Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 11.05.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 ÞÓR HF thor.is ZAX 1403 Tveggja sekkja dreifari. Með jaðarbúnaði og vönduðu segli. BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is BRENDERUP KERRUR Bændasamtök Íslands og fleiri aðilar, á borð við Landsvirkjun, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á raforkulögum sem opnar á að nýir notendur verði rukkaðir um óskilgreindan viðbótarkostnað. Landsvirkjun bendir á að frumvarpið geti unnið gegn markmiðum um orkuskipti og samdrátt í kolefnislosun. Bændasamtök Íslands benda á hið augljósa, þ.e. að óskilgreindur viðbótarkostnaður gangi gegn markmiðum byggðaáætlunar sem og tilgreindum markmiðum sem sett eru fram í matvæla- og landbúnaðarstefnum stjórnvalda. Það er óskiljanlegt að meirihluti atvinnuveganefndar, með Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknar- flokksins, í formennsku, taki í engu mið af alvarlegum athugasemdum og snúi jafnvel út úr þeim í nefndaráliti sem lagt var fram við aðra umræðu um málið á þingi. Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda! Það á eftir að fjalla um málið í þriðju umræðu á þingi og mikilvægt er að ná fram breytingum á málinu, þannig að framþróun og nýsköpun á landsbyggðinni sé ekki sett í uppnám. Svo undarlegt sem það nú er að á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út opna gjaldheimtu á nýsköpun í hinum dreifðu byggðum, þá er formaður Framsóknarflokksins með frumvarp sem kallast Samþætting áætlana. Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. LESENDARÝNI Atvinnuuppbygging í hinum dreifðari byggðum í uppnámi Sigurjón Þórðarson. „Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“ OPINN FUNDUR UM HEIMILDIR SVEITARFÉLAGA TIL AÐ HEIMILA BEIT Í EIGNARLÖNDUM EINKAÐILA verður haldinn í sviðslistasalnum/hlöðunni í Leifshúsum á Svalbarðsströnd í Eyjafirði fimmtudagskvöldið 18.maí n.k. kl. 20. Í kjölfar úrskurðar umboðsmanns Alþingis frá s.l. hausti hafa orðið nokkrar umræður um afleiðingar hans. Mér vitanlega hefur lítið sem ekkert samtal þó átt sér stað um málið milli þeirra sem það varðar þ.e. landeigenda, sveitarstjórna og sauðfjárbænda. Ég vil því uppá mitt einsdæmi leggja mitt lóð á vogarskálarnar með boðun þessa fundar og undirstrika þannig vilja minn til að leita leiða sem tryggt geta friðsæla tilvist sauðfjárræktar í landinu. Ég skora á sveitarstjórnarfólk og Alþingismenn að kynna sér málefnið því hætt er við að strax í sumar stefni í óefni ef ekkert verður að gert. STEFÁN TRYGGVA- OG SIGRÍÐARSON, EINLÆGUR ÁHUGAMAÐUR UM FRIÐHELGI EIGNARRÉTTARINS OG FRAMTÍÐ SAUÐFJÁRRÆKTAR Í LANDINU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.