Bændablaðið - 11.05.2023, Síða 7

Bændablaðið - 11.05.2023, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2023 LÍF&STARF Nú er loksins að lifna yfir öllu og öllum landsmönnum, blessuð sólin breytir öllu, og jafnvel kominn ylur í Ingólf Ómar Ármannsson sem yrkir fyrstu vísu þessa þáttar: Vonir kvikna, vaknar þrá, vetrarkyljur þagna. Kvaka þrestir kvisti á komu vorsins fagna. Bjarni frá Gröf orti eftir að hafa horft á ungt fólk í einhverjum sjónvarpsþætti: Ósköp finnst mér æskan ljót, út af heimsku troðin, sýnir apans ættarmót illa hirt og loðin. En það er ögn glaðlegra yfir næstu vísu eftir Pétur á Hallgilsstöðum, hverja hann orti til svarfdælskrar stúlku: Fallegt er í fjallasalnum, finnst þar sunnan andi hlýr. Fædd er hún í fagra dalnum, -forsetinn áður rak þar kýr. Haraldur á Jaðri orti þessa fagurgerðu hringhendu til Sveins frá Elivogum: Myndir risti á minnisspjald, málveig kyssti glaður, aldrei missti á orðum vald óðsins listamaður. Eftir Jón Örn Jónsson frá Steðja er næsta hringhenda: Finnast, kætast, kynning ná, kveðjast, grætast, leynt að þrá, angursbætur engar fá, oft sú rætist nornaspá Konráð Vilhjálmsson orti næstu heilræði: Þeir, sem óska á annað borð allra hylli að njóta, sigurlaun og sæmdarorð síðla munu hljóta. Ludvík R. Kemp orti eftirfarandi grafskrift eftir ónefndan lækni: Sjaldan hlaut af lýðum lof, lífs á brautum skeindist, frægðar naut, en oft um of innanblautur reyndist. Þormóður Pálsson yrkir oddhent svo leikandi létt: Æskan dáir heiðið háa. Hljóð og fáum kunn siglir þráin silfurgljáa svala, bláa unn. Theódóra Thoroddsen orti tvær næstu vísur: Gleðisjóinn geyst ég fer, þó gutli sorg und kili, vonina læt ég ljúga að mér og lifi á henni í bili. Hleður snjá um holt og börð. Hel er þá að veiðum. Verður smá um veglaus skörð vörnin á þeim leiðum. Sr. Sigurbjörn Einarsson biskup kvað á unga aldri: Þá var stundum leikið af list, leitað, beðið, fengið. Oft var faðmað, oft var kysst, oft var lengra gengið. Kristján frá Djúpalæk hringdi eitt sinn í skrifstofusíma Íslendings, en fékk ekkert svar: Enginn vaknar enda þótt úti vorið syngi. Enn er sofið sætt og rótt suður á Íslendingi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Bændablaðinu var boðið að skoða höfuðstöðvar JCB í Staffordskíri á Englandi. JCB er stofnað á Bretlandi og er starfsemi fyrirtækisins enn að miklu leyti þar. Starfsfólk JCB er stolt af sinni sögu, enda myndarlegt safn í höfuðstöðvunum. /ÁL Breskur vélaiðnaður sem lifir enn Joseph Cyril Bamford (JCB) var fyrstur til að framleiða glussadrifinn sturtuvagn árið 1948. JCB setti hraðamet á dísilknúnu farartæki, 563 km/klst. Tvær traktorsgröfur hvor í sinni viðhafnarútgáfunni við innganginn. Forfeður Bamford voru járnsmiðir og framleiddu vélar fyrir landbúnað. Einn af fyrstu skotbómulyfturum sem framleiddir voru komu frá JCB. JCB postulínbolli með bresku tei. Ámoksturstæki á Ferguson voru vinsæl meðal bænda. Fyrsta traktorsgrafa JCB var smíðuð árið 1953 og byggð á Fordson Major. Myndir / ÁL JCB 3 var fyrsta traktorsgrafan byggð á grunni JCB. Framleiðsla hófst 1961.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.