Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 11.maí 2023 FRÉTTIR Kornrækt: „Bjór hjálpar bændum“ – Erlendur fjárfestir hyggst reisa malthús hér á landi Á dögunum var hér á landi staddur Luis Segura, maltbygg- sérfræðingur og fjárfestir, til að afhenda Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskólans byggyrki til prófunar. Markaði heimsóknin upphaf samstarfs hans og LbhÍ en markmið hans er að reisa hér á landi stærðarinnar malthús, verksmiðju sem maltar bygg til ölgerðar. Luis starfar fyrir fyrirtækið Handel und Beratung est. 2016 og segist hafa áratuga reynslu á vettvangi maltverksmiðja og brugghúsa. „Fyrir nokkrum árum gerði ég kostnaðargreiningu á orkuþörf við möltun byggs og komst að þeirri niðurstöðu að um 30% af kostnaði framleiðslunnar fer í orkunotkun. Á þeim tíma var áhersla lögð á að hafa malthúsin nálægt viðskiptavinum, brugghúsunum. Hins vegar hafa tímarnir breyst og hlutfall orkukostnaðar í framleiðslu maltbyggs er farin að vera á milli 50-60%,“ segir Luis. Orkan er því orðið forgangsatriði og leita framleiðendur maltbyggs eftir því að færa framleiðslu á svæði þar sem aðgengi er að ódýrari orku. Enn fremur sé vaxandi krafa um minni notkun kolefnis við alla framleiðslu. Hann, ásamt viðskipta- félögum sínum í Þýskalandi, hafa því fengið augastað á Ísland og telja það kjörið fyrir framleiðsluna. „Hér hafið þið ekki bara endurnýjanlega, heldur endalausa orku og vatn, sem er það sem þarf í maltbyggframleiðslu.“ Húsnæði hugsanlegs malthúss yrði um 5.000 fermetrar að stærð og gæti starfsemin skapað um 10–12 störf. Æskilegast væri að staðsetja slíka verksmiðju við höfn og ekki væri verra ef hún væri nálægt kornsamlagi. Tíu milljarða fjárfesting Luis segir að ef af verður yrði innflutningur á byggi til vinnslunnar kannski óhjákvæmilegur fyrst um sinn, en þegar fram líða stundir er stefnan þó að nota bygg ræktað hérlendis. „Það fyrsta sem við viljum gera er að láta framkvæma prófanir á nokkrum maltyrkjum til að sjá hvort þau þrífist hér. Því er ég hingað kominn með sérvalin yrki frá Þýskalandi, Ástralíu, Frakklandi, Mexíkó og Finnlandi til að sjá hvernig þau bregðast við aðstæðum.“ Starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar sáðu yrkjunum í tilraunareiti á Gunnarsholti og því er niðurstaðna prófana að vænta strax í haust. Luis undirstrikar að fyrirhugað verkefni sé hugsað í samstarfi við íslenska kornbændur. „Við viljum ekki eingöngu koma hingað og notfæra okkur orkuauðlindir ykkar. Við viljum líka styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu og sé ég mikla möguleika fyrir sjálfbæra starfsemina hér á landi. Ef vel gengur gætum við ræktað maltbygg fyrir allan innlendan markað en einnig aflað töluverðra útflutningstekna fyrir landið.“ Auk þess leita Luis og félagar hans að innlendum samstarfsaðilum við að fjármagna verkefnið. Honum reiknast til að innanlandsþörf fyrir maltbygg sé kringum 4.000 tonn á ári en út frá stærðarhagkvæmni sé lítið vit í öðru en byrja á malthúsi sem getur annað að minnsta kosti 60.000 tonnum á ári. Fjárfestingin yrði kringum 10 milljarðar króna. „Ég er sannfærður um að malthús á Íslandi feli í sér mikla útflutningsmöguleika. Ímyndaðu þér þegar siglingaleiðin yfir Norðurskautið opnast, þá væri auðvelt aðgengi að Japansmarkaði, sem er stórt viðskiptaland okkar nú þegar.“ Luis er skiljanlega mikill að- dáandi bjórs og smakkaði nokkra slíka frá íslenskum brugghúsum í heimsókn sinni. „Bjór er góður drykkur. Hann er bæði félagslegur og hollur. Hann inniheldur færri kaloríur en appelsínusafi. Svo stuðlar hann að landbúnaðarframleiðslu, bjór hjálpar því bændum.“ /ghp Hvað er möltun? Bygg til ölgerðar þarf að malta. Þá er það látið spíra til að brjóta niður sterkju og gera hana aðgengilega fyrir gersvepp sem notaður er til að ölið verði áfengt. Orðið möltun kemur af því að við niðurbrot sterkj­ unnar verður til maltósi, sykur. Möltunarferli tekur um sjö daga, og hægt er að framleiða maltbygg allan ársins hring. Gera þarf meiri kröfur til byggs sem fer til möltunar en þess byggs sem notað er í fóður. Til að gera framleiðsluferil maltbyggs sem skil­ virkast þarf einsleitt korn með háa spírunarprósentu sem skilar háu maltinnihaldi. Algengast er að maltkorn sé tvíraða. Luis Segura, maltbyggsérfræðingur og fjárfestir, vill reisa malthús hér á landi. Hann kom hingað til lands með sérvalin byggyrki til prófunar og gæddi sér á íslenskum veigum. Mynd /ghp Byggakur í Gunnarsholti. Mynd / ghp Matvælastofnun vekur athygli á því að enn sé hætta á að skæðar fugla- flensuveirur berist með farfuglum til landsins nú í byrjun sumars. Metur stofnunin stöðuna sem svo að fuglaflensa hafi líklega ekki viðhaldist í íslenskum staðfuglum í vetur og því hefur hún lækkað viðbúnaðarstig sitt niður á stig tvö, úr stigi þrjú. Alifuglar hafðir innanhúss eða undir þaki Vegna hættunnar á smiti frá farfuglum gilda þó áfram hertar sóttvarnarráðstafanir sem gefnar voru út í Stjórnartíðindum 25. mars á síðasta ári og fela í sér meðal annars að alifuglar og aðrir fuglar í haldi skulu hafðir innanhúss eða í lokuðum gerðum undir þaki. Á vef MAST kemur fram að frá því í október 2022 hafi orðið áberandi fækkun tilkynninga frá almenningi um fund á veikum og dauðum, villtum fuglum. Fuglaflensa hafi ekki greinst í þeim fáu sýnum sem hægt var að taka og því er talið að smit í villtum fuglum með skæðum fuglaflensuveirum hafi fjarað út í vetur þrátt fyrir að veirurnar hafi fundist síðastliðið haust í staðfuglum eins og hröfnum, örnum og svartbökum. Mikilvægt að tilkynna um dauða fugla Margir íslenskir farfuglar koma frá svæðum í Belgíu, Hollandi og á Bretlandseyjum – þar sem skæð fuglaflensa hefur geisað í vetur – og eru því enn töluverðar líkur á að farfuglar sem eiga eftir að koma geti borið með sér smit. Almenningur er beðinn um að tilkynna um dauða og veika, villta fugla, nema augljóst þyki að þeir hafi drepist af öðrum orsökum en veikindum. Tilkynningarnar séu mjög mikilvægar þótt ekki séu alltaf tekin sýni, því þær gefa vísbendingar um hversu mikið er um sýkingar og hversu útbreiddar þær eru. /smh Enn er hætta á fuglaflensu Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu. Mynd / Nelson Eulalio Viðræður um rekstur Herjólfs Innviðaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Vestmannaeyjabæjar um að hefja viðræður um endurskoðaðan og endurnýjaðan þjónustusamning ríkisins og sveitarfélagsins um rekstur Herjólfs. Hefur þegar verið skipuð viðræðunefnd vegna málsins af hálfu Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí. Til stendur að greina kosti þess að fela sveitarfélaginu áfram rekstur ferjunnar. Stjórn Herjólfs ohf. bókaði í fundargerð um miðjan apríl að framlög ríkisins til rekstrarins hefðu lækkað um 145 milljónir króna á samningstímanum auk þess sem allur rekstrarkostnaður hefði hækkað. Var lögð fram tillaga um 9% hækkun gjaldskrár fyrir farþega og farartæki frá og með 5. maí, að fengnu samþykki Vegagerðar og bæjarráðs. Þjónustusamningur ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar til Vestmannaeyja rennur út 1. október í ár. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Vega- gerðarinnar frá 14. apríl kemur fram að mikilvægt sé að Herjólfur sé rekinn með eins hagkvæmum hætti og unnt er um leið og fullnægjandi þjónustustig sé tryggt. áist ekki í viðræðum við Vestmannaeyjabæ markmið um hagkvæmni og þjónustustig í rekstri ferjunnar, muni Vegagerðin hefja undirbúning útboðs á rekstri Herjólfs. sá Vestmannaeyjar. Mynd / Ýlona M.Rybka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.