fögnuð og gefi Húrra-krakki þeim ekkert eftir. En sitt sýnist hverjum – og hefur leikritið komist á fjalirnar, að minnsta kosti allt til ársins 1990 – þegar Leikfélag Hofsóss setti það upp við góðar undirtektir. Kröftugur dans í Hruna En aftur til baka um hundrað ár. Er minnst á eitt efnis- og viðamesta leikrit þessa tíma árið 1921 í dagblaðinu Lögbergi. Um ræðir leikritið Dansinn í Hruna sem Indriði Einarsson rithöfundur, í tilefni sjötugsafmælis síns, setti saman með þjóðsöguna margfrægu sér til hliðsjónar. (… þegar Hrunakirkja sökk í jörðu er dansað var þar innandyra eina jólanóttina.) Var mikil spenna fyrir sýningu leikritsins, enda talið eitt besta leikrit sem út hefði komið á íslensku og vildu margir bíða eftir að byggingu Þjóðleikhússins lyki svo hægt væri að sýna verkið þar. Leikfélag Reykjavíkur var þó fyrri til, valdi það sem jólasýningu um fjórum árum síðar og var húsfyllir kvöld eftir kvöld. Var Dansinn í Hruna sýndur allt til sunnudagsins 14. febrúar við mikla aðsókn. Gagnrýnendur voru þokkalega ánægðir en þó kemur fram í Morgunblaðinu „… Leikritið er víða kröftugt, og þungur undirstraumur dularafla í því. En sumstaðar virðist það vera of langdregið og missa tök á áheyrendum; hvort sem það nú er höfundi þess eða leikendum að kenna.“ Heyrðist síðast af uppsetningu leikritsins árið 1979 er Ungmenna- félagið í Hrunamannahreppi setti leikritið á svið í tilefni afmælis síns. Þótti hugmyndin skemmtileg og leikurinn vel lukkaður. Fjalla-Eyvindur Á tímabilinu í kringum 1920-1930 má til viðbótar nefna verkin um Fjalla- Eyvind og Galdra-Loft, bæði vegleg og vel kynnt. Í Morgunblaðinu, í byrjun apríl árið 1921, kemur fram hve leikritið um Fjalla-Eyvind sé óhemjuvinsælt enda þekkir alþjóð að mestu söguna um hinn fræga útilegumann. Tvist var á leikritinu en ákvað höfundur þess að koma Höllu, konu Eyvinds, betur í sviðsljósið og segir svo í blaðinu: „… Leikrit Jóhanns heitins Sigurjónssonar, sem í kvöld fagnar því sjaldgæfa láni vinsældanna að vera leikið í fimtugasta sinn hér í Reykjavík, hefir verið nefnt Fjalla-Eyvindur á íslensku, enda var það Fjalla-Eyvindur sem lifði best í þjóðarmeðvitundinni, en Höllu minntust færri. Jóhann Sigurjónsson hefir breytt þungamiðju sögunnar af Fjalla-Eyvindi í leikriti sínu. Halla verður aðalpersónan. „Engum dettur í hug að halda, að Fjalla-Eyvindur væri kominn að fimtugustu sýningu í smábænum Reykjavík, ef Halla hefði eigi verið í meistarahöndum frú Guðrúnar Indriðadóttur. Það er hennar verk, að leikurinn er sýndur í fimtugasta sinn í kveld. Það er henni að þakka, að enginn sá, sem ann góðum leik, getur þreyst á að horfa á Fjalla-Eyvind og finnur alt af nýtt aðdáunarefni í hvert skifti sem hann sér leikinn. Það er hámark íslenzks harmsöguleiks, bæði hvað snertir efni og meðferð. Það er þungur vandi sem höfundurinn hefir lagt á herðar þeirrar leikkonu, sem með Höllu-hlutverkið fer. Og er það ánægjulegt, að íslendingar skuli hafa átt þá leikkonu, sem gat, leyst þennan vanda svo vel af hendi. að aðrar hafa ekki gert betur. Leikur frú Guðrúnar Indriða- dóttur hefir orðið það snildarverk, að ef til vill verður þess eigi mörg ár að bíða, að Fjalla-Eyvindur verði sýndur í hundraðasta sinn. Kveldið verður því fyrst og fremst sigurhátíð hennar og sýnir viðurkenning íslenzkra áhorfenda á meðferð hennar á Höllu-hlutverkinu, sem mun vera það hlutverk er henni hefir orðið kærast. Frúin hefir eigi að eins leikið hlutverkið í hvert skifti sem Fjalla-Eyvindur hefir verið leikinn hér. Hún hefir og leikið Höllu í Winnipeg og úti um íslendingabygðir vestan hafs, og það býsna oft, og hlotið sama lof og hér. Galdra-Loftur Galdra-Loftur, eftir sama höfund, Jóhann Sigurjónsson, var annað verk sem sat vel í fólki. Að minnsta kosti þegar var um bókmenntalegt gildi að ræða, en þótti Galdra-Loftur síður fallinn til sýninga á sviði og náði ekki jafn veglegum vinsældum og Fjalla- Eyvindur. Verkið, sem var frumflutt á jólum í Reykjavík árið 1914, fjallaði um skólapiltinn Loft Þorsteinsson, nema á Hólum sem fékkst við kukla og galdra – auk þess að barna eina vinnukonu á staðnum – en um hann má lesa nánar í íslensku þjóðsögunum. Þar segir meðal annars að Loftur hafi áætlað að ná galdrabókinni frægu, Rauðskinnu, en mistekist og því sem næst sturlast í kjölfarið enda samkvæmt eigin skilningi selt sálu sína djöflinum. Þá verið komið fyrir hjá öldruðum presti sem var þekktur fyrir handayfirlagnir og kröftugar bænir en segir í sögunni „en þó varð presti aldrei ugglaust um hann; stóð honum mestur stuggur af því að Loftur vildi aldrei biðjast fyrir með honum.“ Loftur fann þó til öryggis hjá prestinum og vék aldrei frá honum. Þó kom að því eitt skipti er prestur var kallaður til að sinna sjúkum að Loftur sagðist veikur og vildi halda sig heima. Veikin rénaði þó um leið og prestur hafði horfið á brott og ákvað Loftur að róa örlítið út fyrir landsteinana enda lygnt í veðri og blíða. Var það hið síðasta er sást til hans en vildu menn meina að grá loðin hönd hefði tekið um skut bátsins og dregið í kaf. Síðla árs árið 1927 tók Leikfélag Akureyrar verkið upp á arma sína og hlaut aðalleikarinn, Haraldur Björnsson í hlutverki Galdra-Lofts, einróma lof. Kemur fram í tölublaði Íslendings í desemberbyrjun sama árs að um ræði erfiðasta hlutverk íslenskrar leiklistar. „En þeim sem hafa séð Harald leika Loft, verður hann ógleymanlegur.“ Nokkrum árum seinna, síðla hausts 1933, var verkið aftur tekið upp í Reykjavík og voru þá í aðalhlutverkum Indriði Waage sem Loftur, Soffía Guðlaugsdóttir lék Steinunni og Arndís Björnsdóttir í hlutverki Dísu. Gagrýnanda Morgunblaðsins, Kristjáni Albertssyni, leist svo á: „… Ég hirði ekki að rekja þráð leiksins, því hann er öllum kunnur. Indriði Waage ljek GaldraLoft. Margt var gott í leik hans, einstök augnablik tókust ágætlega, sjerstaklega særingar og sturlun Lofts í leikslok. En yfirleitt skorti þennan góða leikara bolmagn og sálarmagn til þess að valda þessu hlutverki, sýna kynjakraft og ofsa hins unga ofurhuga, sem vill brjóta undir sig manneskjur og myrkra völd. Soffía Guðlaugsdóttir ljek Steinunni, ekki alstaðar náttúrlega, en því betur því meir sem á reyndi. Hún gerði upp sakirnar við Loft af hatrömmu ástríðumagni. Og ef til vill hefir hún aldrei fyr náð slíkum tökum á áhorfendum, sem í lok annars þáttar, þegar Loftur hefir svikið hana, og hún gefur sig örvæntingunni, á vald, yfirbuguð, helsærð, starir niður í djúp sinnar eigin glötunar og skelfur af gráti. Önnur hlutverk voru mjög sæmilega leikin, en ekkert svo vel, að sjerstaklega sje orð á gerandi. Mjög var til sýningarinnar vandað, um allan leiksviðsútbúnað, og auðfundið að Leikfjelagið hafði gert alt, sem í valdi þess stóð til þess að hún yrði samboðin hinu glæsilega skáldverki. Fögnuður áhorfenda var með mesta móti.“ Þetta var nú örlítið yfirlit yfir leiklistina fyrir um öld síðan. Fjalla- Eyvindur hefur síðan verið settur upp oftar en hin þrjú sem um var fjallað og því væri áhugavert að sjá hvernig landsmönnum myndi lítast á verkin í dag, um hundrað árum síðar en þau sáust fyrst á sviði. MENNING Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind og Inga Geirs. fararstjóri hjá Skotgöngu bjóða upp á vikuferð til Albír á Alicante á Spáni 10. október í haust. Bókanir hafnar, beint flug, gott hótel, hálft fæði innifalið. KONUR 40 + SJÁLFSRÆKT OG GANGA Vikuferð fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga Geirs sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem eru bæði hagnýt og skemmtileg. Vikuferðir sem hlotið hafa frábær meðmæli, stakar konur sérstaklega velkomnar en líka kjörið fyrir vinkonur. Þetta verður 12 ferðin á fjórum árum. Um 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur það segir sína sögu! Samkennd, gleði, upplifanir, uppbygging og ný kynni, vilt þú koma með? NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: www.skotganga.co.uk inga@skotganga.co.uk kristinlinda@huglind.is Kristín Linda & Inga Geirs. ÆVINTÝRI Á SPÁNI HAUSTIÐ 2023 UPPBYGGJANDI OG SKEMMTILEG KVENNAFERÐ Klassísk leikverk: Sett á svið í upphafi aldar Fyrir rétt tæpum hundrað árum, rétt eins og nú, þótti fólki gaman að lyfta sér upp enda rétt að gera sér dagamun við ýmis tækifæri. Íslensk ritverk, þá Dansinn í Hruna, Galdra-Loftur og Fjalla-Eyvindur áttu vel upp á pallborðið hjá fólki og leikskáld á borð við þýsku félagana og skopritarana þá Arnold og Bach þóttu móðins – þykja reyndar enn í dag – og voru verk þeirra mörgum til ánægju. Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Fjalla-Eyvindur og frú á sviðinu árið 1921, þau Guðrún Indriðadóttir og Helgi Helgason. Frá umfjöllun Morgunblaðsins um Galdra-Loft, árið 1933, þau Indriði Waage, Soffía Guðlaugsdóttir og Arndís Björnsdóttir í hlutverkum sínum. Jóhann Sigurjónsson skáld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.