Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 LÍF&STARF Nú er loksins að lifna yfir öllu og öllum landsmönnum, blessuð sólin breytir öllu, og jafnvel kominn ylur í Ingólf Ómar Ármannsson sem yrkir fyrstu vísu þessa þáttar: Vonir kvikna, vaknar þrá, vetrarkyljur þagna. Kvaka þrestir kvisti á komu vorsins fagna. Bjarni frá Gröf orti eftir að hafa horft á ungt fólk í einhverjum sjónvarpsþætti: Ósköp finnst mér æskan ljót, út af heimsku troðin, sýnir apans ættarmót illa hirt og loðin. En það er ögn glaðlegra yfir næstu vísu eftir Pétur á Hallgilsstöðum, hverja hann orti til svarfdælskrar stúlku: Fallegt er í fjallasalnum, finnst þar sunnan andi hlýr. Fædd er hún í fagra dalnum, -forsetinn áður rak þar kýr. Haraldur á Jaðri orti þessa fagurgerðu hringhendu til Sveins frá Elivogum: Myndir risti á minnisspjald, málveig kyssti glaður, aldrei missti á orðum vald óðsins listamaður. Eftir Jón Örn Jónsson frá Steðja er næsta hringhenda: Finnast, kætast, kynning ná, kveðjast, grætast, leynt að þrá, angursbætur engar fá, oft sú rætist nornaspá Konráð Vilhjálmsson orti næstu heilræði: Þeir, sem óska á annað borð allra hylli að njóta, sigurlaun og sæmdarorð síðla munu hljóta. Ludvík R. Kemp orti eftirfarandi grafskrift eftir ónefndan lækni: Sjaldan hlaut af lýðum lof, lífs á brautum skeindist, frægðar naut, en oft um of innanblautur reyndist. Þormóður Pálsson yrkir oddhent svo leikandi létt: Æskan dáir heiðið háa. Hljóð og fáum kunn siglir þráin silfurgljáa svala, bláa unn. Theódóra Thoroddsen orti tvær næstu vísur: Gleðisjóinn geyst ég fer, þó gutli sorg und kili, vonina læt ég ljúga að mér og lifi á henni í bili. Hleður snjá um holt og börð. Hel er þá að veiðum. Verður smá um veglaus skörð vörnin á þeim leiðum. Sr. Sigurbjörn Einarsson biskup kvað á unga aldri: Þá var stundum leikið af list, leitað, beðið, fengið. Oft var faðmað, oft var kysst, oft var lengra gengið. Kristján frá Djúpalæk hringdi eitt sinn í skrifstofusíma Íslendings, en fékk ekkert svar: Enginn vaknar enda þótt úti vorið syngi. Enn er sofið sætt og rótt suður á Íslendingi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Bændablaðinu var boðið að skoða höfuðstöðvar JCB í Staffordskíri á Englandi. JCB er stofnað á Bretlandi og er starfsemi fyrirtækisins enn að miklu leyti þar. Starfsfólk JCB er stolt af sinni sögu, enda myndarlegt safn í höfuðstöðvunum. /ÁL Breskur vélaiðnaður sem lifir enn Joseph Cyril Bamford (JCB) var fyrstur til að framleiða glussadrifinn sturtuvagn árið 1948. JCB setti hraðamet á dísilknúnu farartæki, 563 km/klst. Tvær traktorsgröfur hvor í sinni viðhafnarútgáfunni við innganginn. Forfeður Bamford voru járnsmiðir og framleiddu vélar fyrir landbúnað. Einn af fyrstu skotbómulyfturum sem framleiddir voru komu frá JCB. JCB postulínbolli með bresku tei. Ámoksturstæki á Ferguson voru vinsæl meðal bænda. Fyrsta traktorsgrafa JCB var smíðuð árið 1953 og byggð á Fordson Major. Myndir / ÁL JCB 3 var fyrsta traktorsgrafan byggð á grunni JCB. Framleiðsla hófst 1961.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.