Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 Nú styttist óðfluga í fyrstu kynbótasýningar vorsins 2023 og vert að hvetja ræktendur sérstaklega til að huga vel að þeim kröfum sem gerðar eru til DNA-sýna og ætternisstaðfestingar kynbótahrossa. Enn fremur minna á að tryggast og best er að taka sýnin tímanlega þannig að niðurstaða sýna liggi fyrir við kynbótadóm. Mikill og afgerandi meirihluti sýndra hrossa undangenginna ára er löngu kominn með niðurstöðu DNA-greiningar við komuna til dóms. Þá fyrst er hægt að bregðast við tilfallandi skekkjum í ættfærslum, þegar niðurstaða sýnanna liggur fyrir. Samkvæmt reynslu undangenginna ára leiða um 2-5% DNA-sýna hrossa til leiðréttinga á ættfærslum. Uppgötvaðar skekkjur eru af ýmsum rótum runnar s.s. misvísandi niðurstaða sónarskoðana (hryssa hjá fleiri en einum hesti samsumars), mistök verða við örmerkingu/ skráningu folalda (sérstakur áhættuþáttur er að merkja folöld seint og eftir að þau hætta að fylgja mæðrum örugglega), röng folöld fylgja mæðrum úr stóðhestagirðingum (enginn einstaklingur ætti að fara óörmerktur inn í stóðhesta-girðingu), folaldavíxl hryssna við köstun er tíðara en margur hyggur o.s.frv. Af sjálfu leiðir að ræktunarstarf og kynbótaspá (BLUP) sem byggir á ættfærsluskekkjum hefur ekkert gildi. Skýrar niðurstöður hrossasýna, við dóm, loka alveg fyrir annars mjög óheppilegan möguleika á að afkvæmaverðlaun á okkar stærstu viðburðum (LM og FM) séu veitt á röngum forsendum; m.ö.o. þá verður að vera borðleggjandi vissa fyrir því að afkvæmaverðlaunahross eigi sannarlega þau afkvæmi sem mat þeirra byggir á. Þekkingarfyrirtækið Matís í Reykjavík býður greiningar hrossasýna (strok-/hársýni) og skilar niðurstöðum í WorldFeng. Greiningartími sýna er aldrei lengri en mánuður frá móttöku en í langflestum tilfellum skemmri. Þá er einnig hægt að óska sérstakrar hraðgreiningar sem tekur um 5-10 virka daga frá móttöku sýnis. Matís geymir enn fremur öll sýni sem þar eru unnin í sýnabanka sem er aðgengilegur til framtíðar til frekari greiningarvinnu og þekkingaröflunar fyrir íslenska hrossarækt og eigendur viðkomandi hrossa. Þannig má ganga aftur og aftur í fyrirliggjandi sýni eftir því sem þekkingu og uppgötvunum á samhengi erfðavísa og fjölbreyttra eiginleika fleygir fram. Mikilvægar breytingar í farvatni Eins og hrossaræktendur þekkja þurfa stóðhestar fyrir dómi bæði að vera með staðfesta F- og M-ætt (sýni til úr M og F). Mun minni kröfur hafa fram til þessa verið gerðar til hryssna og geldinga – einungis farið fram á greint DNA- sýni úr þeim sjálfum burtséð frá framættum. Ríkari kröfur um fulla ættfærslustaðfestingu hryssna og geldinga í dómi verða gerðar frá og með sýningarárinu 2028; þ.e. þau folöld sem fæðast árið 2024 og síðar þurfa að geta staðfest ættfærslu sína að fullu síðar á lífsleiðinni – sé þeim ætlað hlutverk í kynbótadómi eða opinberri keppni sem mun undirbyggja kynbótamat (BLUP) komandi ára. Reglur þessa efnis hafa þegar fengið umræðu og samþykki á vettvangi Fagráðs í hrossarækt og standa til samþykktar hjá FEIF í febrúar á næsta ári. Í þessu samhengi er gríðarlega mikilvægt að hrossaræktendur séu vakandi yfir stöðunni á DNA-sýnum sinna ræktunarhrossa. Eru til sýni úr feðrum og mæðrum þar og þegar til á taka og þörf krefur? Í raun er fyrrgreind og boðuð breyting lokaskref í ferli sem hófst árið 2006 með markvissum DNA-sýnatökum úr ræktunarhrossum á Íslandi. Hringnum er lokað 2028. Staðan nú Til að gefa innsýn í stöðu ætternisstaðfestinga kynbótahrossa eru hér samantekin gögn fyrir stærstu sýningaviku vorsins 2022 á Hellu.(Vor- sýning Gaddstaðaflötum 30.maí – 4.júní 2022). Sýningavikuna 30. maí til 4. júní ´22 komu alls 133 hross til dóms á Hellu. Fullnaðardómar voru 117 og einfaldir sköpulagsdómar alls 16. Öll dæmd hross höfðu sannaða föðurætt og 90% þeirra einnig staðfesta móðurætt. Hross án staðfestrar móðurættar voru eðlilega allt hryssur en hjá 13 hryssum af alls 76 (17%) á sýningunni var svo ástatt um; þ.e. sýni ekki til úr móður. Í raun má því að segja að ef miðað er við stærstu sýningaviku vorsins ´22 þá sé alls ekki langt í land með fulla ætternisstaðfestingu nú þegar – fulla sönnun allra sýndra hrossa. Til að skoða enn frekar hvaða hross eru yfir höfuð að koma til dóms og þannig í flokki virkra ræktunarhrossa til framtíðar er hér önnur samantekt yfir sömu sýningaviku á Hellu. Kemur að líkindum fáum á óvart, en staðfestist hér, að sýnd hross eru með fáum undantekningum undan sýndum foreldrum; úrvalið gengur lið fram af lið og fylgir þeim hluta hrossastofnsins sem hefur verið metinn og mældur. Sýnd hross á Hellu, 30. maí – 4. júní ´22, áttu sýnda feður í 99% tilvika og sýndar mæður í 90% tilvika. Framtíðarmúsík Auknar kvaðir um staðfestingu ættfærslu hrossa á opinberum viðburðum, kynbótasýningum og í keppni, eru sterkur grunnur undir þróun ræktunarstarfs á komandi árum og ekki bara til að geirnegla grundvöllinn í réttri ættfærslu. Fáir efast um að þróun og rannsóknir á sviði erfðatækni og erfðarannsókna mun færa hrossaræktinni fjölmargar uppgötvanir og verkfæri í framtíðinni. Verkfæri til að auka öryggi ræktunarstarfsins, elta stórvirka erfðavísa hverra áhrif eru þegar eða verða upplýst (sbr. til dæmis litaerfðir hrossa, þekkt meingen), verkfæri sem stuðla að styttingu ættliðabils og hraðari erfða-framförum. Uppgötvun gangráðs/skeiðgens (DMRT3) var bylting en trúlega bara góð byrjun. En forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er og verður markviss, skipuleg og sjálfsögð sýnataka úr þeim hópi hrossa sem er verðandi foreldrar næstu kynslóðar. Þá er vert að minna á að íslensk hrossarækt er öflug útflutningsgrein. Á árinu 2022 voru 26% útfluttra hrossa með fullstaðfesta ættfærslu; föður- og móðurætt. Dagljóst að hér væri hægt að gera miklu betur. Pétur Halldórsson, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði. Sífellt fleiri bændur sjá kosti þess að fá ráðgjöf í gegnum Sprotann – jarðræktarráðgjöf hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, RML. Hvort sem það er aðhald vegna skráninga í Jörð, heimsókn án komugjalds eða að hafa tengilið sem hægt er að ráðfæra sig við þegar spurningar vakna, þá er Sprotinn rétti staðurinn. Í Sprotanum hefur alltaf verið lögð áhersla á sveigjanleika til að mæta hverjum og einum í þeim jarðræktarverkefnum sem hver og einn finnur sig í á hverjum tíma. Hring eftir hring Sprota-árið byrjar að vori og endar í áburðaráætlun þar sem næsta vor er skipulagt. Áherslurnar hjá hverjum og einum geta verið aðeins breytilegar milli ára en viðfangsefnið er þó það sama, að standa sem best að þeirri ræktun sem á sér stað hverju sinni, að nýta sem best þau næringarefni sem til eru og áætla það sem upp á vantar og að standa rétt að skráningum fyrir lögbundið skýrsluhald. Út úr þessu öllu þarf svo að koma gott og mikið fóður sem aflað hefur verið á sem hagkvæmastan hátt. Að keppa við sjálfan sig Eitt af því sem gert er fyrir hvert bú í Sprotanum er að reikna og setja fram kostnað vegna áburðarnotkunar miðað við skráða uppskeru. Byggt á þeim tölum er hægt að bera saman bú og sjá hvar hver og einn stendur miðað við aðra þó svo forsendur geti verið ólíkar, sjá meðfylgjandi mynd. Hér er gott að hafa í huga að gögnin verða aldrei betri en þær tölur sem þau byggja á enda er mjög mikilvægt að vanda skráningar til að þær nýtist sem allra best til að meta árangur einstakra þátta. Sproti+ Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka, Sprota+, þar sem við sameinum jarðræktar- og fóðurráðgjöf einkum fyrir kúabændur. Hugsunin er að ná sem bestri heild í þessum nátengdu þáttum búskaparins í sama pakkanum. Um er að ræða 15 klukkutíma pakka með tveimur heimsóknum sem yrðu án komugjalds, önnur tengd jarðræktinni og hin tengd fóðruninni. Jarðræktarhlutinn er sá sami og nú er innan Sprotans en við bætist fóðurhluti sem felur í sér fóðuráætlun, túlkun á heyefnagreiningum, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt í Huppu ásamt heimsókn. Unnið er með hverju og einu búi af teymi starfsmanna RML til að ná fram þeirri sérþekkingu sem þarf í hvorn hluta fyrir sig. Þannig gæti það verið að tveir ráðunautar yrðu tengiliðir við búið, annar vegna jarðræktar og hinn vegna fóðrunar. Það er von RML að með heildstæðum pakka sem þessum náist betri samfella og tenging milli öflunar fóðurs, innihalds og nýtingar þess. Sérhver þáttur er hluti af heildinni Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða ráðgjöf í Sprotanum þannig að hægt sé að þjónusta hvern og einn eftir þörfum þannig að hægt sé að leggja áherslu á það sem mestu máli skiptir hjá hverjum og einum. Mikilvægt er að hafa í huga hvernig öflun fóðursins spilar inn í rekstur búsins og með hvaða hætti hægt er að ná góðri uppskeru af hverjum hektara. Gott er að geta rýnt í mikilvæga þætti með fagfólki og hugsanlega fengið fram önnur sjónarhorn við viðfangsefnunum. Í lokin er rétt að benda á að auðvelt er að aðlaga ráðgjöf innan Sprotans að útiræktun á grænmeti. Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur. Þórey Gylfadóttir. Jarðrækt og öflun fóðurs RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Myndin sýnir áburðarkostnað, kr. á kg/þurrefnis af uppskeru á mismunandi bæjum. Hér eru nýtanleg áburðarefni í búfjáráburði reiknuð til jafns við verðmæti áburðarefna í tilbúnum áburði. DNA-sýni kynbótahrossa 2023 Pétur Halldórsson. Alls í flokki Fullstaðfest F og M. Hlutfall % Föðurætt staðfest, % 7.v. og eldri hryssur 24 20 83% 100% 6v. hryssur 27 23 85% 100% 5v. hryssur 16 11 69% 100% 4v. hryssur 9 9 100% 100% 4v. hestar 17 17 100% 100% 5v. hestar 16 16 100% 100% 6v. hestar 11 11 100% 100% 7v. og eldri hestar 12 12 100% 100% Geldingar 1 1 100% 100% Alls í sýningu: 133 120 90% 100% (www.worldfengur.com / 30.mars´23) Faðir sýndur % Móðir sýnd % Alls í flokki 7.v. og eldri hryssur 23 96% 19 79% 24 6v. hryssur 27 100% 25 93% 27 5v. hryssur 16 100% 16 100% 16 4v. hryssur 9 100% 9 100% 9 4v. hestar 17 100% 15 88% 17 5v. hestar 16 100% 16 100% 16 6v. hestar 11 100% 10 91% 11 7v. og eldri hestar 12 100% 10 83% 12 Geldingar 1 100% 0 0% 1 Alls í sýningu: 132 99% 120 90% 133 (www.worldfengur.com / 30.mars´23)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.