Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 UTAN ÚR HEIMI Bandaríkin: Genabreytt svín til pylsugerðar Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur veitt Washington State University leyfi til að nota genabreytt svín (e. gene-edited pigs) til pylsugerðar og manneldis, en það er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt í Bandaríkjunum. Leyfið fékkst fyrir fimm slík svín og var tilgangurinn að sýna fram á að matur úr genabreyttum dýrum sé öruggur til neyslu og það sé möguleiki fyrir háskólastofnun að fá slíkt leyfi. Frá þessum tíðindum var greint á vef háskólans nú í byrjun maí. Þar sagði að svínin væru genabreytt á þann hátt að vísindamenn gætu notað þau til að eignast afkvæmi með eiginleika frá öðrum gelti. Tæknin breytir göltum þannig að þeir eru gerðir ófrjóir. Síðan er stofnfrumum úr öðrum gelti komið fyrir í þeim genabreyttu sem svo framleiða sáðfrumur með æskilegum eiginleikum til að skila til næstu kynslóðar. Kjötgæði og heilbrigði Haft er eftir Jon Oatley, sem er prófessor í sameindalíffræði við háskólann og stýrir tilraunum með genabreytingarnar við dýralæknis- fræðideildina, að almenningur hafi gjarnan ranghugmyndir um slíkar genabreytingar. Hann vonast til að þeirra verkefni geti haft sitt að segja í að leiðrétta þær og hjálpa til við að upplýsa um þessa tæknimöguleika. Hann segir að upphaflega markmið verkefnisins væri að bæta þær aðferðir sem við höfum til að fæða mannfólk. Þessi tækni búi yfir möguleikum til framtíðar, að hægt verði að ala búfé með meiri kjötgæði og bæta heilbrigði og seiglu í ljósi aðsteðjandi breytinga á loftslagi og umhverfi. Mikil þörf sé til dæmis fyrir meiri og hagkvæmari kjötframleiðslu í þróunarríkjunum. Genabreyttu svínsskrokkarnir voru sendir í kjötvinnslu háskólans þar sem þeim var breytt í pylsur og voru svínin tveggja ára við slátrun. Pylsurnar, sem sagðar eru í þýskum stíl, verða seldar í veitingaþjónustu og verður ágóðinn af sölunni settur í ferðasjóð háskólanema sem keppa fyrir hönd skólans í kjötmati. /smh Vínviðarrækt: Gömul yrki gætu verið svarið Ræktendur vínviðar á Spáni binda vonir við að gömul yrki sem lítið er ræktað af í dag geti komið í staðinn fyrir uppskerumeiri yrki sem flest eru á undanhaldi vegna hækkandi lofthita. Áhugi á gömlum ræktunaryrkjum nytjaplantna, eins og til dæmis vínviði, hefur aukist í kjölfar hækkandi lofthita. Ókosturinn við nýrri yrki er að kynbætur á þeim hafa stefnt að hámarks uppskeru og stærri berjum. Hefur það leitt til þess að plönturnar hafa misst ýmsa aðra eiginleika. Kosturinn við mörg eldri yrki er að þrátt fyrir að þau gefi minna af sér eru þau harðgerðari og þolnari fyrir breytingum á veðurfari. Vitis vinifera Nánast öll yrki af vínviði sem notuð eru til víngerðar eru af tegund sem kallast Vitis vinifera á latínu. Yrki V. vinifera og talin vera hátt í tíu þúsund talsins en þeirra helstu í ræktun eru Sultana, Airén, Cabernet Sauvignon, Sauvignon Blanc, Cabernet Franc, Merlot, Grenache, Tempranillo, Riesling og Chardonnay. Mörg þessara yrkja eru nú á undanhaldi. Þrátt fyrir að bændur norðar í Evrópu líti björtum augum til þess að geta farið að rækta þessi yrki og framleiða vín eru vínviðarræktendur á Spáni og víðar í Suður-Evrópu ekki eins bjartsýnir um framtíð sína. Margir þeirra eru því farnir að leita að öðrum og oft gömlum yrkjum til að rækta. Mikið áfall Talsmaður spænskra vínviðar- ræktenda segir að hækkun lofthita sé það versta sem komið hafi fyrir stéttina frá því seint á 19. öld þegar til Evrópu barst frá Norður-Ameríku smáfluga sem kallast Phylloxera og lifir á rótum vínviðar. Talið er að plantan hafi borist til Evrópu með norður-amerískum vínviði, V. labrusca, þegar gerðar voru tilraunir með að rækta hann í Frakklandi.Plöntur í Norður- Ameríku voru aðlagaðar flugunni en plöntur í Evrópu ekki. Skaðinn sem flugan olli í Evrópu var slíkur að vínrækt lagðist nánast niður um tíma. Á síðustu stundu tókst að bjarga ræktuninni með því að græða evrópskar vínviðarplöntur á rætur plantna frá Norður- Ameríku en það tók mörg ár að koma ræktuninni til fyrra horfs. Ágræðsla af þessu tagi er viðhöfð enn í dag. Gömul yrki í Nýja heiminum Vínviðarræktendur í Kaliforníu í Bandaríkjunum eru einnig farnir að skoða eldri yrki til ræktunar. Eitt þeirra er gamalt franskt yrki sem nánast er útdautt í heimalandi sínu og kallast Mourtaou / Cabernet Pfeffer. Það er sagt gefa af sér vínber með piparkeim. Annað gamalt yrki sem hlotið hefur uppreisn æru er Mission. /VH Ágóði af sölu pylsanna var settur í ferðasjóð. Mynd / ÁL Færri dráttarvélar seldar í Evrópu – Samdráttur um 9% milli ára Samtals voru næstum 215.000 dráttarvélar skráðar í þrjátíu löndum Evrópu árið 2022. Þar af voru 59.300 undir 50 hestöflum og 155.700 yfir 50 hestöflum. Samtök evrópska landbúnaðar- vélasala, CEMA, áætla að 165.200 af heildarfjölda traktora selda á árinu séu landbúnaðartæki. Restin eru farartæki sem geta farið í sama tollflokk og dráttarvélar, eins og fjórhjól. Á bak við þessar tölur liggja gögn frá 30 Evrópulöndum, þ.m.t. ESB-löndin, Bretland, Ísland, ásamt nokkrum Austur- Evrópulöndum, að Rússlandi og Úkraínu undanskildum. Frá þessu er greint í samantekt CEMA. Samdráttur ársins 2022 var 8,7 prósent samanborið við 2021. Síðarnefnda árið var salan sú besta um árabil. CEMA fullyrðir að árið 2022 hefði orðið metár í dráttarvélasölu ef ekki hefði verið fyrir truflanir á aðfangakeðjum. Þar spila helst inn í langvarandi áhrif vegna Covid-19 heimsfaraldursins, sem voru gerð verri með innrás Rússa í Úkraínu á liðnu ári. Af þessu hafa hlotist tafir og hækkað verð á hrávörum og íhlutum. Seinkanir framleiðslu minnkuðu eftir því sem leið á árið. Vegna óvenjumikillar eftirspurnar hjá kaupendum eru biðlistar eftir afhendingu dráttarvéla enn langir. Fyrir faraldur máttu kaupendur vænta þess að fá dráttarvélar afhentar á tveimur til þremur mánuðum. Nú eru biðlistarnir minnst hálft ár og birgðir vélasala í Evrópu með minnsta móti. Mestur var samdrátturinn í sölu á dráttarvélum undir 130 hestöflum, eða 15,2 prósent milli 2021 og 2022. Á móti kemur að 3,7 prósent aukning var í sölu á traktorum yfir 130 hestöflum. 39 prósent seldra dráttarvéla falla í síðarnefnda stærðarflokkinn. CEMA hefur þann varnagla á að vegna afhendingartafa og seinkana getur verið að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af raunverulegum óskum og þörfum kaupenda. Nálægt 40 prósent allra nýrra dráttarvéla í tölum CEMA voru seldar í Frakklandi og Þýskalandi. Samdráttur var í flestum löndum Vestur-Evrópu, á meðan aukning var hjá nokkrum af Norðurlöndunum og Austur-Evrópu. /ÁL Svínum fækkar í Danmörku – Versnandi afkoma veldur fækkun búa Árið 2022 fækkaði dönskum svínum um sex prósent, saman- borið við árið áður. Á sama tíma fækkaði svínabúum um sjö prósent. Þar með helst meðalstærð danskra svínabúa nær óbreytt milli ára. Frá þessu greinir hagfræðistofnun Danmerkur, Danmarks Statistik. Fjöldi svína í landinu árið 2022 voru 12,4 milljónir á 2.399 svínabúum. Samanborið við árið 2012, þá er svínafjöldinn í landinu nær óbreyttur, en búum hefur fækkað um nær 2.000. Inni í þessum tölum eru gyltur, geltir, smágrísir og sláturgrísir. Undanfarin ár hefur meðalstærð eininga í danskri svínarækt stækkað með innkomu stórra búa. Dönsk svínabú eru að meðaltali með tæp 5.200 svín, samanborið við 2.900 svín árið 2012. Árið 2012 voru einungis fjögur prósent búa með yfir 10.000 einstaklinga, á meðan hlutfallið í dag er að nálgast 15 prósent, eða 348 bú. Á þessum stóru búum eru 47 prósent danskra svína. Ástæða þessarar fækkunar er rakin til versnandi afkomu danskra svínabænda. Þó afurðaverð til bænda hafi hækkað um níu prósent, hefur verðið á fóðri hækkað enn meir, eða um 32 prósent. Innrás Rússa í Úkraínu orsakar þessa miklu hækkun á korni. Danska hagfræðistofnunin kemur sérstaklega inn á aukna sérhæfingu búa í landinu. Danir hafa verið með þá sérstöðu að húsdýr af mismunandi tegundum eru gjarnan á sömu búunum – jafnvel í sömu útihúsunum. Árið 2002 var 11,3 prósent búa bæði með kýr og svín, á meðan í dag eru búin 400, sem svarar til 2,6 prósent. /ÁL Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna. Mynd / News Oresund – Wikimedia Commons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.