Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
Umhverfismat framkvæmda
Álit Skipulagsstofnunar
Strandavegur um Veiðileysuháls,
Árneshreppi
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um umhverfismat samkvæmt lögum
nr. 111/2021. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b,
Reykjavík. Álitið og umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar er einnig að
finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is
Jæja, svo heyri ég kallað „Hæ,
mamma … mammaaaa“ og svara,
„já, Kristjana mín.“ Þetta endurtekur
sig, en þá segir Kristjana hálf
flóttaleg, „mamma, ég var ekki að
kalla.“ Þannig það er nú rétt hægt að
ímynda sér hvað okkur brá þegar kom
í ljós að þarna var Krummi litli að
verki, krunkandi hátt og skýrt: „Hæ,
mamma!“ Hann hefur síðan lært
orðin Krummi, heyrðu, hættu, ha, já,
nei, komdu, Gunni, Baltasar og typpi!
Þökk sé afar þolinmóðum gestum.
Aðallega segir hann þó mamma, hæ,
ha og Krummi.“
Heimurinn upplifaður
umvafinn trausti
Krummi er þó ekki endilega mið-
punktur dýraathvarfsins á Hólum því
þar má finna hænur, hunda, geitur,
hesta, kanínur, kalkúna og naggrísi
svo eitthvað sé nefnt, auk stæðilegs
páfagauks sem vappar um túnin er
sólskins gætir.
Hjónin segjast því miður vera
um það bil komin að þolmörkum
með athvarfið enda ekki endalaust
húsaskjól þótt þau gjarnan vildu
hýsa sem flesta. Kostnaður við fóður
er einnig allnokkur enda innkoman
helst á sumrin þegar gesti ber að
garði. Rebecca skýtur því að, að
heimsóknir gestanna séu dýrmætar
stundir, sérstaklega ef tekst að
aðstoða fólk sem hefur hvekkst í
návist dýra eða eigi við líkamlega
eða andlega annmarka að stríða
sem hamlar þeim vanalega slíkar
heimsóknir.
„Við fengum einhvern tíma til
okkar hóp frá Ítalíu, nánast alveg
blind öll, með leiðsögukonu með sér.
Þá opnuðum við einungis fyrir þau,
enda allt annar gír þegar um slíkan
hóp er að ræða. Þarna er fólk sem
þarf að fá að snerta dýrin og skynja
hlutina í meiri rólegheitum. Þetta var
yndisleg upplifun fyrir okkur öll, gaf
okkur mikið. Svo í fyrrasumar kom
fjölskylda til okkar með tólf ára stúlku
sem einnig var blind og þá aftur tókum
við Hjalti sjálf á móti þeim. Eftir að
hafa kynnst dýrunum þá treysti hún
sér til þess að setjast á hestbak, sem
var ótrúleg stund fyrir alla viðstadda,
maður verður svo þakklátur og glaður
að geta gefið af sér,“ segir Rebecca.
Það er draumur hennar að hafa
dýyraathvarfið opið allt árið og fá til
viðbótar, á sérstökum tímum, til sín
hópa með sérþarfir eða á einhvern hátt
takmarkaðir, jafnvel bara hræddir við
dýr, og leyfa þeim að upplifa návist
við þau í rólegheitunum.
Öll fjölskyldan tekur að sér
leiðsögn um athvarfið. „Yngsti
guttinn, Alexander, sem nú er orðinn
ellefu ára, greip þó tækifærið eitt
skiptið, fyrir nokkrum árum reyndar,
og leiðbeindi erlendum gestum um
svæðið með orðunum „Come on,
follow me, – this way.“ Útskýrði svo
hátt og skýrt á íslensku: „Þarna er geit,
henni finnst gott að borða nammi“
… og höfðu þeir gagn og gaman af.
Kannski ekki gagn,“ segir Rebecca
flissandi.
Næsta víst er að þarna fer
fjölskylda með líf og fjör í hjarta,
virðingu gagnvart dýrum og mönnum
og frá þeim fer enginn nema að langa
að koma aftur sem fyrst.
Á Instagram-reikningi Bænda-
blaðsins má svo meðal annars sjá
Krumma hefja upp raust sína.
Slípi- & brýningarvélar | Bandsagir
Beygju- & valsavélar | Legupressur
Plötuklippur | Segul- & súluborvélar
Klippa, skera,
slípa, bora
Það er skemmtilegra með
vönduðum verkfærum.
LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS
Samþykkt
Krummi leikur við hvern sinn fingur.
Krummi með Rebeccu, móður sinni.Þau mega vel við una, dýrin, undir
vendarvæng Rebeccu og fjölskyldu.